Tiger í góðum gír | meiðslin úr sögunni og klár fyrir Mastersmótið 20. mars 2012 15:45 Tiger Woods ætlar sér stóra hluti á þessu ári. Getty Images / Nordic Photos Tiger Woods virðist vera klár í slaginn fyrir fyrsta stórmót ársins, Mastersmótið, sem hefst þann 5. apríl á Augusta vellinum í Georgíu. Bandaríski kylfingurinn lék á góðgerðamóti í gær þar sem hann lék betri bolta með Englendingnum Justin Rose. Þeir léku samtals á 9 höggum undir pari eða 63 höggum. Woods hætti keppni á lokadegi heimsmótsins sem fram fór fyrir rúmri viku síðan. Þar tóku sig upp meiðsli í hásin og tók hinn 36 ára gamli Woods enga áhættu. „Ég hef leikið meiddur áður og það hefur ekki haft góð áhrif þegar uppi er staðið. Ég var varkár og hætti og þess vegna get ég leikið núna. Í fyrra tók ég ranga ákvörðun og reyndi að keppa meiddur. Það var dýrkeypt og ég missti af tveimur stórmótum," sagði Woods við fréttamenn í gær. Mótinu lýkur í kvöld þar sem leiknar verða 18 holur í einstaklingskeppni. Á fimmtudaginn hefst síðan PGA mót á Bay Hill vellinum þar sem Woods mun taka þátt. Hann mun síðan hvíla í eina viku áður en keppni hefst á Augusta. Sýnt verður beint frá Mastersmótinu á Stöð 2 sport. Woods ætlar sér stóra hluti á þessu ári eftir að hafa verið í lægð undanfarin tvö ár. Hann hefur ekki sigrað á atvinnumóti frá árinu 2009 á opna ástralska meistaramótinu. Hann er í 18. sæti heimslistans sem er algjörlega óásættanleg staða að hans mati. Á ferlinum hefur Woods sigrað á 14 stórmótum og aðeins Jack Nicklaus frá Bandaríkjunum hefur gert betur. Met „Gullbjarnarins" stendur enn, 18 sigrar á stórmótum. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods virðist vera klár í slaginn fyrir fyrsta stórmót ársins, Mastersmótið, sem hefst þann 5. apríl á Augusta vellinum í Georgíu. Bandaríski kylfingurinn lék á góðgerðamóti í gær þar sem hann lék betri bolta með Englendingnum Justin Rose. Þeir léku samtals á 9 höggum undir pari eða 63 höggum. Woods hætti keppni á lokadegi heimsmótsins sem fram fór fyrir rúmri viku síðan. Þar tóku sig upp meiðsli í hásin og tók hinn 36 ára gamli Woods enga áhættu. „Ég hef leikið meiddur áður og það hefur ekki haft góð áhrif þegar uppi er staðið. Ég var varkár og hætti og þess vegna get ég leikið núna. Í fyrra tók ég ranga ákvörðun og reyndi að keppa meiddur. Það var dýrkeypt og ég missti af tveimur stórmótum," sagði Woods við fréttamenn í gær. Mótinu lýkur í kvöld þar sem leiknar verða 18 holur í einstaklingskeppni. Á fimmtudaginn hefst síðan PGA mót á Bay Hill vellinum þar sem Woods mun taka þátt. Hann mun síðan hvíla í eina viku áður en keppni hefst á Augusta. Sýnt verður beint frá Mastersmótinu á Stöð 2 sport. Woods ætlar sér stóra hluti á þessu ári eftir að hafa verið í lægð undanfarin tvö ár. Hann hefur ekki sigrað á atvinnumóti frá árinu 2009 á opna ástralska meistaramótinu. Hann er í 18. sæti heimslistans sem er algjörlega óásættanleg staða að hans mati. Á ferlinum hefur Woods sigrað á 14 stórmótum og aðeins Jack Nicklaus frá Bandaríkjunum hefur gert betur. Met „Gullbjarnarins" stendur enn, 18 sigrar á stórmótum.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira