Fullyrða að hafa greitt svart fyrir sílikonaðgerðir 13. janúar 2012 19:24 Velferðarráðuneytinu hafa borist ábendingar um að læknar sem bjóða heilbrigðisþjónustu án greiðsluþáttöku sjúkratrygginga gefi ekki tekjur sínar að fullu upp til skatts. Nokkrar konur sem fréttastofa hefur rætt við fullyrða að þær hafi greitt svart fyrir brjóstaígræðslur sem þær fengu frá Jens Kjartanssyni. PIP málið svokallaða hefur gert það verkum að rekstur lýtalækna hefur verið undir smásjánni undanfarið. Fyrir utan áleitnar spurningar um hver eiga að bera kostnað af því að fjarlægja gallaða PIP púða, þá hafa enn frekari og ekki síður alvarlegar spurningar vaknað, sem snúa að fjárhagslegum rekstri lýatlækna sem bjóða upp á heilbrigðsþjónustu án þáttöku Sjúkratrygginga Íslands. Í bréfi sem velferðarráðuneytið sendi fjármálaráðuneytinu í dag segir að ráðuneytinu hafi borist óformlegar ábendingar um að læknar sem bjóða upp á þessa þjónustu gefi tekjur sínar ekki að fullu til skattyfivalda. Fjármálaráðherra mun skoða erindið, kanna ábendingarnar og ákveða í kjölfarið hvort að því verði vísað áfram til ríkisskattstjóra. Við það er að bæta að fréttastofa hefur undanfarna daga rætt við allnokkrar konur sem fengu PIP púða hjá Jens Kjartanssyni, en þrjár þeirra sögðu fréttastofu af því að þær hefði borgað svart fyrir ígræðslurnar, og meðal annars þurft að koma með mörg hundruð þúsund krónur í reiðufé á stofuna til Jens til að greiða fyrir aðgerðina. Fréttastofa hefur í dag og í gær reynt að ná tali af Jens til að spyrja hann út í málið og gefa honum færi á bregðast við þessum ásökunum, en hann hefur ekki viljað ræða við fréttamenn. PIP-brjóstapúðar Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Velferðarráðuneytinu hafa borist ábendingar um að læknar sem bjóða heilbrigðisþjónustu án greiðsluþáttöku sjúkratrygginga gefi ekki tekjur sínar að fullu upp til skatts. Nokkrar konur sem fréttastofa hefur rætt við fullyrða að þær hafi greitt svart fyrir brjóstaígræðslur sem þær fengu frá Jens Kjartanssyni. PIP málið svokallaða hefur gert það verkum að rekstur lýtalækna hefur verið undir smásjánni undanfarið. Fyrir utan áleitnar spurningar um hver eiga að bera kostnað af því að fjarlægja gallaða PIP púða, þá hafa enn frekari og ekki síður alvarlegar spurningar vaknað, sem snúa að fjárhagslegum rekstri lýatlækna sem bjóða upp á heilbrigðsþjónustu án þáttöku Sjúkratrygginga Íslands. Í bréfi sem velferðarráðuneytið sendi fjármálaráðuneytinu í dag segir að ráðuneytinu hafi borist óformlegar ábendingar um að læknar sem bjóða upp á þessa þjónustu gefi tekjur sínar ekki að fullu til skattyfivalda. Fjármálaráðherra mun skoða erindið, kanna ábendingarnar og ákveða í kjölfarið hvort að því verði vísað áfram til ríkisskattstjóra. Við það er að bæta að fréttastofa hefur undanfarna daga rætt við allnokkrar konur sem fengu PIP púða hjá Jens Kjartanssyni, en þrjár þeirra sögðu fréttastofu af því að þær hefði borgað svart fyrir ígræðslurnar, og meðal annars þurft að koma með mörg hundruð þúsund krónur í reiðufé á stofuna til Jens til að greiða fyrir aðgerðina. Fréttastofa hefur í dag og í gær reynt að ná tali af Jens til að spyrja hann út í málið og gefa honum færi á bregðast við þessum ásökunum, en hann hefur ekki viljað ræða við fréttamenn.
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira