Pólverjar unnu Dani - Danir stigalausir inn í milliriðilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2012 18:54 Mynd/AFP Pólverjar unnu eins marka sigur á Dönum, 27-26, í lokaleik þjóðanna í A-riðli á EM í handbolta í Serbíu í dag en það má segja að þarna hafi verið á ferðinni fyrsti leikur liðanna í milliriðli. Bæði lið voru komin áfram og stigin úr leiknum fylgja þeim því inn í milliriðilinn. Danir fóru illa að ráði sínu í þessum leik því þeir náðu mest fimm marka forskoti í seinni hálfleiknum og á lokakafla leiksins klúðruðu þeir góðri stöðu. Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson dæmdu leikinn og komust vel frá erfiðum leik. Danir voru ekki alltof sáttir í leikslok en þeir spiluðu mjög óskynsamlega á lokakaflanum og geta sjálfum sér um kennt. Grzegorz Tkaczyk skoraði 7 mörk fyrir Pólverja og Michal Jurecki var með 6 mörk. Besti maður liðsins var þó markvörðurinn Marcin Wichary sem varði alls 17 skot og 50 prósent skota sem á hann komu. Thomas Mogensen skoraði mest fyrir Dani eða fjögur mörk. Danir skoruðu tvö fyrstu mörkin í leiknum en Pólverjar jöfnuðu strax og síðan var jafnt á næstu tölum þar til að Danir skoruðu fimm mörk í röð og komust í 11-7. Danir voru með gott forskot í framhaldi af þessum flotta kafla og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 14-10. Niklas Landin varði 9 skot í fyrri hálfleiknum. Pólverjar skoruðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í tvö mörk, 14-12 en Danir voru fljótir að komast fimm mörkum yfir, 17-12. Pólska liðið var þó ekkert á því að gefast upp. Pólverjar náðu frábærum kafla um miðjan seinni hálfleikinn og breyttu þá stöðunni úr 14-19 í 21-21 á aðeins tíu mínútum. Lars Christiansen lét Marcin Wichary verja frá sér tvö víti á þessum kafla. Danir voru áfram með frumkvæðið og náðu aftur tveggja marka forskoti en Pólverjar voru ekkert á því að gefa sig og lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Danir komust einu marki yfir í 25-24 og voru síðan með boltann einum manni fleiri. Pólverjar náðu þá tveimur hraðaupphlaupsmörkum í röð, manni færri, og komust yfir í 26-25. Danir létu Marcin Wichary síðan verja frá sér einu sinni enn og Michal Jurecki nánast innsiglaði sigur Pólverja með því að koma þeim í 27-25. Hans Lindberg minnkaði muninn í leikslok en það var ekki nóg og Pólverjar fögnuðu mikilvægum sigri.Úrslit og staðan í öllum riðlum. Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Pólverjar unnu eins marka sigur á Dönum, 27-26, í lokaleik þjóðanna í A-riðli á EM í handbolta í Serbíu í dag en það má segja að þarna hafi verið á ferðinni fyrsti leikur liðanna í milliriðli. Bæði lið voru komin áfram og stigin úr leiknum fylgja þeim því inn í milliriðilinn. Danir fóru illa að ráði sínu í þessum leik því þeir náðu mest fimm marka forskoti í seinni hálfleiknum og á lokakafla leiksins klúðruðu þeir góðri stöðu. Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson dæmdu leikinn og komust vel frá erfiðum leik. Danir voru ekki alltof sáttir í leikslok en þeir spiluðu mjög óskynsamlega á lokakaflanum og geta sjálfum sér um kennt. Grzegorz Tkaczyk skoraði 7 mörk fyrir Pólverja og Michal Jurecki var með 6 mörk. Besti maður liðsins var þó markvörðurinn Marcin Wichary sem varði alls 17 skot og 50 prósent skota sem á hann komu. Thomas Mogensen skoraði mest fyrir Dani eða fjögur mörk. Danir skoruðu tvö fyrstu mörkin í leiknum en Pólverjar jöfnuðu strax og síðan var jafnt á næstu tölum þar til að Danir skoruðu fimm mörk í röð og komust í 11-7. Danir voru með gott forskot í framhaldi af þessum flotta kafla og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 14-10. Niklas Landin varði 9 skot í fyrri hálfleiknum. Pólverjar skoruðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í tvö mörk, 14-12 en Danir voru fljótir að komast fimm mörkum yfir, 17-12. Pólska liðið var þó ekkert á því að gefast upp. Pólverjar náðu frábærum kafla um miðjan seinni hálfleikinn og breyttu þá stöðunni úr 14-19 í 21-21 á aðeins tíu mínútum. Lars Christiansen lét Marcin Wichary verja frá sér tvö víti á þessum kafla. Danir voru áfram með frumkvæðið og náðu aftur tveggja marka forskoti en Pólverjar voru ekkert á því að gefa sig og lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Danir komust einu marki yfir í 25-24 og voru síðan með boltann einum manni fleiri. Pólverjar náðu þá tveimur hraðaupphlaupsmörkum í röð, manni færri, og komust yfir í 26-25. Danir létu Marcin Wichary síðan verja frá sér einu sinni enn og Michal Jurecki nánast innsiglaði sigur Pólverja með því að koma þeim í 27-25. Hans Lindberg minnkaði muninn í leikslok en það var ekki nóg og Pólverjar fögnuðu mikilvægum sigri.Úrslit og staðan í öllum riðlum.
Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira