Dyggir aðdáendur gætu fengið sjokk 29. desember 2011 16:00 Hjaltalín. Hjaltalín mun flytja mikið af nýju efni á tónleikum á Faktorý í kvöld. Upptökur fyrir þriðju breiðskífu sveitarinnar hefjast í janúar. Nýja efnið er töluvert ólíkt því sem sveitin hefur gert áður, og lýsa hljómsveitarmeðlimir því sem dekkri útgáfu af Hjaltalín. „Við erum mjög spennt fyrir þessu," segir Viktor Orri Árnason, fiðluleikari og Hjaltalínmeðlimur. Hjaltalín kemur fram á tónleikum á Faktorý í kvöld, en sveitin hefur staðið í ströngu undanfarið við æfingar á nýju efni, sem tónleikagestum gefst færi á að heyra í kvöld. „Við ætlum eiginlega að reyna að spila sem flest ný lög sem verða á næstu plötu. En svo verðum við að taka eitthvað eldra til að minna fólk á að við erum ekki búin að gleyma hinum lögunum." Hjaltalín stefnir á stúdíó strax í janúarbyrjun til að hefja upptökur fyrir næstu plötu, sem hljómsveitarmeðlimir vonast til að komi út einhvern tíma á árinu. Viktor segir sveitina breyta aðeins um stefnu með nýja efninu og hlakkar til að heyra viðbrögð fólks. „Við förum í svolítið nýja átt sem er töluvert dekkri en áður. Þeir sem eru dyggir aðdáendur Hjaltalíns munu kannski fá smá sjokk, eðlilega, en við erum rosalega ánægð með þetta efni, þótt það verði ekki komið í fullkomna mynd fyrr en á nýju plötunni." Önnur plata Hjaltalíns, Terminal, kom út fyrir tveimur árum og fékk feykilega góðar viðtökur. Í kjölfarið var sveitin áberandi og spilaði á fjölda tónleika, bæði hér heima og erlendis. Á líðandi ári hefur ekki heyrst jafn mikið frá henni, enda hafa meðlimir sveitarinnar verið búsettir í ólíkum löndum og sinnt eigin verkefnum. „Við höfum verið dreifð, hvert í sinni vinnu og tónlistarheimi. En við erum svo heppin að búa við þessar aðstæður sem netið gefur okkur, við erum alltaf að ræða saman, deila hugmyndum og jafnvel taka upp demó sem við sendum á milli," segir Viktor og bætir við að þetta fyrirkomulag hafi í raun orðið til þess að nýju lögin séu unnin í meiri samvinnu af öllum meðlimum en áður. „Það skrýtna sem hefur gerst er að þótt við séum ekki í sama landi semjum við miklu meira saman en áður. Við tökum öll mun meiri þátt í öllu ferlinu, sem hefur verið virkilega skemmtilegt." Þótt Hjaltalín hafi ekki látið mikið á sér bera árið 2011 hafa hinir sjö meðlimir sveitarinnar verið mjög virkir í tónlistarlífinu. Viktor segir alla reynsluna sem þau hafi aflað sér undanfarin tvö ár hafa áhrif á nýju lagasmíðarnar. „Þessar mismunandi áttir sem við fórum í hafa klárlega haft mikil áhrif. Högni hefur unnið mikið með GusGus, Hjörtur gaf út plötu og Sigríður og Guðmundur Óskar spiluðu mikið saman. Svo erum við hin í námi og ég sjálfur í mínu tónlistarnámi úti í Berlín í allt öðrum tónlistarheimi. Þetta nýtist allt ótrúlega vel þegar við komum saman, því við höfum mjög sterkar mismunandi hugmyndir sem stangast oft á. Á endanum verður svo tónlist til sem er vonandi eitthvað nýtt. Við erum svolítið að leita og prófa okkur áfram og finnst þetta spennandi og skemmtilegt." Tónleikarnir á Faktorý hefjast klukkan 22 og aðgangseyrir er 1.500 krónur. bergthora@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Hjaltalín mun flytja mikið af nýju efni á tónleikum á Faktorý í kvöld. Upptökur fyrir þriðju breiðskífu sveitarinnar hefjast í janúar. Nýja efnið er töluvert ólíkt því sem sveitin hefur gert áður, og lýsa hljómsveitarmeðlimir því sem dekkri útgáfu af Hjaltalín. „Við erum mjög spennt fyrir þessu," segir Viktor Orri Árnason, fiðluleikari og Hjaltalínmeðlimur. Hjaltalín kemur fram á tónleikum á Faktorý í kvöld, en sveitin hefur staðið í ströngu undanfarið við æfingar á nýju efni, sem tónleikagestum gefst færi á að heyra í kvöld. „Við ætlum eiginlega að reyna að spila sem flest ný lög sem verða á næstu plötu. En svo verðum við að taka eitthvað eldra til að minna fólk á að við erum ekki búin að gleyma hinum lögunum." Hjaltalín stefnir á stúdíó strax í janúarbyrjun til að hefja upptökur fyrir næstu plötu, sem hljómsveitarmeðlimir vonast til að komi út einhvern tíma á árinu. Viktor segir sveitina breyta aðeins um stefnu með nýja efninu og hlakkar til að heyra viðbrögð fólks. „Við förum í svolítið nýja átt sem er töluvert dekkri en áður. Þeir sem eru dyggir aðdáendur Hjaltalíns munu kannski fá smá sjokk, eðlilega, en við erum rosalega ánægð með þetta efni, þótt það verði ekki komið í fullkomna mynd fyrr en á nýju plötunni." Önnur plata Hjaltalíns, Terminal, kom út fyrir tveimur árum og fékk feykilega góðar viðtökur. Í kjölfarið var sveitin áberandi og spilaði á fjölda tónleika, bæði hér heima og erlendis. Á líðandi ári hefur ekki heyrst jafn mikið frá henni, enda hafa meðlimir sveitarinnar verið búsettir í ólíkum löndum og sinnt eigin verkefnum. „Við höfum verið dreifð, hvert í sinni vinnu og tónlistarheimi. En við erum svo heppin að búa við þessar aðstæður sem netið gefur okkur, við erum alltaf að ræða saman, deila hugmyndum og jafnvel taka upp demó sem við sendum á milli," segir Viktor og bætir við að þetta fyrirkomulag hafi í raun orðið til þess að nýju lögin séu unnin í meiri samvinnu af öllum meðlimum en áður. „Það skrýtna sem hefur gerst er að þótt við séum ekki í sama landi semjum við miklu meira saman en áður. Við tökum öll mun meiri þátt í öllu ferlinu, sem hefur verið virkilega skemmtilegt." Þótt Hjaltalín hafi ekki látið mikið á sér bera árið 2011 hafa hinir sjö meðlimir sveitarinnar verið mjög virkir í tónlistarlífinu. Viktor segir alla reynsluna sem þau hafi aflað sér undanfarin tvö ár hafa áhrif á nýju lagasmíðarnar. „Þessar mismunandi áttir sem við fórum í hafa klárlega haft mikil áhrif. Högni hefur unnið mikið með GusGus, Hjörtur gaf út plötu og Sigríður og Guðmundur Óskar spiluðu mikið saman. Svo erum við hin í námi og ég sjálfur í mínu tónlistarnámi úti í Berlín í allt öðrum tónlistarheimi. Þetta nýtist allt ótrúlega vel þegar við komum saman, því við höfum mjög sterkar mismunandi hugmyndir sem stangast oft á. Á endanum verður svo tónlist til sem er vonandi eitthvað nýtt. Við erum svolítið að leita og prófa okkur áfram og finnst þetta spennandi og skemmtilegt." Tónleikarnir á Faktorý hefjast klukkan 22 og aðgangseyrir er 1.500 krónur. bergthora@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning