Meðal fremstu hönnuða 3. nóvember 2011 10:00 Hönnun Sigrúnar Höllu Unnarsdóttur sem útskrifaðist með master í fatahönnun frá Kolding school of design í sumar, hefur verið valin til framleiðslu og sölu í Evrópu af nýju dönsku fyrirtæki.fréttablaðið/vilhelm „Ég er búin að vera inni í eina og hálfa viku, en þau höfðu samband við mig í haust," segir Sigrún Halla Unnarsdóttir fatahönnuður, en danska heimasíðan, www.muuse.com hefur valið útskriftarlínu Sigrúnar frá Kolding school of design til framleiðslu og dreifingu í Evrópu. Muuse.com fór í loftið í sumar með það að markmiði að bjóða 25 efnilegustu útskriftarnemum frá bestu hönnunarskólum heims hverju sinni að selja vörur beint til neytenda. Flíkurnar eru framleiddar á saumastofu Muuse í Kaupmannahöfn eftir pöntunum, svo fjárhagsleg áhætta hönnuðanna er engin. „Þetta er frábært tækifæri, því eftir útskrift hefur maður oft lítið bakland til að koma línunni í framleiðslu sjálfur. Þau hafa einnig boðið mér að hanna aðra línu inn á síðuna og eru dugleg að koma á samstarfi milli hönnuðanna og annarra greina, til dæmis kvikmyndagerðarfólks og fleira í þeim dúr," segir Sigrún. Útskriftarlína hennar vakti þó ekki einungis athygli Muuse en um hana hefur verið fjallað á heimasíðu Dazed and confused, dönsku tískusíðunni Costume.dk og víðar. Einnig fékk Sigrún boð um þátttöku í hönnunarkeppninni Designers nest í Danmörku í sumar og var ein af fimm þátttakendum í samkeppni á vegum stórfyrirtækis í tískuheiminum. „Ég má ekkert segja um það verkefni og var látin skrifa undir samning um að gefa ekki upp hvaða fyrirtæki þetta er. Keppnininni verður sjónvarpað í Evrópu í janúar," segir hún leyndardómsfull. Sigrún Halla er nú flutt heim og hefur komið sér upp vinnustofu í Hafnarastræti. Þar er hún með nokkur járn í eldinum, meðal annars hönnunarverkefnið Norðaustan 10 þar sem hópur hönnuða vinnur með austfirskt hráefni. Hún segir heimalandið hafa kallað þó hlutirnir hafi verið farnir að rúlla vel í Danmörku. „Mig langaði til að freista gæfunnar hér," segir hún. „Ég er svo heimakær." heida@frettabladid.is Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Ég er búin að vera inni í eina og hálfa viku, en þau höfðu samband við mig í haust," segir Sigrún Halla Unnarsdóttir fatahönnuður, en danska heimasíðan, www.muuse.com hefur valið útskriftarlínu Sigrúnar frá Kolding school of design til framleiðslu og dreifingu í Evrópu. Muuse.com fór í loftið í sumar með það að markmiði að bjóða 25 efnilegustu útskriftarnemum frá bestu hönnunarskólum heims hverju sinni að selja vörur beint til neytenda. Flíkurnar eru framleiddar á saumastofu Muuse í Kaupmannahöfn eftir pöntunum, svo fjárhagsleg áhætta hönnuðanna er engin. „Þetta er frábært tækifæri, því eftir útskrift hefur maður oft lítið bakland til að koma línunni í framleiðslu sjálfur. Þau hafa einnig boðið mér að hanna aðra línu inn á síðuna og eru dugleg að koma á samstarfi milli hönnuðanna og annarra greina, til dæmis kvikmyndagerðarfólks og fleira í þeim dúr," segir Sigrún. Útskriftarlína hennar vakti þó ekki einungis athygli Muuse en um hana hefur verið fjallað á heimasíðu Dazed and confused, dönsku tískusíðunni Costume.dk og víðar. Einnig fékk Sigrún boð um þátttöku í hönnunarkeppninni Designers nest í Danmörku í sumar og var ein af fimm þátttakendum í samkeppni á vegum stórfyrirtækis í tískuheiminum. „Ég má ekkert segja um það verkefni og var látin skrifa undir samning um að gefa ekki upp hvaða fyrirtæki þetta er. Keppnininni verður sjónvarpað í Evrópu í janúar," segir hún leyndardómsfull. Sigrún Halla er nú flutt heim og hefur komið sér upp vinnustofu í Hafnarastræti. Þar er hún með nokkur járn í eldinum, meðal annars hönnunarverkefnið Norðaustan 10 þar sem hópur hönnuða vinnur með austfirskt hráefni. Hún segir heimalandið hafa kallað þó hlutirnir hafi verið farnir að rúlla vel í Danmörku. „Mig langaði til að freista gæfunnar hér," segir hún. „Ég er svo heimakær." heida@frettabladid.is
Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira