Vasadiskó: Arnar Eggert fyrsti gestur ársins Birgir Örn Steinarsson skrifar 21. janúar 2012 10:07 Arnar spái í spilin fyrir nýtt tónlistarár í næsta þætti af Vasadiskó. Í byrjun hvers árs leita athafnamenn að ýmsu tagi til sérfræðinga í von um að fá einhvers konar hugmynd um hverju þeir geti átt von á á nýju ári. Þetta verður gert í næsta þætti af Vasadiskó en þangað mætir einn sérvitrasti tónlistargagnrýnandi landsins, Arnar Eggert Thoroddsen af Morgunblaðinu. Nú þegar útvarpsþátturinn Vasadiskó hefur lokið við að gera upp síðasta tónlistarár verða mælarnir núllstilltir og byrjað upp á nýtt. Vasadiskó tekur upp sitt hefðbundna snið á sunnudag og leggur áfram áherslu á að kynna hlustendum fyrir splúnkunýrri tónlist. Þrátt fyrir að aðeins sé komið inn í fjórðu viku ársins hefur glás af áhugaverðri tónlist verið sleppt lausri nú þegar. Svo verður forvitnilegt að heyra spá Arnars Eggerts um nýtt tónlistarár auk þess að heyra skoðanir hans af því sem var að líða. Frá því í haust hefur Arnar einnig séð fyrir því að halda utan um tónleikaröð í aðalhúsnæði SÁÁ. Arnar mætir einnig með vasadiskóið sitt (mp3 spilara) og setur á shuffle. Það verður forvitnilegt að fá smá innsýn í hvað sá geðþekki drengur hlustar á í einrúmi. Vasadiskó er á dagskrá X-sins 977 á sunnudaginn kl. 15 og er í boði Gogoyoko. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Í byrjun hvers árs leita athafnamenn að ýmsu tagi til sérfræðinga í von um að fá einhvers konar hugmynd um hverju þeir geti átt von á á nýju ári. Þetta verður gert í næsta þætti af Vasadiskó en þangað mætir einn sérvitrasti tónlistargagnrýnandi landsins, Arnar Eggert Thoroddsen af Morgunblaðinu. Nú þegar útvarpsþátturinn Vasadiskó hefur lokið við að gera upp síðasta tónlistarár verða mælarnir núllstilltir og byrjað upp á nýtt. Vasadiskó tekur upp sitt hefðbundna snið á sunnudag og leggur áfram áherslu á að kynna hlustendum fyrir splúnkunýrri tónlist. Þrátt fyrir að aðeins sé komið inn í fjórðu viku ársins hefur glás af áhugaverðri tónlist verið sleppt lausri nú þegar. Svo verður forvitnilegt að heyra spá Arnars Eggerts um nýtt tónlistarár auk þess að heyra skoðanir hans af því sem var að líða. Frá því í haust hefur Arnar einnig séð fyrir því að halda utan um tónleikaröð í aðalhúsnæði SÁÁ. Arnar mætir einnig með vasadiskóið sitt (mp3 spilara) og setur á shuffle. Það verður forvitnilegt að fá smá innsýn í hvað sá geðþekki drengur hlustar á í einrúmi. Vasadiskó er á dagskrá X-sins 977 á sunnudaginn kl. 15 og er í boði Gogoyoko. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira