Paul di Resta: Furðulegu bílarnir betri í ár Birgir Þór Harðarson skrifar 9. febrúar 2012 17:18 Paul di Resta ók fyrir Force India í fyrra og gerir það aftur í ár. Hann telur bílana enn betri en þá í fyrra þrátt fyrir strangari reglur. nordicphotos/afp Skoski ökuþórinn Paul di Resta hjá Force India liðinu sagði í viðtali á Spáni í dag að nýju bílarnir væru betri en þeir í fyrra þrátt fyrir strangari reglur. Æfingatímabil F1 liða stendur nú yfir. Vænta má betri hringtíma í mótum ársins að mati di Resta. "Ég held að bílarnir séu fljótari. Formúla 1 er í stöðugri þróun og ég geri ráð fyrir að allir séu að reyna við takmörkin," sagði hann í fyrirspunatíma á Autosport.com í dag. "Það eru merki um að þeir séu enn hraðskreðari en bílarnir í fyrra." "Dekkin eru sömuleiðis betri í ár. Þau eru auðvitað aðeins öðruvísi en það er erfitt að henda reiður á eiginleika dekkjanna í nýjum bíl, með öðruvísi fjöðrun. En til þess erum við að æfa: Til að sækja gögn og upplýsingar." Mikið hefur verið rætt um nýstárlegt útlit F1 bíla ársins 2012. Nánast öll liðin sína hafa sett nokkuð bratta "hillu" á framhluta bílsins til að mæta reglubreytingum ársins. McLaren liðið er eina liðið sem þegar hefur frumsýnt bíl sinn sem notast ekki við þessa útfærslu. Kemur það meðal annars til vegna þess hve lágur MP4-27 bíll er. Di Resta segist ekki hafa miklar áhyggjur af furðulegu útliti bílanna. "Ég er að venjast þeim. Þeir líta ekkert svo illa út. Þetta er svipað og þegar þeir hækkuðu afturvænginn og settu stóra framvængi, það varð mjög fljótt venjulegt. En þetta snýst ekki um hversu flott það er heldur hversu gott." Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Skoski ökuþórinn Paul di Resta hjá Force India liðinu sagði í viðtali á Spáni í dag að nýju bílarnir væru betri en þeir í fyrra þrátt fyrir strangari reglur. Æfingatímabil F1 liða stendur nú yfir. Vænta má betri hringtíma í mótum ársins að mati di Resta. "Ég held að bílarnir séu fljótari. Formúla 1 er í stöðugri þróun og ég geri ráð fyrir að allir séu að reyna við takmörkin," sagði hann í fyrirspunatíma á Autosport.com í dag. "Það eru merki um að þeir séu enn hraðskreðari en bílarnir í fyrra." "Dekkin eru sömuleiðis betri í ár. Þau eru auðvitað aðeins öðruvísi en það er erfitt að henda reiður á eiginleika dekkjanna í nýjum bíl, með öðruvísi fjöðrun. En til þess erum við að æfa: Til að sækja gögn og upplýsingar." Mikið hefur verið rætt um nýstárlegt útlit F1 bíla ársins 2012. Nánast öll liðin sína hafa sett nokkuð bratta "hillu" á framhluta bílsins til að mæta reglubreytingum ársins. McLaren liðið er eina liðið sem þegar hefur frumsýnt bíl sinn sem notast ekki við þessa útfærslu. Kemur það meðal annars til vegna þess hve lágur MP4-27 bíll er. Di Resta segist ekki hafa miklar áhyggjur af furðulegu útliti bílanna. "Ég er að venjast þeim. Þeir líta ekkert svo illa út. Þetta er svipað og þegar þeir hækkuðu afturvænginn og settu stóra framvængi, það varð mjög fljótt venjulegt. En þetta snýst ekki um hversu flott það er heldur hversu gott."
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira