Urðu fyrir vonbrigðum með viðbrögð Darlings Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. mars 2012 09:45 Jón Þór Sturluson segir að viðbrögð Darlings hafi valdið vonbrigðum. mynd/ gva. Sendinefnd íslenskra ráðherra og embættismanna sem fór til fundar með Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, í byrjun september 2008 varð fyrir miklum vonbrigðum með fundinn. Þetta sagði Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar, fyrrverandi viðskiptaráðherra, fyrir Landsdómi í dag. Jón Þór átti sæti í sendinefndinni ásamt viðskiptaráðherra og fleirum. „Það sem við ákveðum eftir samskipti við forsvarsmenn Landsbankans og stjórnar Fjármálaeftirlisins er að óska eftir fundi með Alistair Darling. Það var vegna þess að okkur grunaði að pólitík væri farin að blandast inn í ákvarðanir breska fjármálaeftirlitsins," sagði Jón Þór. Þess vegna hafi verið ákveðið að íslenskir stjórnmálamenn og embættismenn myndu funda með honum. Skilaboðin voru þau að þrátt fyrir að rekstur Landsbankans væri traustur þá væri mikil hætta varðandi fjámögnun hans ef ekki tækist að flytja Icesave-reikninga yfir í dótturfélög Landsbankans. Ekki mætti gera óraunhæfar væntingar um flutning á eiginfé úr Landsbankasamstæðunni yfir í dótturfélagið. „Viðbrögð Darlings voru mjög sérkennileg. Það sást best á því hversu stóra sendinefnd við sendum hvað við litum málið alvarlegt," sagði Jón Þór. Samt hafi Darling sagt þegar íslenska sendinefndin var að kveðja: „Skiljið þið ekki hvað málið er alvarlegt." Jón Þór sagði að Darling hafi ekkert hlustað á íslensku sendinefndina. Hann hafi haft meiri áhyggjur af því sem var að gerast heimafyrir í efnahagsmálum Breta. „Hann lýsti yfir vonbrigðum með þennan fund en það voru líka margir fyrir vonbrigðum með viðbrögð Darlings," sagði Jón Þór. Landsdómur Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Sendinefnd íslenskra ráðherra og embættismanna sem fór til fundar með Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, í byrjun september 2008 varð fyrir miklum vonbrigðum með fundinn. Þetta sagði Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar, fyrrverandi viðskiptaráðherra, fyrir Landsdómi í dag. Jón Þór átti sæti í sendinefndinni ásamt viðskiptaráðherra og fleirum. „Það sem við ákveðum eftir samskipti við forsvarsmenn Landsbankans og stjórnar Fjármálaeftirlisins er að óska eftir fundi með Alistair Darling. Það var vegna þess að okkur grunaði að pólitík væri farin að blandast inn í ákvarðanir breska fjármálaeftirlitsins," sagði Jón Þór. Þess vegna hafi verið ákveðið að íslenskir stjórnmálamenn og embættismenn myndu funda með honum. Skilaboðin voru þau að þrátt fyrir að rekstur Landsbankans væri traustur þá væri mikil hætta varðandi fjámögnun hans ef ekki tækist að flytja Icesave-reikninga yfir í dótturfélög Landsbankans. Ekki mætti gera óraunhæfar væntingar um flutning á eiginfé úr Landsbankasamstæðunni yfir í dótturfélagið. „Viðbrögð Darlings voru mjög sérkennileg. Það sást best á því hversu stóra sendinefnd við sendum hvað við litum málið alvarlegt," sagði Jón Þór. Samt hafi Darling sagt þegar íslenska sendinefndin var að kveðja: „Skiljið þið ekki hvað málið er alvarlegt." Jón Þór sagði að Darling hafi ekkert hlustað á íslensku sendinefndina. Hann hafi haft meiri áhyggjur af því sem var að gerast heimafyrir í efnahagsmálum Breta. „Hann lýsti yfir vonbrigðum með þennan fund en það voru líka margir fyrir vonbrigðum með viðbrögð Darlings," sagði Jón Þór.
Landsdómur Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira