ÓL í hættu hjá Þormóði: Hugsa það versta en býst við því besta 9. febrúar 2012 18:52 Þormóður Árni á ferðinni á ÓL í Peking fyrir fjórum árum. mynd/vilhelm Ólympíudraumur júdókappans Þormóðs Árna Jónssonar er í uppnámi eftir að hann meiddist á hné. Hann gæti verið með slitið liðband og sé það raunin mun hann missa af Ólympíuleikunum í London í sumar. "Ég var í æfingabúðum og það voru margir á gólfinu. Svo keyrðu einhverjir gaurar inn í hliðina á mér og féllu á hnéð. Þetta var ekki gott og ég sá þá aldrei koma," sagði Þormóður við Vísi í kvöld. "Tveir læknar eru búnir að skoða mig og þeir telja ekki að liðbandið sé slitið. Það er samt ómögulegt að segja fyrr en búið er að mynda hnéð. Það verður gert á morgun eða um helgina." Þetta er mikið áfall fyrir Þormóð sem átti að taka þátt í þremur mótum í þessum mánuði. Hann er með þáttökurétt á Ólympíuleikunum sem stendur en fjarvera hans á næstu mótum gætu sett strik í reikninginn. "Ég reyni að hugsa ekki neikvætt og sem minnst um þessi meiðsli á meðan ég bíð eftir staðfestingu á eðli meiðslanna. Ég er ekki með mikla verki, er ekkert mikið bólginn en það þarf samt ekki að þýða neitt." Ef liðbandið er slitið verður Þormóður frá í að minnsta kosti hálft ár en þó svo hann sé minna meiddur verður að teljast líklegt að hann þurfi að hvíla eitthvað. "Auðvitað setur þetta strik í reikninginn en ég gæti hangið inni þó svo ég taki ekki þátt í fleiri mótum fram að ÓL. Þetta verður bara að koma í ljós en ég hugsa það versta en býst við því besta." Innlendar Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Sjá meira
Ólympíudraumur júdókappans Þormóðs Árna Jónssonar er í uppnámi eftir að hann meiddist á hné. Hann gæti verið með slitið liðband og sé það raunin mun hann missa af Ólympíuleikunum í London í sumar. "Ég var í æfingabúðum og það voru margir á gólfinu. Svo keyrðu einhverjir gaurar inn í hliðina á mér og féllu á hnéð. Þetta var ekki gott og ég sá þá aldrei koma," sagði Þormóður við Vísi í kvöld. "Tveir læknar eru búnir að skoða mig og þeir telja ekki að liðbandið sé slitið. Það er samt ómögulegt að segja fyrr en búið er að mynda hnéð. Það verður gert á morgun eða um helgina." Þetta er mikið áfall fyrir Þormóð sem átti að taka þátt í þremur mótum í þessum mánuði. Hann er með þáttökurétt á Ólympíuleikunum sem stendur en fjarvera hans á næstu mótum gætu sett strik í reikninginn. "Ég reyni að hugsa ekki neikvætt og sem minnst um þessi meiðsli á meðan ég bíð eftir staðfestingu á eðli meiðslanna. Ég er ekki með mikla verki, er ekkert mikið bólginn en það þarf samt ekki að þýða neitt." Ef liðbandið er slitið verður Þormóður frá í að minnsta kosti hálft ár en þó svo hann sé minna meiddur verður að teljast líklegt að hann þurfi að hvíla eitthvað. "Auðvitað setur þetta strik í reikninginn en ég gæti hangið inni þó svo ég taki ekki þátt í fleiri mótum fram að ÓL. Þetta verður bara að koma í ljós en ég hugsa það versta en býst við því besta."
Innlendar Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Sjá meira