Skuldsett vegna ónýtra sílíkonpúða 8. janúar 2012 20:30 Ung kona stendur uppi skuldug eftir að skipta þurfti um PIP sílikonpúða í henni sem fóru að leka í lok síðasta árs. Hún fékk púðana árið 2008 og fann fyrir óþægindum allt þar til skipt var um þá. Kristín Tinna er ein fjögur hundruð kvenna sem fékk grædda í sig sílikonpúða hjá Jens Kjartanssyni lýtalækni á árunum 2000 til 2010. Hann notaði púða frá franska framleiðandanum PIP en komið hefur í ljós að púðarnir eru gallaðir en meiri líkur eru á að púðarnir leki en aðrir púðar. Kristín fór fyrst í aðgerð hjá Jens í apríl 2008. „Ég var svolítið lengi að jafna mig eftir aðgerðina og átti erfitt með að sofa á hliðinni og gat lítið sofið á nóttunni. Ég fann alltaf fyrir verkjum í brjóstunum sem að ég hélt að væri bara eðliilegt, þar sem þetta er náttúrulega undir vöðva," segir Kristín. Óþægindin ágerðust með tímanum. Fyrir ári síðan ákvað hún að láta líta á sig þar sem hún var oft með verki sem leiddu út í aðra höndina. Þá var hún send í sónar en ekkert sást. „Síðan núna í vor þá fæ ég svona litla kúlu eða svona lítinn hnút undir brjóstið. Ég hugsaði strax að ég væri komin með krabbamein." Hún leitaði á heilsugæslu en læknirinn þar vildi lítið skoða brjóstin og sendi hana heim. Í haust fannst henni hnúturinn hafa breyst og ákvað að fara í krabbameinsskoðun. „Þannig að ég fór í krabbameinsskoðun og þá kemur í ljós að þetta er uppsafnað sílikon sem var búið að leka af því að púðinn var rifinn. Samt er kominn, ég held að það sé meira að segja minna en ár síðan að ég lét líta á brjóstin. Þetta var svona eins og hálf golfkúla sem hafði myndast undir brjóstinu." Í framhaldinu pantaði Kristín Tinna tíma hjá Jens til að fá nýja sílikonpúða í nóvember síðastliðinum. Þar tjáði hann henni að tjónið væri alfarið hennar. „Hann sagði að það væru sex prósent líkur að þetta gæti komið fyrir og að ég væri óheppinn að lenda í þessum sex prósentum og ég þyrfti að borga fullt gjald sem er 410 þúsund." Þegar hún sagði honum að hún hefði ekki efni á því bauðst hann til að gefa henni afslátt og greiddi hún á endanum 320 þúsund fyrir að losna við púðana sem láku og fá nýja í staðinn. Hún segir það mikla peninga fyrir sig enda samdi hún við bankann sinn um að greiða það næsta árið. Kristín Tinna segir allt annað líf eftir að hún fékk nýju púðna og finnur ekkert fyrir þeim. Alls hefur hún lagt út tæplega sex hundruð þúsund krónur fyrir báðar aðgerðirnar. Hún íhugar málsókn á hendur Jens til að fá seinni aðgerðina endurgreidda. „Ég vil bara enda á núlli, ég er ekkert að leita eftir neinum peningum." PIP-brjóstapúðar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ung kona stendur uppi skuldug eftir að skipta þurfti um PIP sílikonpúða í henni sem fóru að leka í lok síðasta árs. Hún fékk púðana árið 2008 og fann fyrir óþægindum allt þar til skipt var um þá. Kristín Tinna er ein fjögur hundruð kvenna sem fékk grædda í sig sílikonpúða hjá Jens Kjartanssyni lýtalækni á árunum 2000 til 2010. Hann notaði púða frá franska framleiðandanum PIP en komið hefur í ljós að púðarnir eru gallaðir en meiri líkur eru á að púðarnir leki en aðrir púðar. Kristín fór fyrst í aðgerð hjá Jens í apríl 2008. „Ég var svolítið lengi að jafna mig eftir aðgerðina og átti erfitt með að sofa á hliðinni og gat lítið sofið á nóttunni. Ég fann alltaf fyrir verkjum í brjóstunum sem að ég hélt að væri bara eðliilegt, þar sem þetta er náttúrulega undir vöðva," segir Kristín. Óþægindin ágerðust með tímanum. Fyrir ári síðan ákvað hún að láta líta á sig þar sem hún var oft með verki sem leiddu út í aðra höndina. Þá var hún send í sónar en ekkert sást. „Síðan núna í vor þá fæ ég svona litla kúlu eða svona lítinn hnút undir brjóstið. Ég hugsaði strax að ég væri komin með krabbamein." Hún leitaði á heilsugæslu en læknirinn þar vildi lítið skoða brjóstin og sendi hana heim. Í haust fannst henni hnúturinn hafa breyst og ákvað að fara í krabbameinsskoðun. „Þannig að ég fór í krabbameinsskoðun og þá kemur í ljós að þetta er uppsafnað sílikon sem var búið að leka af því að púðinn var rifinn. Samt er kominn, ég held að það sé meira að segja minna en ár síðan að ég lét líta á brjóstin. Þetta var svona eins og hálf golfkúla sem hafði myndast undir brjóstinu." Í framhaldinu pantaði Kristín Tinna tíma hjá Jens til að fá nýja sílikonpúða í nóvember síðastliðinum. Þar tjáði hann henni að tjónið væri alfarið hennar. „Hann sagði að það væru sex prósent líkur að þetta gæti komið fyrir og að ég væri óheppinn að lenda í þessum sex prósentum og ég þyrfti að borga fullt gjald sem er 410 þúsund." Þegar hún sagði honum að hún hefði ekki efni á því bauðst hann til að gefa henni afslátt og greiddi hún á endanum 320 þúsund fyrir að losna við púðana sem láku og fá nýja í staðinn. Hún segir það mikla peninga fyrir sig enda samdi hún við bankann sinn um að greiða það næsta árið. Kristín Tinna segir allt annað líf eftir að hún fékk nýju púðna og finnur ekkert fyrir þeim. Alls hefur hún lagt út tæplega sex hundruð þúsund krónur fyrir báðar aðgerðirnar. Hún íhugar málsókn á hendur Jens til að fá seinni aðgerðina endurgreidda. „Ég vil bara enda á núlli, ég er ekkert að leita eftir neinum peningum."
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira