Skinkuþjófar ógna áströlskum jólum SEV skrifar 1. nóvember 2011 00:01 Illkvittnir þjófar sem stálu sautján tonnum af svínakjöti og beikoni úr áströlsku vöruhúsi í morgun ákváðu að stríða eigendum skinkunnar með því að skilja eftir jólakveðju. ,,Takk og gleðileg jól." máluðu þjófarnir stórum stöfum á vegg Zammit Ham and Bacon Curers vörugeymsluna í Sidney. Kjötinu, sem er metið á minnst 5,3 milljónir króna, virðist hafa verið komið undan gegnum stóra holu á vegg vörugeymslunnar eftir því sem daily Telegraph hefur eftir eiganda hennar, Anthony Zammit. Svínakjöt er hefðbundinn jólamatur í Ástralíu, og varð þessi mikli þjófnaður þess valdandi að fólk óttaðist ekki yrði nóg framboð af því fyrir jól. Zammit býður andvirði ríflega 260 þúsund króna í verðlaun fyrir hvern þann sem veitir vísbendingar sem leiða til þess að kjötið finnist. Hann sagðist þó fullviss um að fyrirtækið næði að anna eftirspurn. ,,Við vinnum allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar og höfum fjölgað starfsfólki." sagði Zammit. ,,Við munum ekki bregðast fólki." Jólafréttir Mest lesið Rauðir og hvítir pakkar í ár Jól Hannyrðir fyrir jólin Jól Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Jól Skreytir tréð fyrsta sunnudag í aðventu Jól Hugleiðingar um aðventu Jól Ágreiningur um eðli jóla Jól Jólasveinaseglar á ísskápinn- sniðug aðventugjöf fyrir krakkana Jól Jólin mikil vinnutörn hjá Svölu Jól Aðventan ýfir upp sárin Jól Endurgerð á ömmusalati Jól
Illkvittnir þjófar sem stálu sautján tonnum af svínakjöti og beikoni úr áströlsku vöruhúsi í morgun ákváðu að stríða eigendum skinkunnar með því að skilja eftir jólakveðju. ,,Takk og gleðileg jól." máluðu þjófarnir stórum stöfum á vegg Zammit Ham and Bacon Curers vörugeymsluna í Sidney. Kjötinu, sem er metið á minnst 5,3 milljónir króna, virðist hafa verið komið undan gegnum stóra holu á vegg vörugeymslunnar eftir því sem daily Telegraph hefur eftir eiganda hennar, Anthony Zammit. Svínakjöt er hefðbundinn jólamatur í Ástralíu, og varð þessi mikli þjófnaður þess valdandi að fólk óttaðist ekki yrði nóg framboð af því fyrir jól. Zammit býður andvirði ríflega 260 þúsund króna í verðlaun fyrir hvern þann sem veitir vísbendingar sem leiða til þess að kjötið finnist. Hann sagðist þó fullviss um að fyrirtækið næði að anna eftirspurn. ,,Við vinnum allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar og höfum fjölgað starfsfólki." sagði Zammit. ,,Við munum ekki bregðast fólki."
Jólafréttir Mest lesið Rauðir og hvítir pakkar í ár Jól Hannyrðir fyrir jólin Jól Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Jól Skreytir tréð fyrsta sunnudag í aðventu Jól Hugleiðingar um aðventu Jól Ágreiningur um eðli jóla Jól Jólasveinaseglar á ísskápinn- sniðug aðventugjöf fyrir krakkana Jól Jólin mikil vinnutörn hjá Svölu Jól Aðventan ýfir upp sárin Jól Endurgerð á ömmusalati Jól