Nefna dansdúett eftir stærsta vöðva líkamans 30. mars 2012 11:15 Þeir Margeir Ingólfsson og Stephan Stephensen mynda dansdúettinn Gluteus Maximus en þeir hafa einnig stofnað útgáfufyrirtækið Radíó Bongó. Á morgun frumflytja þeir lagið Everlasting á RFF í Hörpu en Högni Egilsson er gestasöngvari í laginu. Mynd/Vilhelm „Ég er viss um að við verðum eftirlætishljómsveit sjúkra- og einkaþjálfara," segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson um dansdúettinn Gluteus Maximus sem hann hefur stofnað ásamt Stephan Stephensen. Dúettinn kemur í fyrsta sinn fram á Reykjavík Fashion Festival í Hörpu á morgun en þar frumflytur hann lagið Everlasting og hefur fengið til liðs við sig söngvarann Högna Egilsson. „Við erum mjög ánægðir með að Högni samþykkti að syngja í laginu enda með frábæra rödd. Við erum langt komnir með næsta lag og þar fáum við leikarann Magnús Jónsson til liðs við okkur," segir Margeir og bætir við að dúettinn ætli sér að vinna með ýmsum gestasöngvurum í framtíðinni. Nafn dúettsins vekur athygli en Gluetus Maximus er heiti á stærsta vöðva líkamans, rassvöðvans. „Rassvöðvinn er mjög mikilvægur. Maður getur til dæmis ekki dansað án rassvöðvans ," segir Margeir. Margeir og Stephan, betur þekktur sem President Bongo úr GusGus, hafa verið að vinna saman í nokkurn tíma og þá aðallega við að endurhljóðblanda lög, til dæmis fyrir sveitina Sigur Rós. „Samstarf okkar nær nokkur ár aftur í tímann en við höfum undanfarið verið að prófa okkur áfram með eigið efni og nú er komið að frumflutningi á því," segir Margeir en það er góðvinur þeirra, finnski tónlistarmaðurinn Jimi Tenor, sem samdi enska texta lagsins. Lagið kemur út með vorinu hjá nýstofnaðri útgáfu þeirra kappa, Radíó Bongó, en það er Stephan sem á veg og vanda að þeirri útgáfu. Hún sérhæfir sig í að gefa út tónlist á vínyl í takmörkuðu upplagi. Lagið Everlasting verður önnur útgáfa Radíó Bongó en sú fyrsta er sólóplata Davíðs Þórs Jónssonar píanóleikara. „Dúettinn er kominn til að vera og við erum spenntir yfir að koma í fyrsta sinn fram á Íslandi en hingað til höfum við verið að prufukeyra Gluteus Maximus erlendis við góðar viðtökur," segir Margeir og er nokkuð viss um að þeir hnykli rassvöðvana á tískupöllunum í Hörpu á morgun. alfrun@frettabladid.is RFF Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
„Ég er viss um að við verðum eftirlætishljómsveit sjúkra- og einkaþjálfara," segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson um dansdúettinn Gluteus Maximus sem hann hefur stofnað ásamt Stephan Stephensen. Dúettinn kemur í fyrsta sinn fram á Reykjavík Fashion Festival í Hörpu á morgun en þar frumflytur hann lagið Everlasting og hefur fengið til liðs við sig söngvarann Högna Egilsson. „Við erum mjög ánægðir með að Högni samþykkti að syngja í laginu enda með frábæra rödd. Við erum langt komnir með næsta lag og þar fáum við leikarann Magnús Jónsson til liðs við okkur," segir Margeir og bætir við að dúettinn ætli sér að vinna með ýmsum gestasöngvurum í framtíðinni. Nafn dúettsins vekur athygli en Gluetus Maximus er heiti á stærsta vöðva líkamans, rassvöðvans. „Rassvöðvinn er mjög mikilvægur. Maður getur til dæmis ekki dansað án rassvöðvans ," segir Margeir. Margeir og Stephan, betur þekktur sem President Bongo úr GusGus, hafa verið að vinna saman í nokkurn tíma og þá aðallega við að endurhljóðblanda lög, til dæmis fyrir sveitina Sigur Rós. „Samstarf okkar nær nokkur ár aftur í tímann en við höfum undanfarið verið að prófa okkur áfram með eigið efni og nú er komið að frumflutningi á því," segir Margeir en það er góðvinur þeirra, finnski tónlistarmaðurinn Jimi Tenor, sem samdi enska texta lagsins. Lagið kemur út með vorinu hjá nýstofnaðri útgáfu þeirra kappa, Radíó Bongó, en það er Stephan sem á veg og vanda að þeirri útgáfu. Hún sérhæfir sig í að gefa út tónlist á vínyl í takmörkuðu upplagi. Lagið Everlasting verður önnur útgáfa Radíó Bongó en sú fyrsta er sólóplata Davíðs Þórs Jónssonar píanóleikara. „Dúettinn er kominn til að vera og við erum spenntir yfir að koma í fyrsta sinn fram á Íslandi en hingað til höfum við verið að prufukeyra Gluteus Maximus erlendis við góðar viðtökur," segir Margeir og er nokkuð viss um að þeir hnykli rassvöðvana á tískupöllunum í Hörpu á morgun. alfrun@frettabladid.is
RFF Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira