Eli Manning og félagar grýttu meisturunum úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. janúar 2012 08:59 Eli Manning fagnar í gær. Mynd/AP Leikstjórnandinn Eli Manning sendi skýr skilaboð í gær þegar hann leiddi lið sitt, New York Giants, til sigurs gegn NFL-meisturunum í Green Bay Packers í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar í gærkvöldi. Leikar fóru 37-20 fyrir Giants en flestir reiknuðu með því að Packers, sem unnu fimmtán af sextán leikjum sínum í deildakeppninni, myndu hafa betur með leikstjórnandann Aaron Rodgers í fyrirrúmi. En Rodgers átti ekki góðan dag frekar en aðrir í liði Green Bay. Galopnar sendingar mistókust og liðið tapaði óvenjulega mörgum boltum. Manning og Giants-liðið gengu á lagið og spiluðu gríðarlega vel í kuldanum á hinum sögufræga Lambeau-velli í Wisconsin-fylki. Eli Manning líður greinilega vel gegn Packers því fyrir fjórum árum síðan fór hann fyrir sínum mönnum þegar þeir sigruðu Green Bay í úrslitum Þjóðardeildarinnar . Það átti eftir að reynast lokaleikur Brett Favre í búningi Green Bay eftir fimmtán ára feril hjá félaginu. Manning hefur áður sannað sig sem leikstjórnandi í hæsta gæðaflokki og sýndi enn og aftur í gær að hann getur leitt sitt lið til sigurs í hvaða aðstæðum sem er. Manning átti tvær glæsilegar snertimarkssendingar á Hakeem Nicks strax í fyrri hálfleik. Fyrst skoraði Nicks 66 jarda snertimark og svo greip hann boltann í endasvæðinu eftir 37 jarda háloftasendingu Manning - svokölluð Hail Mary-sending - á lokasekúndum fyrri hálfleiks. „Hann greip sendinguna ótrúlega vel," sagði Manning eftir leikinn. „Þetta var ein af fáum Hail Mary-sendingum sem ég hef kastað frá mér og sú fyrsta sem hefur verið gripin." Staðan í hálfleik var 20-10 og náði Green Bay að minnka muninn í 20-13 með vallarmarki í þriðja leikhluta. En vallarmark Lawrence Tynes og snertimark Mario Manningham í upphafi fjórða leikhluta sáu til þess að lokamínútur leiksins urðu aldrei spennandi. Manning var maður leiksins. 21 af 33 sendingum hans í leiknum skiluðu sér til samherja og samtals gáfu þær 330 jarda og þrjú snertimörk af sér. Aðeins einu sinni var sending hans gripin af andstæðingi. Lið Green Bay hefur verið eins og vel smurð vél og því var óvenjulegt að sjá til liðsins í nótt. „Það er algerlega augljóst að við spiluðum ekki vel í leiknum, sagði þjálfarinn Mike McCarthy." „Okkur gekk illa að halda boltanum og er það ólíkt okkur." „Við spilum til þessa að vinna titla. Þegar maður stendur á hátindi fjallsins gleymir maður því hversu sárt það er að tapa. Við spiluðum eins og meistarar allt tímabilið en spiluðum ekki vel í kvöld," sagði Rodgers. Í fyrri leik gærdagsins hafði Baltimore Ravens betur gegn Houston Texans, 20-13. Giants mætir San Francisco 49ers í úrslitum Þjóðardeildarinnar á sunnudaginn kemur. Sama dag eigast við Baltimore og New England Patriots í úrslitum Ameríkudeildarinnar. NFL Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Fleiri fréttir Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sjá meira
Leikstjórnandinn Eli Manning sendi skýr skilaboð í gær þegar hann leiddi lið sitt, New York Giants, til sigurs gegn NFL-meisturunum í Green Bay Packers í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar í gærkvöldi. Leikar fóru 37-20 fyrir Giants en flestir reiknuðu með því að Packers, sem unnu fimmtán af sextán leikjum sínum í deildakeppninni, myndu hafa betur með leikstjórnandann Aaron Rodgers í fyrirrúmi. En Rodgers átti ekki góðan dag frekar en aðrir í liði Green Bay. Galopnar sendingar mistókust og liðið tapaði óvenjulega mörgum boltum. Manning og Giants-liðið gengu á lagið og spiluðu gríðarlega vel í kuldanum á hinum sögufræga Lambeau-velli í Wisconsin-fylki. Eli Manning líður greinilega vel gegn Packers því fyrir fjórum árum síðan fór hann fyrir sínum mönnum þegar þeir sigruðu Green Bay í úrslitum Þjóðardeildarinnar . Það átti eftir að reynast lokaleikur Brett Favre í búningi Green Bay eftir fimmtán ára feril hjá félaginu. Manning hefur áður sannað sig sem leikstjórnandi í hæsta gæðaflokki og sýndi enn og aftur í gær að hann getur leitt sitt lið til sigurs í hvaða aðstæðum sem er. Manning átti tvær glæsilegar snertimarkssendingar á Hakeem Nicks strax í fyrri hálfleik. Fyrst skoraði Nicks 66 jarda snertimark og svo greip hann boltann í endasvæðinu eftir 37 jarda háloftasendingu Manning - svokölluð Hail Mary-sending - á lokasekúndum fyrri hálfleiks. „Hann greip sendinguna ótrúlega vel," sagði Manning eftir leikinn. „Þetta var ein af fáum Hail Mary-sendingum sem ég hef kastað frá mér og sú fyrsta sem hefur verið gripin." Staðan í hálfleik var 20-10 og náði Green Bay að minnka muninn í 20-13 með vallarmarki í þriðja leikhluta. En vallarmark Lawrence Tynes og snertimark Mario Manningham í upphafi fjórða leikhluta sáu til þess að lokamínútur leiksins urðu aldrei spennandi. Manning var maður leiksins. 21 af 33 sendingum hans í leiknum skiluðu sér til samherja og samtals gáfu þær 330 jarda og þrjú snertimörk af sér. Aðeins einu sinni var sending hans gripin af andstæðingi. Lið Green Bay hefur verið eins og vel smurð vél og því var óvenjulegt að sjá til liðsins í nótt. „Það er algerlega augljóst að við spiluðum ekki vel í leiknum, sagði þjálfarinn Mike McCarthy." „Okkur gekk illa að halda boltanum og er það ólíkt okkur." „Við spilum til þessa að vinna titla. Þegar maður stendur á hátindi fjallsins gleymir maður því hversu sárt það er að tapa. Við spiluðum eins og meistarar allt tímabilið en spiluðum ekki vel í kvöld," sagði Rodgers. Í fyrri leik gærdagsins hafði Baltimore Ravens betur gegn Houston Texans, 20-13. Giants mætir San Francisco 49ers í úrslitum Þjóðardeildarinnar á sunnudaginn kemur. Sama dag eigast við Baltimore og New England Patriots í úrslitum Ameríkudeildarinnar.
NFL Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Fleiri fréttir Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sjá meira