Mugison með sex tilnefningar 17. desember 2011 11:00 María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna, greinir frá tilnefningunum. Beggja vegna hennar eru Stuðmennirnir fyrrverandi, Egill Ólafsson og Ragnhildur Gísladóttir. Fréttablaðið/Valli Tilkynnt var um verðlaunaplötur Kraums í gær og einnig um tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Sex íslenskar plötur hlutu Kraumsverðlaunin í gær, eða nýjustu plötur ADHD, Lay Low, Reykjavík!, Samaris, Sin Fang og Sóleyjar. Að mati dómnefndarinnar eiga þær það sameiginlegt að vera frumlegar, spennandi og skemmtilegar. Alls voru tuttugu plötur tilnefndar til verðlaunanna en formaður dómnefndar er blaðamaðurinn Árni Matthíasson. Kraumur mun leggja metnað við að styðja alla þá titla sem eru valdir á Kraumslistann, frekar en að einblína á eina einstaka verðlaunaplötu. Sjóðurinn mun styðja við Kraumslistaplöturnar og jafnframt auka við möguleika listamannanna á bak við þær að koma verkum sínum á framfæri erlendis. Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru einnig tilkynntar í gær. Mugison og GusGus fengu flestar tilnefningar, fyrir plöturnar Haglél og Arabian Horse, eða sex talsins. Á eftir þeim komu Lay Low og Björk með fimm tilnefningar hvor og Of Monsters and Men með þrjár. Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í Silfurbergi, Hörpu, 29. febrúar. Tónlist Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tilkynnt var um verðlaunaplötur Kraums í gær og einnig um tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Sex íslenskar plötur hlutu Kraumsverðlaunin í gær, eða nýjustu plötur ADHD, Lay Low, Reykjavík!, Samaris, Sin Fang og Sóleyjar. Að mati dómnefndarinnar eiga þær það sameiginlegt að vera frumlegar, spennandi og skemmtilegar. Alls voru tuttugu plötur tilnefndar til verðlaunanna en formaður dómnefndar er blaðamaðurinn Árni Matthíasson. Kraumur mun leggja metnað við að styðja alla þá titla sem eru valdir á Kraumslistann, frekar en að einblína á eina einstaka verðlaunaplötu. Sjóðurinn mun styðja við Kraumslistaplöturnar og jafnframt auka við möguleika listamannanna á bak við þær að koma verkum sínum á framfæri erlendis. Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru einnig tilkynntar í gær. Mugison og GusGus fengu flestar tilnefningar, fyrir plöturnar Haglél og Arabian Horse, eða sex talsins. Á eftir þeim komu Lay Low og Björk með fimm tilnefningar hvor og Of Monsters and Men með þrjár. Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í Silfurbergi, Hörpu, 29. febrúar.
Tónlist Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira