Webber er undir smásjánni hjá Red Bull Birgir Þór Harðarson skrifar 27. febrúar 2012 19:00 Mark Webber ætlar að gera allt til að halda sæti sínu hjá Red Bull, en hann þarf að sigra Vettel sem gæti reynst erfitt. nordicphotos/afp Mark Webber, ástralski ökumaður Red Bull, segist ekki leiða hugann að öllum keppnautum sínum sem vilja sæti hans fyrir árið 2013. "Það mikilvægasta fyrir Mark Webber þessa stundina er að einbeita sér að sjálfum sér," sagði Mark um sjálfan sig. "Ég stjórna hinum ekki svo ég verð bara að hugsa um sjálfan mig." "Þegar þú ert fremstur í Formúlu 1 er árangur þinn alltaf undir smásjá. Hver beygja er greind og ef liðið kann ekki meta stílinn þinn þá ertu á útleið, hver sem tekur svo við af þér." Mikið hefur verið fjallað um framtíð Webbers hjá heimsmeistaraliðinu og er nú svo komið að sæti Webbers sé orið svo heitt að standi hann sig ekki í heimsmeistarakeppninni í ár láti liðið hann fara. Liðsfélaginn Sebastian Vettel lét hann líta mjög illa út í fyrra með því að sigra hann 16-3 í tímatökum og á endanum verða heimsmeistari, 134 stigum á undan Webber. Þeir ökumenn sem líklegir þykja til að taka við af Webber eru Daniel Ricciardo eða Jean-Eric Vergne sem nú eru hjá Torro Rosso, systurliði Red Bull á Ítalíu. Þá hefur verið fjallað um framtíð Lewis Hamilton hjá McLaren og sagt að skaffi liðið honum ekki titilhæfum bíl í ár muni hann róa á önnur mið í lok árs. Skemmst er að minnast lítils fundar Christian Horner, liðstjóra Red Bull, og Lewis Hamilton í Kanada í fyrra. Eftir þann fund fullyrti breska pressan að Lewis myndi aka fyrir Red Bull og að framtíð Webbers hjá Red Bull væri engin. Formúla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Mark Webber, ástralski ökumaður Red Bull, segist ekki leiða hugann að öllum keppnautum sínum sem vilja sæti hans fyrir árið 2013. "Það mikilvægasta fyrir Mark Webber þessa stundina er að einbeita sér að sjálfum sér," sagði Mark um sjálfan sig. "Ég stjórna hinum ekki svo ég verð bara að hugsa um sjálfan mig." "Þegar þú ert fremstur í Formúlu 1 er árangur þinn alltaf undir smásjá. Hver beygja er greind og ef liðið kann ekki meta stílinn þinn þá ertu á útleið, hver sem tekur svo við af þér." Mikið hefur verið fjallað um framtíð Webbers hjá heimsmeistaraliðinu og er nú svo komið að sæti Webbers sé orið svo heitt að standi hann sig ekki í heimsmeistarakeppninni í ár láti liðið hann fara. Liðsfélaginn Sebastian Vettel lét hann líta mjög illa út í fyrra með því að sigra hann 16-3 í tímatökum og á endanum verða heimsmeistari, 134 stigum á undan Webber. Þeir ökumenn sem líklegir þykja til að taka við af Webber eru Daniel Ricciardo eða Jean-Eric Vergne sem nú eru hjá Torro Rosso, systurliði Red Bull á Ítalíu. Þá hefur verið fjallað um framtíð Lewis Hamilton hjá McLaren og sagt að skaffi liðið honum ekki titilhæfum bíl í ár muni hann róa á önnur mið í lok árs. Skemmst er að minnast lítils fundar Christian Horner, liðstjóra Red Bull, og Lewis Hamilton í Kanada í fyrra. Eftir þann fund fullyrti breska pressan að Lewis myndi aka fyrir Red Bull og að framtíð Webbers hjá Red Bull væri engin.
Formúla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira