Bölvun hamingjunnar Atli Fannar Bjarkason skrifar 29. janúar 2011 06:00 Ég er með ritstíflu. Orðin eru til staðar, en hæfileikinn til að raða þeim saman og mynda skemmtilegar setningar er ekki til staðar. Ég veit upp á hár af hverju. Síðustu vikur hef ég unnið kerfisbundið að því að bæta líf mitt og skrifað um það í þetta blað. Ég borða betur, drekk hvorki gos né áfengi og ofan á það hreyfi ég mig reglulega. Þessar stórkostlegu breytingar á lífsmynstrinu hafa orðið til þess að mér líður talsvert betur en áður. Undirhakan sem var byrjuð að koma sér fyrir er horfin og loftið lekur hratt og örugglega úr ístrubelgnum. Andlegar framfarir eru einnig miklar og ég get meira að segja sagst vera nokkuð hamingjusamur – ástand sem hefur í gegnum tíðina verið óreglulegt. Það er nefnilega auðvelt að finna tímabundna hamingju. Fólk finnur hana til dæmis á diskum, í flöskum og að sjálfsögðu í rúmum. Stundum í rúmum ókunnugra. Endorfín hlýtur að vera vísindalegt samheiti yfir skammvinna hamingju. Matur, áfengi og kynlíf geta leyst þetta kröftuga taugaboðefni úr læðingi og valdið æðislegri sælu, sem fullt af fólki verður háð með hörmulegum afleiðingum. Niðurtúrinn í hversdagsleikann getur verið djöfullegur og þá verða oft stórkostlegir hlutir til. Þunglyndi er rót sköpunar og ætli maður að skrifa texta, semja lög eða mála mynd getur brotin og þjökuð sál gert kraftaverk. Þetta veldur mér áhyggjum því títtnefndar lífsstílsbreytingarnar hafa gert mig að sköpunarlegu úrhraki. Áður gat ég ekki blikkað augunum án þess að fá hugmynd, en í dag er ég jafn skapandi og leiðbeinandi á námskeiði Dale Carnegie. Merkustu listamenn sögunnar voru flestir drykkfelldir þunglyndissjúklingar og þeir sem svífa stöðugt um á bleiku skýi eru yfirleitt einfeldningar og/eða eiturlyfjafíklar. Hamingjusamt fólk hefur ekkert fram að færa til skapandi samfélags. Hugmyndir hamingjusamra eru lélegar, boðskapur þeirra er yfirborðskenndur og atgervi þeirra er yfirlætisfullt. Þess vegna eru svona fáir bílasalar góðir tónlistarmenn – og öfugt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun
Ég er með ritstíflu. Orðin eru til staðar, en hæfileikinn til að raða þeim saman og mynda skemmtilegar setningar er ekki til staðar. Ég veit upp á hár af hverju. Síðustu vikur hef ég unnið kerfisbundið að því að bæta líf mitt og skrifað um það í þetta blað. Ég borða betur, drekk hvorki gos né áfengi og ofan á það hreyfi ég mig reglulega. Þessar stórkostlegu breytingar á lífsmynstrinu hafa orðið til þess að mér líður talsvert betur en áður. Undirhakan sem var byrjuð að koma sér fyrir er horfin og loftið lekur hratt og örugglega úr ístrubelgnum. Andlegar framfarir eru einnig miklar og ég get meira að segja sagst vera nokkuð hamingjusamur – ástand sem hefur í gegnum tíðina verið óreglulegt. Það er nefnilega auðvelt að finna tímabundna hamingju. Fólk finnur hana til dæmis á diskum, í flöskum og að sjálfsögðu í rúmum. Stundum í rúmum ókunnugra. Endorfín hlýtur að vera vísindalegt samheiti yfir skammvinna hamingju. Matur, áfengi og kynlíf geta leyst þetta kröftuga taugaboðefni úr læðingi og valdið æðislegri sælu, sem fullt af fólki verður háð með hörmulegum afleiðingum. Niðurtúrinn í hversdagsleikann getur verið djöfullegur og þá verða oft stórkostlegir hlutir til. Þunglyndi er rót sköpunar og ætli maður að skrifa texta, semja lög eða mála mynd getur brotin og þjökuð sál gert kraftaverk. Þetta veldur mér áhyggjum því títtnefndar lífsstílsbreytingarnar hafa gert mig að sköpunarlegu úrhraki. Áður gat ég ekki blikkað augunum án þess að fá hugmynd, en í dag er ég jafn skapandi og leiðbeinandi á námskeiði Dale Carnegie. Merkustu listamenn sögunnar voru flestir drykkfelldir þunglyndissjúklingar og þeir sem svífa stöðugt um á bleiku skýi eru yfirleitt einfeldningar og/eða eiturlyfjafíklar. Hamingjusamt fólk hefur ekkert fram að færa til skapandi samfélags. Hugmyndir hamingjusamra eru lélegar, boðskapur þeirra er yfirborðskenndur og atgervi þeirra er yfirlætisfullt. Þess vegna eru svona fáir bílasalar góðir tónlistarmenn – og öfugt.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun