Tíska og hönnun

Góð blanda af rokki og þægindum

Eva Lín Traustadóttir hannar fatnað undir nafninu evalín. Hún segir viðtökurnar hafa farið fram úr hennar björtustu vonum. Flíkurnar sem hún hannar eru rokkaralegar með indjánaívafi.
Eva Lín Traustadóttir hannar fatnað undir nafninu evalín. Hún segir viðtökurnar hafa farið fram úr hennar björtustu vonum. Flíkurnar sem hún hannar eru rokkaralegar með indjánaívafi.
Eva Lín Traustadóttir hannar fatnað undir nafninu evalín og leggur mikla áherslu á þægilega og klæðilega hönnun. Evalín er ársgamalt fyrirtæki sem hefur dafnað hratt.

Eva Lín er menntuð sem þroskaþjálfi og hárgreiðslukona en hefur ætíð haft áhuga á hönnun og tísku. Hún eignaðist sína fyrstu saumavél fyrir tveimur árum og hóf að sauma föt á sjálfa sig.

„Ég var svo fljótlega farin að sauma á aðra og á endanum voru pantanirnar orðnar svo margar að ég neyddist til að minnka við mig vinnu til að anna eftirspurninni. Núna læt ég framleiða flíkurnar á Indlandi og vinn á daginn sem þroskaþjálfi," útskýrir Eva Lín.

Innt eftir því hvernig föt hún hannar segist Eva Lín vera mikill rokkari í sér og að fötin beri þess merki.

„Ætli ég hafi ekki líka verið indíáni einhvern tímann í fyrra lífi því kögur og fjaðrir hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi. Fötin sem ég hanna eru rokkaraleg með indíánaívafi en fyrst og fremst eru þau þægileg, klæðileg og tímalaus. Mig langaði að hanna tímalaus föt sem væru ekki endilega árstíðabundin heldur þannig að ég gæti bætt við línurnar reglulega í stað þess að koma með tvær línur árlega."

Eva Lín segist ánægð með viðtökurnar og hyggst halda ótrauð áfram að hanna. Hún er ekki farin að huga að frekari umsvifum á tískumarkaðinum og kveðst sátt eins og hlutirnir eru í dag.

„Ég vona að fólk haldi áfram að taka vel í hönnun mína en fyrir mér er þetta mikið ævintýri. Ég er ein með tvö börn og það er stórkostlegt að þetta skuli hafa gengið svona vel. En hvað framtíðin ber í skauti sér er alveg óráðið, ég er mjög sátt eins og staðan er í dag," segir hún að lokum.

Flíkurnar fást meðal annars í versluninni 3 Smárar, á heimasíðu merkisins og í verslunum víðs vegar um landið.

sara@frettablaðið.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.