Breytingar eru framundan hjá Gildi lífeyrissjóði þar sem Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er að fara að láta af störfum sem formaður stjórnar sjóðsins á næstunni. Þessa dagana er lagt að Heiðrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra lögfræðisviðs Eimskips, að taka við stjórnarformennskunni og mun hún að öllum líkindum gera það í vor.
Í stjórn sjóðsins eru nú auk Vilhjálms og Heiðrúnar, Harpa Ólafsdóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs Eflinga, Hermann Magnús Sigurðsson, ritari Sjómannasambands Íslands. Hjörtur Gíslason, framkvæmdastjóri Ögurvík hf., Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar í Hafnarfirði, og Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Heiðrún að verða stjórnarformaður?
