„Jólakötturinn er spil eins og Svarti Pétur og markmið spilsins er að enda ekki í jólakettinum. Í stokknum eru tvö spil með hverjum jólasveini, eitt spil með jólakettinum og regluspil á íslensku og ensku.
Teikningarnar eru eftir Rán Flygenring en búningar jólasveinanna eru byggðir á hugmyndavinnu Kristínar Sigurðardóttur."
Stefán Pétur er enginn nýgræðingur í spilaframleiðslu, Jólakötturinn er fimmta spilið sem hann setur á markað. Hin heita Bóndinn, Hrútaspilið, Veiðimann og Stóðhestaspilið.
„Bóndinn og Veiðimann eru um leið uppskriftabækur," segir hann. „Í Bóndanum eru 55 gómsætar uppskriftir og myndir af helstu afurðum íslenskra bænda og í Veiðimann eru myndir af 19 fisktegundum og 57 uppskriftir að ljúffengum fiskréttum.

fridrikab@frettabladid.is