Hrekkjavökuhátíðin verður um helgina. Hátíðin, sem snerist einu sinni um blessuð börnin, virðist hafa breyst í afsökun fyrir fólk að klæða sig druslulega. Raunveruleikaþáttastjarnan Nicole Richie hefur fengið nóg af því.
„Stelpur, við skulum allar að heita því að klæða okkur ekki druslulega á hrekkjavökunni," sagði hún á Facebook-síðu sinni í vikunni. Sjálf hefur hún klæðst sómasamlega á hrekkjavökum síðustu ára, en hefur þó gerst sek um að sýna aðeins of mikið af holdi í fortíðinni. Nú virðist hún hafa snúið við blaðinu.
Hvetur stúlkur til að hylja holdið á Hrekkjavökunni
