Góður biti í hundskjaft Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 5. janúar 2011 06:00 Little Fockers. Bíó Little Fockers Leikstjóri: Paul WeitzAðalhlutverk: Robert De Niro, Ben Stiller, Owen Wilson, Blythe Danner, Teri Polo, Jessica Alba, Dustin Hoffman, Barbra Streisand.Í þriðja sinn fáum við að fylgjast með ævintýrum Gaylords Focker og fjölskyldu hans. Þessu úr sér gengna orðagríni hlær fólk enn að og Little Fockers er vinsælasta myndin í Bandaríkjunum í dag. Gaylord á enn í köldu stríði við tengdó og í þetta sinn er vígvöllurinn afmælisveisla litlu Focker-tvíburanna.Sú arinhilla er ekki til í heiminum sem myndi rúma alla þá verðlaunagripi sem leikarahópur myndarinnar hefur sankað að sér í gegnum tíðina. Robert De Niro og Dustin Hoffman voru meðal allra virtustu leikara Hollywood á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Samanlagt hafa þeir verið tilnefndir þrettán sinnum til Óskarsverðlauna og unnið þau fjórum sinnum. Hvernig getur dómgreind slíkra manna orðið það slæm að þeir ákveða að taka þátt í jafn dapurri framleiðslu og þessari?Little Fockers er ekki versta kvikmynd ársins 2010, og sennilega gerðist ég sekur um að brosa út í annað nokkrum sinnum. Ef fólki nægir að geta glott yfir gamanmyndum þá mun það vafalaust skemmta sér ágætlega. Ég hvet þó fólk til að gera meiri kröfur en það. Á meðan svona myndir fara beint á topp vinsældalistanna er engin ástæða til að gera betur. Þessi hæfileikaríki mannskapur á nefnilega að vera fær um að gera eitthvað sprenghlægilegt og stórmerkilegt.Niðurstaða: Ekki mikið um hlátur hér. Sóun á góðum mannafla. Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bíó Little Fockers Leikstjóri: Paul WeitzAðalhlutverk: Robert De Niro, Ben Stiller, Owen Wilson, Blythe Danner, Teri Polo, Jessica Alba, Dustin Hoffman, Barbra Streisand.Í þriðja sinn fáum við að fylgjast með ævintýrum Gaylords Focker og fjölskyldu hans. Þessu úr sér gengna orðagríni hlær fólk enn að og Little Fockers er vinsælasta myndin í Bandaríkjunum í dag. Gaylord á enn í köldu stríði við tengdó og í þetta sinn er vígvöllurinn afmælisveisla litlu Focker-tvíburanna.Sú arinhilla er ekki til í heiminum sem myndi rúma alla þá verðlaunagripi sem leikarahópur myndarinnar hefur sankað að sér í gegnum tíðina. Robert De Niro og Dustin Hoffman voru meðal allra virtustu leikara Hollywood á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Samanlagt hafa þeir verið tilnefndir þrettán sinnum til Óskarsverðlauna og unnið þau fjórum sinnum. Hvernig getur dómgreind slíkra manna orðið það slæm að þeir ákveða að taka þátt í jafn dapurri framleiðslu og þessari?Little Fockers er ekki versta kvikmynd ársins 2010, og sennilega gerðist ég sekur um að brosa út í annað nokkrum sinnum. Ef fólki nægir að geta glott yfir gamanmyndum þá mun það vafalaust skemmta sér ágætlega. Ég hvet þó fólk til að gera meiri kröfur en það. Á meðan svona myndir fara beint á topp vinsældalistanna er engin ástæða til að gera betur. Þessi hæfileikaríki mannskapur á nefnilega að vera fær um að gera eitthvað sprenghlægilegt og stórmerkilegt.Niðurstaða: Ekki mikið um hlátur hér. Sóun á góðum mannafla.
Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira