Spilist hátt Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 10. nóvember 2011 19:00 Thirteen með Megadeth. Rauðhærði rokkriddarinn Dave Mustaine gefur nú út þrettándu hljóðversplötu sína ásamt hljómsveit sinni Megadeth. Síðustu tvær breiðskífur sveitarinnar gripu mig ekki en í þetta sinn hefur Mustaine skorað snertimark. Megadeth er skemmtilegust þegar hún daðrar við poppið án þess að ganga of langt. Rokkið er vissulega ruddalegt á Thirteen en lögin eru matreidd á svipaðan máta og á einni af vinsælustu plötu sveitarinnar, Countdown to Extinction, með tilheyrandi stórkarlalegum þungarokksriffum í bland við grípandi melódíur og tæran hljóm. Þungarokk á að vera fjör og þetta veit Megadeth. Opnunarlagið, Sudden Death, setur tóninn fyrir komandi fjör, en útvarpshittari plötunnar er Public Enemy No. 1. Klassískt Megadeth-lag með hnitmiðuðum gítar og einföldum bassa að hætti Dave Ellefson, sem er genginn aftur í sveitina. Ofsinn í Never Dead höfðar einkar vel til mín og flytur mig aftur í tíma, þar sem unglingabólur og ótímabær sáðlát réðu ríkjum. Rólegri lögin eru vel heppnuð og í heild er platan sterk. Það tók mig nokkrar hlustanir að aðlagast plötunni. Megadeth hefur ekki verið frumleg í 20 ár en er alltaf samkvæm sjálfri sér og stundum er það einfaldlega nóg. Á meðan riffabanki Mustaine tæmist ekki mega þeir kumpánar alveg halda áfram að vera ófrumlegir. Allavega mín vegna, því ég elska Megadeth. Sem sagt: Þrælskemmtileg plata frá gamla Rauð. Spilist hátt. Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Rauðhærði rokkriddarinn Dave Mustaine gefur nú út þrettándu hljóðversplötu sína ásamt hljómsveit sinni Megadeth. Síðustu tvær breiðskífur sveitarinnar gripu mig ekki en í þetta sinn hefur Mustaine skorað snertimark. Megadeth er skemmtilegust þegar hún daðrar við poppið án þess að ganga of langt. Rokkið er vissulega ruddalegt á Thirteen en lögin eru matreidd á svipaðan máta og á einni af vinsælustu plötu sveitarinnar, Countdown to Extinction, með tilheyrandi stórkarlalegum þungarokksriffum í bland við grípandi melódíur og tæran hljóm. Þungarokk á að vera fjör og þetta veit Megadeth. Opnunarlagið, Sudden Death, setur tóninn fyrir komandi fjör, en útvarpshittari plötunnar er Public Enemy No. 1. Klassískt Megadeth-lag með hnitmiðuðum gítar og einföldum bassa að hætti Dave Ellefson, sem er genginn aftur í sveitina. Ofsinn í Never Dead höfðar einkar vel til mín og flytur mig aftur í tíma, þar sem unglingabólur og ótímabær sáðlát réðu ríkjum. Rólegri lögin eru vel heppnuð og í heild er platan sterk. Það tók mig nokkrar hlustanir að aðlagast plötunni. Megadeth hefur ekki verið frumleg í 20 ár en er alltaf samkvæm sjálfri sér og stundum er það einfaldlega nóg. Á meðan riffabanki Mustaine tæmist ekki mega þeir kumpánar alveg halda áfram að vera ófrumlegir. Allavega mín vegna, því ég elska Megadeth. Sem sagt: Þrælskemmtileg plata frá gamla Rauð. Spilist hátt.
Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira