Fjölskrúðugt lífríki í Reykjavíkurtjörn og draugur á Vestfjörðum 1. apríl 2012 20:30 Það voru líklega fjölmargir sem hlupu 1. apríl í dag enda vantaði ekki göbbin í fréttamiðlum á netinu. Þannig mátti finna þjóðlegt og hrollvekjandi gabb á vestfirska fréttavefnum Bæjarins besta. Þar var sagt frá því að ótrúleg ljósmynd hefði náðst á Hótel Núpi í Dýrafirði í sumar, þar sem svo virtist sem yfirnáttúrulegur svipur hefði náðst á filmu. Hótelstjórinn sagðist ekki óttast minnkandi aðsókn og sagði á vefnum: „Kannski mun auka það ef eitthvað er. En við erum þó undirbúnir að þetta muni hafa áhrif svona í fyrstu og því bjóðum við þeim sem þora upp á fría gistingu í nótt." Þá hljóp fréttamaður Vísis sjálfur 1. apríl þegar hann ákvað að hringja í Magnús Magnússon, ritstjóra Skessuhorns, vegna yfirlýsingar hans um að hann hygðist bjóða sig fram til forseta. Í ljós kom að þarna var á ferð aprílgabb Skessuhorn, og var aðeins eitt af nokkrum. Herskáir feministar boðuðu svo til blaðamannafundar klukkan tvö í dag við Bríetartorg en Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vg, sendi út yfirlýsingu þess eðlis. Þar sagði meðal annars: „Að undanförnu hefur mikil umræða átt sér stað um baráttuaðferðir femínista og meintar öfgar þeirra félaga sem vinna að hugmyndafræðinni. Nú er svo komið að nokkuð stór hópur róttækra femínista hefur ákveðið að standa undir nafni og stofna raunverulega öfgahreyfingu með það að markmiði að hrista upp í samfélaginu og þrýsta á raunverulegar breytingar." Ekki er ljóst hvort einhver féll fyrir gabbinu en það var femíniska vefritið Knuz.is sem stóð fyrir gríninu. Smugan.is sagði svo frá því að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon brást þá við með því að senda pistil á alla fjölmiðla landsins þar sem hann gagnrýndi RÚV harkalega fyrir að mismuna frambjóðendum og leyfa þeim ekki að koma baráttumálum sínum á framfæri og skoraði á Pál að taka af allan vafa um að hann væri að fara í framboð. Vísir sagði í kjölfarið frá því að Ástþór hefði hlaupið 1. apríl. Sjálfur vildi frambjóðandinn ekki kannast við það þegar hann hafði samband við fréttastofu alla leið frá Kína, þar sem hann var að skoða brúðarkjóla. Fréttavefur Morgunblaðsins, mbl.is, bauð svo upp á bráðskemmtilegt gabb þar sem efnt var til samkeppni um hvaða Íslendingur ætti að prýða nýja 10 þúsund króna seðilinn sem Seðlabankinn hyggst gefa út. Því var svo lofað að niðurstöður samkeppninnar yrðu afhentar Seðlabanka eftir páska. Fengu lesendur að velja úr fjölbreyttu vali persóna sem gátu prýtt seðilinn. Þó skipti engu hvað fólk kaus, alltaf endaði ritstjórinn sjálfur, Davíð Oddsson, á seðlinum. Stöð 2 greindi síðan frá því að gull hefði fundist í Esjunni. Og ekki nóg með það, borgarstjórinn kom í viðtal og sagðist hafa sótt um lögbann á fjallið þar sem gullið væri í raun eign borgarinnar, og því mætti fólk ekki tína gull úr hlíðum þessa vinsæla útivistarsvæðis. Og þó gullið yrði eflaust búbót fyrir marga, þá hafði fréttamaður tekið sig til og breytt verðlausri möl úr Skaftahlíðinni í skínandi gull með aðstoð úðabrúsa. Þá var einstaklega fjölskrúðugt dýralíf í Reykjavíkurtjörninni í dag. Þannig virðast fréttamenn ruv.is hafa fengið keimlíka hugmynd og fréttamenn Vísis, en ruv greindi frá því að tjörnin væri full af urriðum. Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs borgarinnar, ætlaði að ganga í málið og sagði urriðann skaðlegan lífríki tjarnarinnar. En líklega mátti urriðinn gæta sín á selnum sem óprúttnir aðilar stálu úr Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Vísir greindi frá því að þeir hefðu svo sleppt honum lausum í tjörninni og það sem verra væri, urtan væri með kóp og til alls líkleg. Forstöðumaður húsdýragarðsins, Tómas Óskar Guðjónsson, sagði þetta ekkert gamanmál; „Það er ekki hlaupið að því að ná honum, nema þá að skjóta hann. En það viljum við náttúrulega ekki," sagði Tómas áhyggjufullur. Þetta var auðvitað gabb af hálfu Vísis. Mynd fylgdi með af selnum og var óskað eftir fleirum. Ein mynd barst vefnum, og prýðir hún fréttina. Við þökkum lesandanum fyrir. Þá má til gamans geta að annar lesandi sendi Vísi grein úr Þjóðviljanum frá árinu 1989, eða fyrir nákvæmlega 23 árum síðan. Þar voru lesendur einnig gabbaðir með nákvæmlega sama hrekk. Þeir gerðu þó ögn betur á Þjóðviljanum, því þar var haft eftir Davíð Oddssyni, þá borgarstjóra, að hann vildi helst drepa selinn, enda hefði hann ekkert að gera í tjörnina. Við þökkum auðvitað Tómasi Óskari forstöðu manni húsdýragarðsins kærlega fyrir aðstoðina og minnum á að ef lesendur vilja sjá seli, þá er vænlegast að finna þá í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Grein Þjóðviljans um selinn í tjörninni má lesa hér fyrir neðan og sjá má gullgrín Stöðvar 2 í viðhengi fyrir ofan. Aprílgabb Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Það voru líklega fjölmargir sem hlupu 1. apríl í dag enda vantaði ekki göbbin í fréttamiðlum á netinu. Þannig mátti finna þjóðlegt og hrollvekjandi gabb á vestfirska fréttavefnum Bæjarins besta. Þar var sagt frá því að ótrúleg ljósmynd hefði náðst á Hótel Núpi í Dýrafirði í sumar, þar sem svo virtist sem yfirnáttúrulegur svipur hefði náðst á filmu. Hótelstjórinn sagðist ekki óttast minnkandi aðsókn og sagði á vefnum: „Kannski mun auka það ef eitthvað er. En við erum þó undirbúnir að þetta muni hafa áhrif svona í fyrstu og því bjóðum við þeim sem þora upp á fría gistingu í nótt." Þá hljóp fréttamaður Vísis sjálfur 1. apríl þegar hann ákvað að hringja í Magnús Magnússon, ritstjóra Skessuhorns, vegna yfirlýsingar hans um að hann hygðist bjóða sig fram til forseta. Í ljós kom að þarna var á ferð aprílgabb Skessuhorn, og var aðeins eitt af nokkrum. Herskáir feministar boðuðu svo til blaðamannafundar klukkan tvö í dag við Bríetartorg en Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vg, sendi út yfirlýsingu þess eðlis. Þar sagði meðal annars: „Að undanförnu hefur mikil umræða átt sér stað um baráttuaðferðir femínista og meintar öfgar þeirra félaga sem vinna að hugmyndafræðinni. Nú er svo komið að nokkuð stór hópur róttækra femínista hefur ákveðið að standa undir nafni og stofna raunverulega öfgahreyfingu með það að markmiði að hrista upp í samfélaginu og þrýsta á raunverulegar breytingar." Ekki er ljóst hvort einhver féll fyrir gabbinu en það var femíniska vefritið Knuz.is sem stóð fyrir gríninu. Smugan.is sagði svo frá því að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon brást þá við með því að senda pistil á alla fjölmiðla landsins þar sem hann gagnrýndi RÚV harkalega fyrir að mismuna frambjóðendum og leyfa þeim ekki að koma baráttumálum sínum á framfæri og skoraði á Pál að taka af allan vafa um að hann væri að fara í framboð. Vísir sagði í kjölfarið frá því að Ástþór hefði hlaupið 1. apríl. Sjálfur vildi frambjóðandinn ekki kannast við það þegar hann hafði samband við fréttastofu alla leið frá Kína, þar sem hann var að skoða brúðarkjóla. Fréttavefur Morgunblaðsins, mbl.is, bauð svo upp á bráðskemmtilegt gabb þar sem efnt var til samkeppni um hvaða Íslendingur ætti að prýða nýja 10 þúsund króna seðilinn sem Seðlabankinn hyggst gefa út. Því var svo lofað að niðurstöður samkeppninnar yrðu afhentar Seðlabanka eftir páska. Fengu lesendur að velja úr fjölbreyttu vali persóna sem gátu prýtt seðilinn. Þó skipti engu hvað fólk kaus, alltaf endaði ritstjórinn sjálfur, Davíð Oddsson, á seðlinum. Stöð 2 greindi síðan frá því að gull hefði fundist í Esjunni. Og ekki nóg með það, borgarstjórinn kom í viðtal og sagðist hafa sótt um lögbann á fjallið þar sem gullið væri í raun eign borgarinnar, og því mætti fólk ekki tína gull úr hlíðum þessa vinsæla útivistarsvæðis. Og þó gullið yrði eflaust búbót fyrir marga, þá hafði fréttamaður tekið sig til og breytt verðlausri möl úr Skaftahlíðinni í skínandi gull með aðstoð úðabrúsa. Þá var einstaklega fjölskrúðugt dýralíf í Reykjavíkurtjörninni í dag. Þannig virðast fréttamenn ruv.is hafa fengið keimlíka hugmynd og fréttamenn Vísis, en ruv greindi frá því að tjörnin væri full af urriðum. Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs borgarinnar, ætlaði að ganga í málið og sagði urriðann skaðlegan lífríki tjarnarinnar. En líklega mátti urriðinn gæta sín á selnum sem óprúttnir aðilar stálu úr Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Vísir greindi frá því að þeir hefðu svo sleppt honum lausum í tjörninni og það sem verra væri, urtan væri með kóp og til alls líkleg. Forstöðumaður húsdýragarðsins, Tómas Óskar Guðjónsson, sagði þetta ekkert gamanmál; „Það er ekki hlaupið að því að ná honum, nema þá að skjóta hann. En það viljum við náttúrulega ekki," sagði Tómas áhyggjufullur. Þetta var auðvitað gabb af hálfu Vísis. Mynd fylgdi með af selnum og var óskað eftir fleirum. Ein mynd barst vefnum, og prýðir hún fréttina. Við þökkum lesandanum fyrir. Þá má til gamans geta að annar lesandi sendi Vísi grein úr Þjóðviljanum frá árinu 1989, eða fyrir nákvæmlega 23 árum síðan. Þar voru lesendur einnig gabbaðir með nákvæmlega sama hrekk. Þeir gerðu þó ögn betur á Þjóðviljanum, því þar var haft eftir Davíð Oddssyni, þá borgarstjóra, að hann vildi helst drepa selinn, enda hefði hann ekkert að gera í tjörnina. Við þökkum auðvitað Tómasi Óskari forstöðu manni húsdýragarðsins kærlega fyrir aðstoðina og minnum á að ef lesendur vilja sjá seli, þá er vænlegast að finna þá í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Grein Þjóðviljans um selinn í tjörninni má lesa hér fyrir neðan og sjá má gullgrín Stöðvar 2 í viðhengi fyrir ofan.
Aprílgabb Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira