Von er á fjölgun í Kardashian-fjölskyldunni, en elsta systirin Kourtney tilkynnti í gær að hún ætti von á sínu öðru barni. Kourtney er aðeins komin níu vikur á leið en gat hreinlega ekki beðið með að opinbera gleðifregnirnar.
„Ég veit að maður á að bíða í 12 vikur en ég er örugg og langaði til að segja öllum,“ segir Kourtney, sem á fyrir tveggja ára son, Mason, ásamt barnsföður sínum Scott Disick.
Kardashian fjölgar sér
