Paradísarmissi slegið á frest 15. desember 2011 16:00 Frestað Paradísarmissi með Bradley Cooper hefur verið frestað um óákveðinn tíma en kynþokkafyllsti maður heims átti að leika sjálfan Lúsifer. Það er ekki bara tóm gleði hjá Bradley Cooper þótt hann hafi verið valinn kynþokkafyllsti karlmaður heims því kvikmynd hans, Paradise Lost, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Framleiðslufyrirtækið Legendary Pictures tók þessa ákvörðun eftir að forsvarsmönnum þess þótti einsýnt að kvikmyndin myndi sprengja kostnaðaráætlunina sem hljóðar upp á 120 milljónir dollara. Cooper átti að leika sjálfan Lúsifer en myndin er innblásin af frægum ljóðabálki eftir John Milton. Leikstjórinn Alex Proyas hafði gert viðamiklar ráðstafanir og áttu tökur að hefjast í Ástralíu innan skamms þegar kallið kom og myndinni var slegið á frest. Aðstandendur myndarinnar hafa lýst því yfir að þessi ákvörðun sé bara tímabundin, unnið sé hörðum höndum að því að lækka framleiðslukostnaðinn og því muni tökur hefjast innan skamms. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem jafnstór mynd er látin ganga gegnum hreinsunareld niðurskurðarhnífsins. Disney tilkynnti á árinu að fyrirtækið hygðist skoða fjármögnun hasar-kúrekamyndarinnar Lone Ranger örlítið betur en Jerry Bruckheimer og Gore Verbinski stóðu að myndinni. Kostnaðurinn við þá mynd var sagður geta sprengt 250 milljón dollara markið en Bruckheimer og Verbinski eru sannfærðir um að þeir geti lækkað hann niður í 215 milljónir, meðal annars með því að semja upp á nýtt við aðalleikarann, Johnny Depp. - fgg Lífið Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Sjá meira
Það er ekki bara tóm gleði hjá Bradley Cooper þótt hann hafi verið valinn kynþokkafyllsti karlmaður heims því kvikmynd hans, Paradise Lost, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Framleiðslufyrirtækið Legendary Pictures tók þessa ákvörðun eftir að forsvarsmönnum þess þótti einsýnt að kvikmyndin myndi sprengja kostnaðaráætlunina sem hljóðar upp á 120 milljónir dollara. Cooper átti að leika sjálfan Lúsifer en myndin er innblásin af frægum ljóðabálki eftir John Milton. Leikstjórinn Alex Proyas hafði gert viðamiklar ráðstafanir og áttu tökur að hefjast í Ástralíu innan skamms þegar kallið kom og myndinni var slegið á frest. Aðstandendur myndarinnar hafa lýst því yfir að þessi ákvörðun sé bara tímabundin, unnið sé hörðum höndum að því að lækka framleiðslukostnaðinn og því muni tökur hefjast innan skamms. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem jafnstór mynd er látin ganga gegnum hreinsunareld niðurskurðarhnífsins. Disney tilkynnti á árinu að fyrirtækið hygðist skoða fjármögnun hasar-kúrekamyndarinnar Lone Ranger örlítið betur en Jerry Bruckheimer og Gore Verbinski stóðu að myndinni. Kostnaðurinn við þá mynd var sagður geta sprengt 250 milljón dollara markið en Bruckheimer og Verbinski eru sannfærðir um að þeir geti lækkað hann niður í 215 milljónir, meðal annars með því að semja upp á nýtt við aðalleikarann, Johnny Depp. - fgg
Lífið Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Sjá meira