Veglegt safnbox slapp við bruna 2. desember 2011 11:00 box frá Björgvini Nýtt safnbox með bestu lögum Björgvins Halldórssonar og afmælistónleikum hans er komið út. fréttablaðið/anton Veglegt safnbox með 88 af vinsælustu lögum Björgvins Halldórssonar er komið út. Umfangsmesta útgáfa Senu til þessa. Framleiðsluferli nýs safnbox með Björgvini Halldórssyni, Gullvagninn, tók sex til sjö vikur og fór það fram í Tékklandi. „Þetta var framleitt í verksmiðju þar sem bruni varð tveimur dögum eftir að þau sendu þetta til okkar. Við náðum þessu heim áður, þannig að það er engin lykt af þessu,“ segir Eiður Arnarsson hjá Senu, hress. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða að þetta er innihaldsmesta og umfangsmesta útgáfan sem við höfum lagt í,“ segir Eiður um safnboxið. „Þetta er búið að taka megnið af árinu,“ bætir hann við en Björgvin varð sextugur í apríl og tónleikarnir, sem er nýja efnið á útgáfunni, voru teknir upp við það tækifæri. Safnboxinu er skipt upp í fimm diska. Fjórir hafa að geyma lög frá sólóferli Björgvins, dúetta, lög sem hann hefur sjálfur samið og loks lög sem hann hefur sungið með hljómsveitum. Alls eru þetta 88 lög. Loks fylgja afmælistónleikarnir með á mynddiski. „Þetta er langur ferill sem þetta þarf að spanna, eða 42 ár. Þetta eru ekki nema tíu ár á hverja plötu, það er ekki mikið,“ segir Eiður. Uppi voru hugmyndir um að hafa tvo diska til viðbótar í boxinu með sjómannalögum og trúarlögum en hætt var við það. Sex ár eru liðin síðan safnplatan Ár og öld með Björgvini kom út. Hún seldist í fimmtán þúsund eintökum en hefur ekki verið fáanleg í eitt og hálft ár. Ekki er búist við jafnmikilli sölu á nýja boxinu enda var það dýrara í framleiðslu og kostar fyrir vikið meira. Björgvin er hæstánægður með útgáfuna. „Þetta er orðið ansi mikið sem maður er búinn að taka þátt í, bæði einsamall og með öðrum. Þetta er hrikalega stór katalógur en það var reynt að búa til svolítið sniðugan pakka.“ Björgvin hefur gefið út hjá Senu og fyrirtækjunum sem komu á undan því síðan um miðjan áttunda áratuginn. „Maður þekkir til þarna og hefur gert marga skemmtilega hluti. Meirihlutann er ég frekar sáttur við en þegar maður gerir svona mikið vill maður gera sumt aftur og annað má betur fara eins og gengur og gerist. En maður er alltaf að reyna að toppa sjálfan sig og gera eitthvað nýtt.“ Hinir árlegu jólatónleikar hans verða í Laugardalshöll á laugardaginn. Aðspurður telur hann tónleikana þá stærstu til þessa, enda 140 manns á sviðinu þegar mest lætur, auk hóps aðstoðarmanna. „Æfingarnar ganga ofsalega vel og við ætlum hvergi að slá af.“ freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Veglegt safnbox með 88 af vinsælustu lögum Björgvins Halldórssonar er komið út. Umfangsmesta útgáfa Senu til þessa. Framleiðsluferli nýs safnbox með Björgvini Halldórssyni, Gullvagninn, tók sex til sjö vikur og fór það fram í Tékklandi. „Þetta var framleitt í verksmiðju þar sem bruni varð tveimur dögum eftir að þau sendu þetta til okkar. Við náðum þessu heim áður, þannig að það er engin lykt af þessu,“ segir Eiður Arnarsson hjá Senu, hress. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða að þetta er innihaldsmesta og umfangsmesta útgáfan sem við höfum lagt í,“ segir Eiður um safnboxið. „Þetta er búið að taka megnið af árinu,“ bætir hann við en Björgvin varð sextugur í apríl og tónleikarnir, sem er nýja efnið á útgáfunni, voru teknir upp við það tækifæri. Safnboxinu er skipt upp í fimm diska. Fjórir hafa að geyma lög frá sólóferli Björgvins, dúetta, lög sem hann hefur sjálfur samið og loks lög sem hann hefur sungið með hljómsveitum. Alls eru þetta 88 lög. Loks fylgja afmælistónleikarnir með á mynddiski. „Þetta er langur ferill sem þetta þarf að spanna, eða 42 ár. Þetta eru ekki nema tíu ár á hverja plötu, það er ekki mikið,“ segir Eiður. Uppi voru hugmyndir um að hafa tvo diska til viðbótar í boxinu með sjómannalögum og trúarlögum en hætt var við það. Sex ár eru liðin síðan safnplatan Ár og öld með Björgvini kom út. Hún seldist í fimmtán þúsund eintökum en hefur ekki verið fáanleg í eitt og hálft ár. Ekki er búist við jafnmikilli sölu á nýja boxinu enda var það dýrara í framleiðslu og kostar fyrir vikið meira. Björgvin er hæstánægður með útgáfuna. „Þetta er orðið ansi mikið sem maður er búinn að taka þátt í, bæði einsamall og með öðrum. Þetta er hrikalega stór katalógur en það var reynt að búa til svolítið sniðugan pakka.“ Björgvin hefur gefið út hjá Senu og fyrirtækjunum sem komu á undan því síðan um miðjan áttunda áratuginn. „Maður þekkir til þarna og hefur gert marga skemmtilega hluti. Meirihlutann er ég frekar sáttur við en þegar maður gerir svona mikið vill maður gera sumt aftur og annað má betur fara eins og gengur og gerist. En maður er alltaf að reyna að toppa sjálfan sig og gera eitthvað nýtt.“ Hinir árlegu jólatónleikar hans verða í Laugardalshöll á laugardaginn. Aðspurður telur hann tónleikana þá stærstu til þessa, enda 140 manns á sviðinu þegar mest lætur, auk hóps aðstoðarmanna. „Æfingarnar ganga ofsalega vel og við ætlum hvergi að slá af.“ freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira