Hannar uppvakninga fyrir næstu stórmynd Brad Pitt 28. desember 2011 11:00 Mikið brelluverk Fyrsta stiklan úr John Carter var frumsýnd fyrir skemmstu, en Ummi Guðjónsson (til vinstri) kom að gerð hennar. Hún er mikið tæknibrelluþrekvirki og hafði Ummi yfirumsjón með því að hreinsa út allan vitnisburð um tölvutæknibrellur og kvikun. Ummi hannar þessa dagana uppvakninga fyrir nýjustu kvikmynd Brad Pitt, World War Z. „Við erum komnir mjög stutt á veg með World War Z en hún verður sérstök og mjög áhugaverð," segir Unnsteinn Guðjónsson, eða Ummi eins og hann er alla jafna kallaður. Ummi vinnur hjá Moving Pictures Company í London sem hefur yfirumsjón með gerð tæknibrellna fyrir kvikmynd Brad Pitt, World War Z. Meðal verkefna Umma er að hanna uppvakninga fyrir mynd stórstjörnunnar. Ummi er enginn nýgræðingur í þessu fagi, hefur unnið við kvikmyndir á borð við Batman Begins, tvær Harry Potter-kvikmyndir og svo myndina sem öllu breytti; Avatar. Þrívíddartæknin sem James Cameron bauð upp á í þeirri mynd hefur gjörbylt allri kvikmyndagerðinni í Hollywood og gert starf Umma og fleiri tölvutæknibrellumeistara að einu því mikilvægasta í kvikmyndabransanum um þessar mundir. Enda viðurkennir Ummi að hann hafi úr nægum verkefnum að moða. „Þetta er mjög fínn tími til að vinna í þessu," segir Ummi, sem hætti nýlega hjá fyrirtækinu Cinesite og er nú á mála hjá Moving Pictures Company. „Þeir buðu mjög góða stöðu og munurinn á þeirra fyrirtæki og hinu sem ég var hjá er að þeir hafa gríðarlega mikið af verkefnum. Ég ræð mér líka meira sjálfur og ber ábyrgð á minni deild," útskýrir Ummi, en Moving Pictures Company er eitt virtasta og fremsta fyrirtækið í eftirvinnslu og tölvutæknibrellum um þessar mundir og sá meðal annars um þessa hluti fyrir síðustu Harry Potter-myndina, X-Men: First Class og sjóræningjamyndina On Stranger Tides. Áður en Ummi kvaddi sinn gamla vinnustað lauk hann störfum við kvikmynd sem hefur verið lengi inni á borði hjá honum, John Carter. Myndin er byggð á samnefndri sögu Edgar Rice Burroughs, höfundar Tarzans, og stikla úr henni var nýlega frumsýnd á netinu. „John Carter var ekki auðvelt verkefni og fór raunar ansi nálægt því að keyra mörg fyrirtæki í þrot. En þetta er eitt besta verkefni sem ég hef gert og ég var á heimavelli í því sem ég var að gera. Myndin er eitt stærsta verkefnið sem hefur verið unnið í London," segir Ummi, sem hafði yfirumsjón með því að hreinsa burt allan vitnisburð um tölvutæknibrellur og „animation" eða kvikun og hafði tvo til fjóra starfsmenn sér til halds og trausts. Þeir sem hafa séð stikluna geta rétt ímyndað sér hvernig sú vinna hefur verið. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
„Við erum komnir mjög stutt á veg með World War Z en hún verður sérstök og mjög áhugaverð," segir Unnsteinn Guðjónsson, eða Ummi eins og hann er alla jafna kallaður. Ummi vinnur hjá Moving Pictures Company í London sem hefur yfirumsjón með gerð tæknibrellna fyrir kvikmynd Brad Pitt, World War Z. Meðal verkefna Umma er að hanna uppvakninga fyrir mynd stórstjörnunnar. Ummi er enginn nýgræðingur í þessu fagi, hefur unnið við kvikmyndir á borð við Batman Begins, tvær Harry Potter-kvikmyndir og svo myndina sem öllu breytti; Avatar. Þrívíddartæknin sem James Cameron bauð upp á í þeirri mynd hefur gjörbylt allri kvikmyndagerðinni í Hollywood og gert starf Umma og fleiri tölvutæknibrellumeistara að einu því mikilvægasta í kvikmyndabransanum um þessar mundir. Enda viðurkennir Ummi að hann hafi úr nægum verkefnum að moða. „Þetta er mjög fínn tími til að vinna í þessu," segir Ummi, sem hætti nýlega hjá fyrirtækinu Cinesite og er nú á mála hjá Moving Pictures Company. „Þeir buðu mjög góða stöðu og munurinn á þeirra fyrirtæki og hinu sem ég var hjá er að þeir hafa gríðarlega mikið af verkefnum. Ég ræð mér líka meira sjálfur og ber ábyrgð á minni deild," útskýrir Ummi, en Moving Pictures Company er eitt virtasta og fremsta fyrirtækið í eftirvinnslu og tölvutæknibrellum um þessar mundir og sá meðal annars um þessa hluti fyrir síðustu Harry Potter-myndina, X-Men: First Class og sjóræningjamyndina On Stranger Tides. Áður en Ummi kvaddi sinn gamla vinnustað lauk hann störfum við kvikmynd sem hefur verið lengi inni á borði hjá honum, John Carter. Myndin er byggð á samnefndri sögu Edgar Rice Burroughs, höfundar Tarzans, og stikla úr henni var nýlega frumsýnd á netinu. „John Carter var ekki auðvelt verkefni og fór raunar ansi nálægt því að keyra mörg fyrirtæki í þrot. En þetta er eitt besta verkefni sem ég hef gert og ég var á heimavelli í því sem ég var að gera. Myndin er eitt stærsta verkefnið sem hefur verið unnið í London," segir Ummi, sem hafði yfirumsjón með því að hreinsa burt allan vitnisburð um tölvutæknibrellur og „animation" eða kvikun og hafði tvo til fjóra starfsmenn sér til halds og trausts. Þeir sem hafa séð stikluna geta rétt ímyndað sér hvernig sú vinna hefur verið. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“