Saksóknari: Fráleitt að skýla sér á bakvið rit Seðlabankans Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. mars 2012 14:08 Sigríður Friðjónsdóttir undirbýr málflutning í Landsdómi í dag. mynd/ gva. Það er fráleitt af Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að skýla sér á bakvið rit Seðlabankans um fjármálastöðugleika árið 2008. Þetta sagði Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, í málflutningi sínum fyrir Landsdómi í dag. Stjórnmálamenn hafa ítrekað visað í það, bæði fyrir Landsdómi og áður, að Seðlabankinn hafi ekki varað formlega við hættum í aðdraganda hrunsins. Í umræddu riti Seðlabankans hafi komið fram að staða bankanna væru að mestu leyti í lagi. Sigríður sagði aftur á móti að í ritinu kæmi fram að ríkjandi aðstæður reyni á viðnámsþrótt bankanna. Þetta hefur verið svolítið til umfjöllunar þetta rit og ákærði skýlt sér á bakvið að þar hafi sagt að allt væri í lagi," sagði Sigríður. Sigríður sagði að þetta væri fráleitt því að þar hafi komið fram viðvaranir á þann hátt sem Seðlabankar gætu sett slíkar viðvaranir fram. „Ákærði hafði starfað í seðlabankanum í sex ár og verið fjármálaráðherra í sex ár. Hann vissi alveg hvernig hann átti að lesa úr slíku riti," sagði Sigríður. Þá sagði Sigríður að Finnur Sveinbjörnsson, sem var ráðgjafi forsætisráðherra í aðdraganda bankahrunsins, virðist fyrst og fremst hafa verið blaðafulltrúi. Hans hlutverk hafi verið að fást við hvernig ætti að bregðast við neikvæðum umfjöllunum og annað slíkt. Sigríður mun ljúka við að flytja mál sitt í dag. Gert er ráð fyrir að Andri Árnason, verjandi Geirs, flytji svo mál sitt í fyrramálið. Eftir hádegi á morgun verða svo andsvör saksóknara og verjanda. Eftir það lýkur aðalmeðferð málsins og málið verður lagt í dóm. Gert er ráð fyrir að dómurinn verði svo kveðinn upp í næsta mánuði. Landsdómur Tengdar fréttir Sigríður: Heill íslenska ríkisins var í hættu Hættan sem vofði yfir Íslandi á árinu 2008 var fyrirfram sýnileg af manni í sporum forsætisráðherra, sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir þegar hún hóf málflutning fyrir Landsdómi í dag. 15. mars 2012 13:16 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Það er fráleitt af Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að skýla sér á bakvið rit Seðlabankans um fjármálastöðugleika árið 2008. Þetta sagði Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, í málflutningi sínum fyrir Landsdómi í dag. Stjórnmálamenn hafa ítrekað visað í það, bæði fyrir Landsdómi og áður, að Seðlabankinn hafi ekki varað formlega við hættum í aðdraganda hrunsins. Í umræddu riti Seðlabankans hafi komið fram að staða bankanna væru að mestu leyti í lagi. Sigríður sagði aftur á móti að í ritinu kæmi fram að ríkjandi aðstæður reyni á viðnámsþrótt bankanna. Þetta hefur verið svolítið til umfjöllunar þetta rit og ákærði skýlt sér á bakvið að þar hafi sagt að allt væri í lagi," sagði Sigríður. Sigríður sagði að þetta væri fráleitt því að þar hafi komið fram viðvaranir á þann hátt sem Seðlabankar gætu sett slíkar viðvaranir fram. „Ákærði hafði starfað í seðlabankanum í sex ár og verið fjármálaráðherra í sex ár. Hann vissi alveg hvernig hann átti að lesa úr slíku riti," sagði Sigríður. Þá sagði Sigríður að Finnur Sveinbjörnsson, sem var ráðgjafi forsætisráðherra í aðdraganda bankahrunsins, virðist fyrst og fremst hafa verið blaðafulltrúi. Hans hlutverk hafi verið að fást við hvernig ætti að bregðast við neikvæðum umfjöllunum og annað slíkt. Sigríður mun ljúka við að flytja mál sitt í dag. Gert er ráð fyrir að Andri Árnason, verjandi Geirs, flytji svo mál sitt í fyrramálið. Eftir hádegi á morgun verða svo andsvör saksóknara og verjanda. Eftir það lýkur aðalmeðferð málsins og málið verður lagt í dóm. Gert er ráð fyrir að dómurinn verði svo kveðinn upp í næsta mánuði.
Landsdómur Tengdar fréttir Sigríður: Heill íslenska ríkisins var í hættu Hættan sem vofði yfir Íslandi á árinu 2008 var fyrirfram sýnileg af manni í sporum forsætisráðherra, sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir þegar hún hóf málflutning fyrir Landsdómi í dag. 15. mars 2012 13:16 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Sigríður: Heill íslenska ríkisins var í hættu Hættan sem vofði yfir Íslandi á árinu 2008 var fyrirfram sýnileg af manni í sporum forsætisráðherra, sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir þegar hún hóf málflutning fyrir Landsdómi í dag. 15. mars 2012 13:16