Volki sigrar frumkvöðlakeppni - Elettra Wiederman hélt ræðu 22. mars 2012 18:03 'Volki, lista- og hönnunarstúdíóið, bar sigur úr býtum í frumkvöðlakeppni kvenna sem Íslandsbanki, Félag kvenna í atvinnurekstri og Opni Háskólinn í Reykjavík stóðu fyrir. Alls sóttu 34 konur frumkvöðlanámskeið sem var undanfari keppninnar. Námskeiðið hófst í nóvember á síðasta ári og þar lærðu konurnar gerð viðskiptaáætlana. Íslandsbanki niðurgreiddi námskeiðagjaldið um helming. Alls komu 19 viðskiptaáætlanir út úr námskeiðinu sem dómnefnd fór yfir. Fimm áætlanir voru valdar til að taka þátt í frumkvöðlasamkeppninni þar sem konurnar fengu ráðgjöf til að þróa áætlun sína enn frekar. Dómnefndina skipuðu þau Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri FKA og Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs HR. Verðlaunin voru afhend í hádeginu í dag á Goodness, nýjum veitingastað sem settur hefur verið upp í fjóra daga í tengslum við Hönnunarmars. Fyrirsætan Elettra Wiederman, stofnandi Goodness, hélt fyrirlestur m.a. um tilurð veitingastaðarins. Það var lista- og hönnunarstúdíóið Volki sem bar sigur úr býtum og hlaut 2 milljóna króna styrk frá Íslandsbanka. Volki hefur haft það að leiðarljósi að hanna húsgögn, fylgihluti og aðra hversdagslega muni þar sem íslensk náttúra, alþýðugildi og handverk setja ríkan svip á hönnunina. Þrjár ungar konur standa að fyrirtækinu en þær hyggja á útflutning á vörum sínum til Hollands. Í rökstuðningi dómnefndar kom fram að aðstandendur Volki hafi sýnt mikla áræðni og hafi verið með vel útfærða viðskiptahugmynd. Það sem hafði ekki síst áhrif á niðurstöðuna var að Volki notar íslenskt hráefni og íslenska þekkingu, og með kaupum á sérstakri prjónavél mun fjárfestingin einnig styðja við nýsköpun og stuðla að framgöngu annarra í iðngreininni. HönnunarMars Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
'Volki, lista- og hönnunarstúdíóið, bar sigur úr býtum í frumkvöðlakeppni kvenna sem Íslandsbanki, Félag kvenna í atvinnurekstri og Opni Háskólinn í Reykjavík stóðu fyrir. Alls sóttu 34 konur frumkvöðlanámskeið sem var undanfari keppninnar. Námskeiðið hófst í nóvember á síðasta ári og þar lærðu konurnar gerð viðskiptaáætlana. Íslandsbanki niðurgreiddi námskeiðagjaldið um helming. Alls komu 19 viðskiptaáætlanir út úr námskeiðinu sem dómnefnd fór yfir. Fimm áætlanir voru valdar til að taka þátt í frumkvöðlasamkeppninni þar sem konurnar fengu ráðgjöf til að þróa áætlun sína enn frekar. Dómnefndina skipuðu þau Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri FKA og Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs HR. Verðlaunin voru afhend í hádeginu í dag á Goodness, nýjum veitingastað sem settur hefur verið upp í fjóra daga í tengslum við Hönnunarmars. Fyrirsætan Elettra Wiederman, stofnandi Goodness, hélt fyrirlestur m.a. um tilurð veitingastaðarins. Það var lista- og hönnunarstúdíóið Volki sem bar sigur úr býtum og hlaut 2 milljóna króna styrk frá Íslandsbanka. Volki hefur haft það að leiðarljósi að hanna húsgögn, fylgihluti og aðra hversdagslega muni þar sem íslensk náttúra, alþýðugildi og handverk setja ríkan svip á hönnunina. Þrjár ungar konur standa að fyrirtækinu en þær hyggja á útflutning á vörum sínum til Hollands. Í rökstuðningi dómnefndar kom fram að aðstandendur Volki hafi sýnt mikla áræðni og hafi verið með vel útfærða viðskiptahugmynd. Það sem hafði ekki síst áhrif á niðurstöðuna var að Volki notar íslenskt hráefni og íslenska þekkingu, og með kaupum á sérstakri prjónavél mun fjárfestingin einnig styðja við nýsköpun og stuðla að framgöngu annarra í iðngreininni.
HönnunarMars Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira