Melódískt sýrupopp Trausti Júlíusson skrifar 16. nóvember 2011 20:00 Tónlist. Kjarr með Kjarr. Kjarr er nýtt verkefni Kjartans Ólafssonar sem gerði góða hluti sem annar aðalmaður rafpoppsveitarinnar Ampop og var hann einnig meðlimur í Leaves. Ampop var fín hljómsveit sem bjó til mjög stemningsfulla og melódíska tónlist. Á Kjarr eru sum þeirra atriða sem einkenndu Ampop enn til staðar. Það er mikið lagt upp úr útsetningunum, hljómurinn er flottur og lögin eru melódísk. Hér er hins vegar tónlistin búin að þróast frá rafpoppi Ampops yfir í ljúft sýrupopp sem sækir töluvert í tónlist seinni hluta sjöunda áratugarins. Það er margt mjög vel gert á plötunni. Flutningur er góður og Kjartan er fínn söngvari. Lögin eru samt misgóð. Þau bestu, til dæmis fyrstu tvö lögin, Beðið eftir sumrinu (hægt er að hlusta á lagið hér fyrir ofan) og Lottery eru frábær. Önnur eru síðri og þrátt fyrir augljósa kosti nær platan ekki alveg að halda athygli manns stöðugri allan tímann. Á heildina litið er þetta samt ágætis plata frá hæfileikaríkum tónlistarmanni. Niðurstaða: Ljúft sýrupopp frá Kjartani úr Ampop. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist. Kjarr með Kjarr. Kjarr er nýtt verkefni Kjartans Ólafssonar sem gerði góða hluti sem annar aðalmaður rafpoppsveitarinnar Ampop og var hann einnig meðlimur í Leaves. Ampop var fín hljómsveit sem bjó til mjög stemningsfulla og melódíska tónlist. Á Kjarr eru sum þeirra atriða sem einkenndu Ampop enn til staðar. Það er mikið lagt upp úr útsetningunum, hljómurinn er flottur og lögin eru melódísk. Hér er hins vegar tónlistin búin að þróast frá rafpoppi Ampops yfir í ljúft sýrupopp sem sækir töluvert í tónlist seinni hluta sjöunda áratugarins. Það er margt mjög vel gert á plötunni. Flutningur er góður og Kjartan er fínn söngvari. Lögin eru samt misgóð. Þau bestu, til dæmis fyrstu tvö lögin, Beðið eftir sumrinu (hægt er að hlusta á lagið hér fyrir ofan) og Lottery eru frábær. Önnur eru síðri og þrátt fyrir augljósa kosti nær platan ekki alveg að halda athygli manns stöðugri allan tímann. Á heildina litið er þetta samt ágætis plata frá hæfileikaríkum tónlistarmanni. Niðurstaða: Ljúft sýrupopp frá Kjartani úr Ampop.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira