Stjarnfræðilegar vinsældir lélegustu hljómsveitar heims 17. nóvember 2011 21:30 Chad Kroeger, söngvari Nickelback, hefur ástæðu til að brosa. Hljómsveit hans er gríðarlega vinsæl þó að gæði tónlistarinnar séu umdeild. Nordicphotos/Getty Ótrúlega margar frábærar hljómsveitir hafa komið frá Kanada undanfarin ár. Arcade Fire, Wolf Parade og Broken Social Scene eru aðeins lítill hluti af hópi sem Nickelback tilheyrir ekki. Sjöunda breiðskífa hljómsveitarinnar Nickelback kemur út á mánudaginn. Skífan nefnist Here and Now og fylgir eftir Dark Horse, sem kom út fyrir þremur árum og seldist í nánast stjarnfræðilegu upplagi. Það má ýmislegt segja um Nickelback, sem er að margra mati versta hljómsveit í heimi. En aðdáendurnir halda nánast ómannlegri tryggð við hljómsveitina, sem hefur selt meira en 21 milljón platna í Bandaríkjunum ásamt því að hafa selt bílfarma í heimalandi sínu Kanada, Ástralíu og Bretlandi. Kreppan stöðvar ekki aðdáendurna, en síðasta plata náði þrefaldri platínusölu í Bandaríkjunum og sexfaldri platínusölu í Kanada. Til samanburðar skreið síðasta plata Arcade Fire, The Suburbs, í gullsölu í Bandaríkjunum og náði ekki viðlíka árangri í heimalandi sínu. Það þarf varla að taka fram að Arcade Fire er ein virtasta og besta hljómsveit heims um þessar mundir. Þrátt fyrir þessar gríðarlegu vinsældir hafa gagnrýnendur sjaldan verið ánægðir með Nickelback. Plötur hljómsveitarinnar fá jafnan slæma dóma, svo slæma að Chris Martin, forsprakki Coldplay, sá sig knúinn til að verja hljómsveitina í viðtali fyrir nokkrum misserum. „Þeir hafa verið gagnrýndir af fólki sem hefur engum árangri náð í lífi sínu,“ sagði hann og bætti við að sér þætti Nickelback frábær hljómsveit. Á nýju plötunni virðist Nickelback feta kunnuglegar slóðir. Smáskífulögin Bottoms Up og When We Stand Together gefa til kynna að hljómsveitin hafi lítið sem ekkert þróað hljóminn sem hefur reynst henni svo vel. Það má því búast við að aðdáendur taki plötunni fagnandi, þó að gagnrýnendur verði eflaust áfram fúlir á móti. atlifannar@frettabladid.is Tónlist Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Ótrúlega margar frábærar hljómsveitir hafa komið frá Kanada undanfarin ár. Arcade Fire, Wolf Parade og Broken Social Scene eru aðeins lítill hluti af hópi sem Nickelback tilheyrir ekki. Sjöunda breiðskífa hljómsveitarinnar Nickelback kemur út á mánudaginn. Skífan nefnist Here and Now og fylgir eftir Dark Horse, sem kom út fyrir þremur árum og seldist í nánast stjarnfræðilegu upplagi. Það má ýmislegt segja um Nickelback, sem er að margra mati versta hljómsveit í heimi. En aðdáendurnir halda nánast ómannlegri tryggð við hljómsveitina, sem hefur selt meira en 21 milljón platna í Bandaríkjunum ásamt því að hafa selt bílfarma í heimalandi sínu Kanada, Ástralíu og Bretlandi. Kreppan stöðvar ekki aðdáendurna, en síðasta plata náði þrefaldri platínusölu í Bandaríkjunum og sexfaldri platínusölu í Kanada. Til samanburðar skreið síðasta plata Arcade Fire, The Suburbs, í gullsölu í Bandaríkjunum og náði ekki viðlíka árangri í heimalandi sínu. Það þarf varla að taka fram að Arcade Fire er ein virtasta og besta hljómsveit heims um þessar mundir. Þrátt fyrir þessar gríðarlegu vinsældir hafa gagnrýnendur sjaldan verið ánægðir með Nickelback. Plötur hljómsveitarinnar fá jafnan slæma dóma, svo slæma að Chris Martin, forsprakki Coldplay, sá sig knúinn til að verja hljómsveitina í viðtali fyrir nokkrum misserum. „Þeir hafa verið gagnrýndir af fólki sem hefur engum árangri náð í lífi sínu,“ sagði hann og bætti við að sér þætti Nickelback frábær hljómsveit. Á nýju plötunni virðist Nickelback feta kunnuglegar slóðir. Smáskífulögin Bottoms Up og When We Stand Together gefa til kynna að hljómsveitin hafi lítið sem ekkert þróað hljóminn sem hefur reynst henni svo vel. Það má því búast við að aðdáendur taki plötunni fagnandi, þó að gagnrýnendur verði eflaust áfram fúlir á móti. atlifannar@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira