Mikil spenna fyrir Óskarnum 26. febrúar 2012 12:45 Bein útsending frá rauða dreglinum hefst klukkan 23:40 á Stöð 2. Afhending Óskarsverðlaunanna fer fram í kvöld, en það eru ævintýramyndin Hugo og þögla myndin The Artist sem tilnefndar eru í flestum flokkum. Stjörnurnar tekur að drífa að Kodak leikhúsinu í Hollywood þegar líða tekur á kvöldið, en bein útsending frá rauða dreglinum hefst klukkan 23:40 á Stöð 2. Verðlaunaafhendingin sjálf hefst svo klukkan hálftvö í nótt, en það er leikarinn Billy Crystal sem er kynnirinn að þessu sinni, í níunda skipti. Ævintýramyndin Hugo í leikstjórn Martin Scorsese er tilnefnd í flestum flokkum, eða alls ellefu talsins, en í henni segir frá munaðarlausum dreng sem hírist á lestarstöð í París á fjórða áratugnum, og samskiptum hans við dularfullan eiganda leikfangaverslunar. Þar á eftir kemur svarthvíta, þögla, franska, rómantíska gamandramað The Artist, listamaðurinn, með tíu tilnefningar, en þar segir frá leikara í þöglu myndunum, sem glímir við erfiðleika þegar hljóðmyndir taka við. Sú mynd hlaut þrenn Golden Globe verðlaun, en þau gefa ásamt fjölda Óskarstilnefninga afar gott forspárgildi um sigurlíkur myndarinnar. Veðbankar spá enda myndinni flestir öruggum sigri, og leikstjóra hennar, Michel Hazanavicius, einnig í sínum flokki. Leikararnir Jean Dujardin úr myndinni Listamanninum og George Clooney úr The Descendants, þykja sigurstranglegastir sem aðalleikarar, Viola Davis úr Húshjálpinni og Meryl Streep úr Járnfrúnni sem aðalleikonur. Aðrar myndir sem tilnefndar eru í fimm eða fleiri flokkum á verðlaunahátíðinni eru MoneyBall, War Horse, The Descendants og bandarísk endurgerð sænsku kvikmyndarinnar Karlar sem hata konur. Golden Globes Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira
Afhending Óskarsverðlaunanna fer fram í kvöld, en það eru ævintýramyndin Hugo og þögla myndin The Artist sem tilnefndar eru í flestum flokkum. Stjörnurnar tekur að drífa að Kodak leikhúsinu í Hollywood þegar líða tekur á kvöldið, en bein útsending frá rauða dreglinum hefst klukkan 23:40 á Stöð 2. Verðlaunaafhendingin sjálf hefst svo klukkan hálftvö í nótt, en það er leikarinn Billy Crystal sem er kynnirinn að þessu sinni, í níunda skipti. Ævintýramyndin Hugo í leikstjórn Martin Scorsese er tilnefnd í flestum flokkum, eða alls ellefu talsins, en í henni segir frá munaðarlausum dreng sem hírist á lestarstöð í París á fjórða áratugnum, og samskiptum hans við dularfullan eiganda leikfangaverslunar. Þar á eftir kemur svarthvíta, þögla, franska, rómantíska gamandramað The Artist, listamaðurinn, með tíu tilnefningar, en þar segir frá leikara í þöglu myndunum, sem glímir við erfiðleika þegar hljóðmyndir taka við. Sú mynd hlaut þrenn Golden Globe verðlaun, en þau gefa ásamt fjölda Óskarstilnefninga afar gott forspárgildi um sigurlíkur myndarinnar. Veðbankar spá enda myndinni flestir öruggum sigri, og leikstjóra hennar, Michel Hazanavicius, einnig í sínum flokki. Leikararnir Jean Dujardin úr myndinni Listamanninum og George Clooney úr The Descendants, þykja sigurstranglegastir sem aðalleikarar, Viola Davis úr Húshjálpinni og Meryl Streep úr Járnfrúnni sem aðalleikonur. Aðrar myndir sem tilnefndar eru í fimm eða fleiri flokkum á verðlaunahátíðinni eru MoneyBall, War Horse, The Descendants og bandarísk endurgerð sænsku kvikmyndarinnar Karlar sem hata konur.
Golden Globes Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira