Stanley kom sterkur til baka og sigraði í Phoenix 6. febrúar 2012 11:30 Kyle Stanley sigraði á Farmers Insurance meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi sem lauk í gær. AP Kyle Stanley sigraði á Farmers Insurance meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi sem lauk í gær. Þetta er fyrsti sigur Stanley á sterkustu atvinnumótaröð heims en hann er 24 ára gamall Bandaríkjamaður. Fyrir viku var Stanley í efsta sæti þegar aðeins nokkrar holur voru eftir á lokakeppnisdeginum á Torrey Pines en þar gerði hann afdrifarík mistök sem kostuðu hann sigurinn. Hann tapaði í bráðabana gegn Brandt Snedeker á því móti. Kyle Stanley var átta höggum á eftir Spencer Levin sem var efstur fyrir lokahringinn. Stanley lék frábært golf á lokahringnum, 65 höggum, og dugði það til þess að landa sigrinum. Á sama tíma gekk ekkert upp hjá Levin sem lék á 75 höggum. Fyrir sigurinn fékk Stanley rétt um 130 milljónir kr.í verðlaunafé auk þess sem hann tryggði sér keppnisrétt á PGA mótaröðinni í 2 ár. Mótið í Phoenix er þekkt fyrir góða stemningu á meðal áhorfenda og við 16. holuna á TPC vellinum í Scottsdale fá kylfingarnir að upplifa svipaða stemningu og er vanalega á stórleikjum í boltaíþróttum.Úrslit: 269 Kyle Stanley (69-66-69-65) 270 Ben Crane (69-67-68-66) 271 Spencer Levin (65-63-68-75) 272 D.J. Trahan (72-70-64-66) 273 Kevin Na (66-73-69-65), Brendan Steele (71-69-69-64) Bubba Watson (66-70-67-70) 274 John Rollins, Jason Dufner, Bo Van Pelt, Webb Simpson. 275 Chris Stroud, Trevor Immelman, John Huh. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kyle Stanley sigraði á Farmers Insurance meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi sem lauk í gær. Þetta er fyrsti sigur Stanley á sterkustu atvinnumótaröð heims en hann er 24 ára gamall Bandaríkjamaður. Fyrir viku var Stanley í efsta sæti þegar aðeins nokkrar holur voru eftir á lokakeppnisdeginum á Torrey Pines en þar gerði hann afdrifarík mistök sem kostuðu hann sigurinn. Hann tapaði í bráðabana gegn Brandt Snedeker á því móti. Kyle Stanley var átta höggum á eftir Spencer Levin sem var efstur fyrir lokahringinn. Stanley lék frábært golf á lokahringnum, 65 höggum, og dugði það til þess að landa sigrinum. Á sama tíma gekk ekkert upp hjá Levin sem lék á 75 höggum. Fyrir sigurinn fékk Stanley rétt um 130 milljónir kr.í verðlaunafé auk þess sem hann tryggði sér keppnisrétt á PGA mótaröðinni í 2 ár. Mótið í Phoenix er þekkt fyrir góða stemningu á meðal áhorfenda og við 16. holuna á TPC vellinum í Scottsdale fá kylfingarnir að upplifa svipaða stemningu og er vanalega á stórleikjum í boltaíþróttum.Úrslit: 269 Kyle Stanley (69-66-69-65) 270 Ben Crane (69-67-68-66) 271 Spencer Levin (65-63-68-75) 272 D.J. Trahan (72-70-64-66) 273 Kevin Na (66-73-69-65), Brendan Steele (71-69-69-64) Bubba Watson (66-70-67-70) 274 John Rollins, Jason Dufner, Bo Van Pelt, Webb Simpson. 275 Chris Stroud, Trevor Immelman, John Huh.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira