Úr skugga White Stripes 1. desember 2011 10:00 sjöunda platan Blúsrokkararnir í The Black Keys hafa gefið út sjöundu plötu sína, El Camino. nordicphotos/getty Rokkdúóið The Black Keys gefur eftir helgi út sína sjöundu plötu, El Camino. Hún fylgir eftir vinsældum Brothers sem kom út í fyrra. Bandarísku blúsrokkararnir í The Black Keys gefa eftir helgi út sína sjöundu plötu, El Camino. Platan fylgir eftir vinsældum Brothers sem kom út fyrir aðeins einu og hálfu ári. Hún stækkaði aðdáendahóp hljómsveitarinnar til muna, enda seldist hún í milljón eintökum. Auk þess að vera ofarlega á flestum árslistum fékk platan þrenn Grammy-verðlaun. Segja má að The Black Keys hafi með Brothers loksins stigið úr skugga hinnar sálugu The White Stripes, sem spilaði einnig bassalaust blúsrokk, var skipuð tveimur meðlimum og var með hvítan lit í nafninu sínu í stað svarts. Vinsældir hennar voru aftur á móti mun meiri en hjá The Black Keys. Fyrir upptökurnar á El Camino var upptökustjórinn Danger Mouse fenginn til að sitja við takkaborðið á allri plötunni, en á þeirri síðustu stjórnaði hann málum í hinu vel heppnaða smáskífulagi Tighten Up. Hann er meðlimur dúósins Gnarls Barkley og hefur að auki tekið upp Modern Guilt með Beck og Demon Days með Gorillaz. Í þetta sinn brugðu gítarleikarinn og söngvarinn Dan Auerbach og trommarinn Patrick Carney á það ráð að ferðast frá Ohio til tónlistarborgarinnar Nashville þar sem upptökurnar fóru fram. Afrakstrinum hefur verið lýst sem rökréttu framhaldi af Brothers. Grípandi popptaktarnir eru enn til staðar í bland við þéttofið blúsrokkið, sem er eins og áður undir áhrifum frá hinu svokallaða bílskúrsrokki sjöunda áratugar síðustu aldar. Dómar hafa verið að detta inn undanfarna daga. Spin gefur El Camino 8 af 10 mögulegum og líkir tónlistinni við gömlu refina ZZ Top, en með glimmer í skegginu, á meðan The Guardian gefur henni þrjár stjörnur af fimm. Þar segir gagnrýnandinn að platan sé hröð og skemmtileg en ætlist samt ekki til eins mikils af hlustandanum og fyrri verk hljómsveitarinnar. Annað breskt blað, The Independent, segir El Camino kröftugustu og mest heillandi rokkplötu ársins enda sé hún uppfull af grípandi lögum sem öll standi fyrir sínu. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Rokkdúóið The Black Keys gefur eftir helgi út sína sjöundu plötu, El Camino. Hún fylgir eftir vinsældum Brothers sem kom út í fyrra. Bandarísku blúsrokkararnir í The Black Keys gefa eftir helgi út sína sjöundu plötu, El Camino. Platan fylgir eftir vinsældum Brothers sem kom út fyrir aðeins einu og hálfu ári. Hún stækkaði aðdáendahóp hljómsveitarinnar til muna, enda seldist hún í milljón eintökum. Auk þess að vera ofarlega á flestum árslistum fékk platan þrenn Grammy-verðlaun. Segja má að The Black Keys hafi með Brothers loksins stigið úr skugga hinnar sálugu The White Stripes, sem spilaði einnig bassalaust blúsrokk, var skipuð tveimur meðlimum og var með hvítan lit í nafninu sínu í stað svarts. Vinsældir hennar voru aftur á móti mun meiri en hjá The Black Keys. Fyrir upptökurnar á El Camino var upptökustjórinn Danger Mouse fenginn til að sitja við takkaborðið á allri plötunni, en á þeirri síðustu stjórnaði hann málum í hinu vel heppnaða smáskífulagi Tighten Up. Hann er meðlimur dúósins Gnarls Barkley og hefur að auki tekið upp Modern Guilt með Beck og Demon Days með Gorillaz. Í þetta sinn brugðu gítarleikarinn og söngvarinn Dan Auerbach og trommarinn Patrick Carney á það ráð að ferðast frá Ohio til tónlistarborgarinnar Nashville þar sem upptökurnar fóru fram. Afrakstrinum hefur verið lýst sem rökréttu framhaldi af Brothers. Grípandi popptaktarnir eru enn til staðar í bland við þéttofið blúsrokkið, sem er eins og áður undir áhrifum frá hinu svokallaða bílskúrsrokki sjöunda áratugar síðustu aldar. Dómar hafa verið að detta inn undanfarna daga. Spin gefur El Camino 8 af 10 mögulegum og líkir tónlistinni við gömlu refina ZZ Top, en með glimmer í skegginu, á meðan The Guardian gefur henni þrjár stjörnur af fimm. Þar segir gagnrýnandinn að platan sé hröð og skemmtileg en ætlist samt ekki til eins mikils af hlustandanum og fyrri verk hljómsveitarinnar. Annað breskt blað, The Independent, segir El Camino kröftugustu og mest heillandi rokkplötu ársins enda sé hún uppfull af grípandi lögum sem öll standi fyrir sínu. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið