Bryan Ferry til Íslands 20. mars 2012 15:30 Hvítasunnudaginn 27. maí mun Bryan Ferry, einn farsælasti dægurtónlistarmaður samtímans, koma hingað til lands ásamt hljómsveit og halda tónleika í Hörpu. Tónleikarnir eru á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og munu þeir marka upphaf alþjóðlegra Nelson Mandela daga á Íslandi, Nelson Mandela Days 2012, sem haldnir eru til heiðurs Mandela og hugsjónum hans. Tónleikar Ferry í Reykjavík eru þeir einu sem tilkynntir hafa verið með listamanninum í ár. Þetta verða sannkallaðir stórtónleikar, þar sem á fjórða tug tónlistar- og tæknimanna eru með í för til að sjá um að bæði tónlist og sjónræni hluti dagskrárinnar skili sér með glæsibrag. Þetta verða jafnframt fyrstu tónleikar hans síðan hann lauk Olympia tónleikaferð sinni í London í desember í fyrra. Tónleikaferðin var afar vel heppnuð, hún samastóð af 50 tónleikum og var uppselt á alla þeirra. Bryan Ferry vandar valið með tónleikastaði sína. Farið var vel yfir húsakost tónleikana í Reykjavík áður en þeir voru samþykktir, en síðustu ár hefur hann mestmegnis leikið á flottum og oft á tíðum sjarmerandi tónleikastöðum; t.a.m. óperuhúsum og stærri leikhúsum. Á Olympia hljómleikaferðinni lék hann jafnframt í ráðhúshöll Warsaw, Akerhus-virki við Ósló og Edinborgarkastala. Tónlistarferill Bryan Ferry spannar rúma fjóra áratugi. Hann hóf sólóferil sinn árið 1973, þá höfuðpaur hljómsveitarinnar Roxy Music. Á afmæli Elísabetar II Bretlandsdrottningar þann 30. nóvember síðastliðinn var Bryan Ferry sæmdur Commander of the Most Excellent Order of the British Empire. Bryan Ferry hefur einnig látið til sín taka innan tísku og hönnunar allan sinn feril, meðal annars á plötuumslögum þeirra 31 breiðskífna sem hann hefur gert. Hann er af mörgum talin einn af mestu töffurum tónlistarsögunnar og hefur skapað sér stíl sem margir hafa sótt í og leikið eftir. Listahátíð í Reykjavík er haldin dagana 18. maí - 3. júní. Fyrirhugaðir eru fleiri tónleikar síðar á árinu til vitundarvakningar og stuðnings mannúðarsjónarmiðum Mandela. Mandela Days Reykjavik 2012 eru haldnir í samvinnu við Nelson Mandela Foundation. Miðasala á tónleikana hefst klukkan 12 fimmtudaginn 22. mars. Tónleikarnir fara fram í Eldborgarsal Hörpu og aðeins eru 1.500 aðgöngumiðar í boði. Miðasala fer fram á harpa.is, midi.is, í miðasölu Hörpu og í síma 5285050. Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hvítasunnudaginn 27. maí mun Bryan Ferry, einn farsælasti dægurtónlistarmaður samtímans, koma hingað til lands ásamt hljómsveit og halda tónleika í Hörpu. Tónleikarnir eru á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og munu þeir marka upphaf alþjóðlegra Nelson Mandela daga á Íslandi, Nelson Mandela Days 2012, sem haldnir eru til heiðurs Mandela og hugsjónum hans. Tónleikar Ferry í Reykjavík eru þeir einu sem tilkynntir hafa verið með listamanninum í ár. Þetta verða sannkallaðir stórtónleikar, þar sem á fjórða tug tónlistar- og tæknimanna eru með í för til að sjá um að bæði tónlist og sjónræni hluti dagskrárinnar skili sér með glæsibrag. Þetta verða jafnframt fyrstu tónleikar hans síðan hann lauk Olympia tónleikaferð sinni í London í desember í fyrra. Tónleikaferðin var afar vel heppnuð, hún samastóð af 50 tónleikum og var uppselt á alla þeirra. Bryan Ferry vandar valið með tónleikastaði sína. Farið var vel yfir húsakost tónleikana í Reykjavík áður en þeir voru samþykktir, en síðustu ár hefur hann mestmegnis leikið á flottum og oft á tíðum sjarmerandi tónleikastöðum; t.a.m. óperuhúsum og stærri leikhúsum. Á Olympia hljómleikaferðinni lék hann jafnframt í ráðhúshöll Warsaw, Akerhus-virki við Ósló og Edinborgarkastala. Tónlistarferill Bryan Ferry spannar rúma fjóra áratugi. Hann hóf sólóferil sinn árið 1973, þá höfuðpaur hljómsveitarinnar Roxy Music. Á afmæli Elísabetar II Bretlandsdrottningar þann 30. nóvember síðastliðinn var Bryan Ferry sæmdur Commander of the Most Excellent Order of the British Empire. Bryan Ferry hefur einnig látið til sín taka innan tísku og hönnunar allan sinn feril, meðal annars á plötuumslögum þeirra 31 breiðskífna sem hann hefur gert. Hann er af mörgum talin einn af mestu töffurum tónlistarsögunnar og hefur skapað sér stíl sem margir hafa sótt í og leikið eftir. Listahátíð í Reykjavík er haldin dagana 18. maí - 3. júní. Fyrirhugaðir eru fleiri tónleikar síðar á árinu til vitundarvakningar og stuðnings mannúðarsjónarmiðum Mandela. Mandela Days Reykjavik 2012 eru haldnir í samvinnu við Nelson Mandela Foundation. Miðasala á tónleikana hefst klukkan 12 fimmtudaginn 22. mars. Tónleikarnir fara fram í Eldborgarsal Hörpu og aðeins eru 1.500 aðgöngumiðar í boði. Miðasala fer fram á harpa.is, midi.is, í miðasölu Hörpu og í síma 5285050.
Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira