Guðmundur: Horfðum mikið á okkur sjálfa Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar 22. janúar 2012 18:08 Guðmundur eftir leikinn í dag. mynd/vilhelm Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var nokkuð léttari í lund eftir sigurinn góða á Ungverjum í dag en hann var eftir síðustu leiki. Hann var þó ekki að missa sig þó svo hann væri mjög ánægður með leikinn. "Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá liðið rísa svona upp í dag. Ég tjáði þér í gær að mig iðaði hreinlega í skinninu að undirbúa liðið fyrir þennan leik. Við fórum í gegnum ákveðnar breytingar í undirbúningnum að þessu sinni," sagði Guðmundur. "Við vissum það vel að við eigum þetta til. Getum spilað frábæra vörn og hún fór á flug svo um munar núna. Við erum að verja sex skot í vörninni, fáum aðeins tvö hraðaupphlaupsmörk á okkur. Markvarslan var fín og heilt yfir var varnarleikurinn sterkur. "Mér fannst sóknarleikurinn enn og aftur vera frábærlega útfærður. Við vorum að spila gegn mjög sterkri og hávaxinni vörn. Mér fannst við velja réttu kerfin á móti þeim. Við spiluðum fá kerfi en spiluðum þau vel. Gáfum okkur tíma og uppskeran öruggur sigur." Guðmundur þurfti að nota fleiri leikmenn núna en áður og þeir Ólafur Bjarki Ragnarsson og Rúnar Kárason skoruðu báðir sitt fyrsta mark á stórmóti í leiknum. "Ég var mjög ánægður að sjá ungu strákanna allra. Menn stigu upp allir sem einn sem var frábært," sagði Guðmundur en hverju breytti hann fyrir þennan leik? "Við horfðum mikið á okkur sjálfa. Horfðum á okkur spila á móti bestu liðum heims þar sem við vorum að standa okkur vel. Vorum að kveikja í okkur sjálfum. Það sem við höfum verið að byggja upp síðustu fjögur ár þurftum við að ná fram og mér fannst við gera það alveg frábærlega í þessum leik." ' Það hafði engin áhrif á leik Íslands að þessu sinni þó svo hann hafði mikið þurft að skipta mönnum mikið af velli og prófa nýja menn. Hefði hann átt að gera meira af því í síðustu leikjum? "Ég veit það ekki og það er aldrei hægt að vita. Ég held við höfum verið að gera þetta rétt til þessa. Við erum komnir hingað og það var fyrsta markmiðið. Auðvitað vildum við fleiri stig en það gekk ekki að þessu sinni þó svo það hefði vantað ótrúlega lítið upp á í riðlakeppninni. "Það má ekki gleyma því að þetta lið sem við unnum í dag lagði sjálfa heimsmeistarana af velli og það nokkuð sannfærandi. Þeir gerðu líka jafntefli við Spánverja og það sýnir hrikaleg gæði. "Nú erum við komnir með tvö stig og getum verið mjög stoltir af því. Nú höldum við áfram veginn og tökumst á við þessa frábæra andstæðinga sem bíða okkar í þessum milliriðli. Þeir eru mun sterkari en liðin sem við vorum að mæta í riðlakeppninni," sagði Guðmundur. Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var nokkuð léttari í lund eftir sigurinn góða á Ungverjum í dag en hann var eftir síðustu leiki. Hann var þó ekki að missa sig þó svo hann væri mjög ánægður með leikinn. "Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá liðið rísa svona upp í dag. Ég tjáði þér í gær að mig iðaði hreinlega í skinninu að undirbúa liðið fyrir þennan leik. Við fórum í gegnum ákveðnar breytingar í undirbúningnum að þessu sinni," sagði Guðmundur. "Við vissum það vel að við eigum þetta til. Getum spilað frábæra vörn og hún fór á flug svo um munar núna. Við erum að verja sex skot í vörninni, fáum aðeins tvö hraðaupphlaupsmörk á okkur. Markvarslan var fín og heilt yfir var varnarleikurinn sterkur. "Mér fannst sóknarleikurinn enn og aftur vera frábærlega útfærður. Við vorum að spila gegn mjög sterkri og hávaxinni vörn. Mér fannst við velja réttu kerfin á móti þeim. Við spiluðum fá kerfi en spiluðum þau vel. Gáfum okkur tíma og uppskeran öruggur sigur." Guðmundur þurfti að nota fleiri leikmenn núna en áður og þeir Ólafur Bjarki Ragnarsson og Rúnar Kárason skoruðu báðir sitt fyrsta mark á stórmóti í leiknum. "Ég var mjög ánægður að sjá ungu strákanna allra. Menn stigu upp allir sem einn sem var frábært," sagði Guðmundur en hverju breytti hann fyrir þennan leik? "Við horfðum mikið á okkur sjálfa. Horfðum á okkur spila á móti bestu liðum heims þar sem við vorum að standa okkur vel. Vorum að kveikja í okkur sjálfum. Það sem við höfum verið að byggja upp síðustu fjögur ár þurftum við að ná fram og mér fannst við gera það alveg frábærlega í þessum leik." ' Það hafði engin áhrif á leik Íslands að þessu sinni þó svo hann hafði mikið þurft að skipta mönnum mikið af velli og prófa nýja menn. Hefði hann átt að gera meira af því í síðustu leikjum? "Ég veit það ekki og það er aldrei hægt að vita. Ég held við höfum verið að gera þetta rétt til þessa. Við erum komnir hingað og það var fyrsta markmiðið. Auðvitað vildum við fleiri stig en það gekk ekki að þessu sinni þó svo það hefði vantað ótrúlega lítið upp á í riðlakeppninni. "Það má ekki gleyma því að þetta lið sem við unnum í dag lagði sjálfa heimsmeistarana af velli og það nokkuð sannfærandi. Þeir gerðu líka jafntefli við Spánverja og það sýnir hrikaleg gæði. "Nú erum við komnir með tvö stig og getum verið mjög stoltir af því. Nú höldum við áfram veginn og tökumst á við þessa frábæra andstæðinga sem bíða okkar í þessum milliriðli. Þeir eru mun sterkari en liðin sem við vorum að mæta í riðlakeppninni," sagði Guðmundur.
Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira