Leik lokið: Spánn 31 - Ísland 26 | Ísland úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2012 13:37 Mynd/Vilhelm Strákarnir okkar mættu ofjörlum sínum þegar þeir töpuðu fyrir Spáni á EM í handbolta í dag. Þar með er ljóst að Ísland á ekki lengur möguleika á sæti í undanúrslitum keppninnar. Spánverjar hafa verið besta liðið á Evrópumeistaramótinu til þessa og þeir sýndu í dag að þeir eru til alls líklegir á þessu móti. Þeir drápu spil íslenska liðsins með gríðarsterkum varnarleik í upphafi leiksins og var leikurinn aldrei spennandi eftir það. Spánn komst í sjö marka forystu, 10-3, eftir sautján mínútna leik. Á þessum kafla var lítið jákvætt við leik íslenska liðsins, bæði í vörn og sókn. Sérstaklega gekk þó illa í sókninni og sem fyrr var ljóst að þar var lykilmanna síðustu ára saknað. Guðmundur Guðmundsson ákvað þá að taka leikhlé til að skerpa á íslensku vörninni. Það gekk vel, Björgvin Páll varði nokkur góð skot í markinu og strákarnir byrjuðu loksins að skora að einhverju ráði. Strákarnir voru þó oft sjálfum sér verstir og töpuðu bæði mörgum boltum auk þess að fara illa með mörg góð færi. Fyrstu tvö vítaskot liðsins fóru forgörðum en það var svo sem líka tilfellið hjá spænska liðinu. Spánverjar gerðu einfaldlega nóg í seinni hálfleik til að halda íslenska liðinu í hæfilegri fjarlægð. Það verður þó ekki tekið af strákunum að það var margt jákvætt við þeirra leik, þá sérstaklega innkoma Rúnars Kárasonar og síðar Ólafs Guðmundssonar. Rúnar skoraði fjögur flott mörk og Ólafur komst einnig á blað. Þá átti Björgvin Páll reglulega fínan leik í markinu og varði 20 skot, þar af þrjú víti. Hann var sennilega besti leikmaður Íslands í leiknum en Rúnar og Kári Kristján línumaður áttu líka frábærar rispur. Kári Kristján fiskaði til að mynda öll fjögur víti Íslands í leiknum. Guðjón Valur var ódrepandi og gafst aldrei upp. En hann fór illa með tvö vítaskot og nýtti ekki fimm skot þar að auki sem er afar óvenjulegt hjá þessum skotvissa nagla. Hann skoraði þó nokkur afar lagleg mörk af miklu harðfylgi. Arnór reyndi hvað hann gat eins og reyndar allir leikmenn - strákarnir verða ekki sakaðir um dugleysi. Aðrir náðu sér ekki á strik í dag, því miður, þrátt fyrir ágætar rispur inn á milli. En það var bara of lítið gegn þessu gríðarlega sterka liði Spánverja sem virðast vera með sextán jafnsterka leikmenn. Virðist engu máli skipta hvaða leikmenn eru inn á hverju sinni - ávallt spilaði liðið eins og vel smurð vél. Spánverjar eru svo gott sem komnir áfram í undanúrslitin en Íslendingar eru úr leik. Það lá þó ávallt fyrir að það yrði nánast ógerningur að fara áfram í undanúrslit eftir að hafa komið stigalausir inn í milliriðilinn og má því segja að þessi barátta hafi í raun tapast í riðlakeppninni. Það sem stendur upp úr að aftur sýndu minni spámenn íslenska landsliðsins að þeir geta vel spjarað sig á stóra sviðinu. Lokaleikur Íslands verður gegn Frakklandi á sama tíma á morgun.Úrslit, dagskrá og staða allra riðla. Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Strákarnir okkar mættu ofjörlum sínum þegar þeir töpuðu fyrir Spáni á EM í handbolta í dag. Þar með er ljóst að Ísland á ekki lengur möguleika á sæti í undanúrslitum keppninnar. Spánverjar hafa verið besta liðið á Evrópumeistaramótinu til þessa og þeir sýndu í dag að þeir eru til alls líklegir á þessu móti. Þeir drápu spil íslenska liðsins með gríðarsterkum varnarleik í upphafi leiksins og var leikurinn aldrei spennandi eftir það. Spánn komst í sjö marka forystu, 10-3, eftir sautján mínútna leik. Á þessum kafla var lítið jákvætt við leik íslenska liðsins, bæði í vörn og sókn. Sérstaklega gekk þó illa í sókninni og sem fyrr var ljóst að þar var lykilmanna síðustu ára saknað. Guðmundur Guðmundsson ákvað þá að taka leikhlé til að skerpa á íslensku vörninni. Það gekk vel, Björgvin Páll varði nokkur góð skot í markinu og strákarnir byrjuðu loksins að skora að einhverju ráði. Strákarnir voru þó oft sjálfum sér verstir og töpuðu bæði mörgum boltum auk þess að fara illa með mörg góð færi. Fyrstu tvö vítaskot liðsins fóru forgörðum en það var svo sem líka tilfellið hjá spænska liðinu. Spánverjar gerðu einfaldlega nóg í seinni hálfleik til að halda íslenska liðinu í hæfilegri fjarlægð. Það verður þó ekki tekið af strákunum að það var margt jákvætt við þeirra leik, þá sérstaklega innkoma Rúnars Kárasonar og síðar Ólafs Guðmundssonar. Rúnar skoraði fjögur flott mörk og Ólafur komst einnig á blað. Þá átti Björgvin Páll reglulega fínan leik í markinu og varði 20 skot, þar af þrjú víti. Hann var sennilega besti leikmaður Íslands í leiknum en Rúnar og Kári Kristján línumaður áttu líka frábærar rispur. Kári Kristján fiskaði til að mynda öll fjögur víti Íslands í leiknum. Guðjón Valur var ódrepandi og gafst aldrei upp. En hann fór illa með tvö vítaskot og nýtti ekki fimm skot þar að auki sem er afar óvenjulegt hjá þessum skotvissa nagla. Hann skoraði þó nokkur afar lagleg mörk af miklu harðfylgi. Arnór reyndi hvað hann gat eins og reyndar allir leikmenn - strákarnir verða ekki sakaðir um dugleysi. Aðrir náðu sér ekki á strik í dag, því miður, þrátt fyrir ágætar rispur inn á milli. En það var bara of lítið gegn þessu gríðarlega sterka liði Spánverja sem virðast vera með sextán jafnsterka leikmenn. Virðist engu máli skipta hvaða leikmenn eru inn á hverju sinni - ávallt spilaði liðið eins og vel smurð vél. Spánverjar eru svo gott sem komnir áfram í undanúrslitin en Íslendingar eru úr leik. Það lá þó ávallt fyrir að það yrði nánast ógerningur að fara áfram í undanúrslit eftir að hafa komið stigalausir inn í milliriðilinn og má því segja að þessi barátta hafi í raun tapast í riðlakeppninni. Það sem stendur upp úr að aftur sýndu minni spámenn íslenska landsliðsins að þeir geta vel spjarað sig á stóra sviðinu. Lokaleikur Íslands verður gegn Frakklandi á sama tíma á morgun.Úrslit, dagskrá og staða allra riðla.
Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira