Pétur Eyþórsson og Marín Laufey Davíðsdóttir eru Glímukóngur og -drottning ársins 2012 eftir að hafa varið titla sína í Íslandsglímunni sem haldin var á Ísafirði í gær.
Pétur keppir fyrir Ármann og hlaut alls ellefu vinninga. Hann vann alla keppinauta sína en annar varð Pétur Þórir Gunnarsson, Mývetningi, með tíu vinninga. Hjalti Þórarinn Ásmundsson, UÍA, varð þriðji með níu vinninga.
Marín Laufey, sem keppir fyrir HSK, vann einnig alla sína andstæðinga og hlaut alls fimm vinninga. Guðbjörg Lóa Þorgrímsdóttir, GFD, varð önnur með 3,5 vinninga og Eva Dögg Jóhannsdóttir, UÍA, þriðja með þrjá vinninga.
Þess má geta að Marín Laufey leikur einnig körfubolta með Hamri frá Hveragerði þar sem hún er byrjunarliðsmaður.
Pétur og Marín vörðu titla sína í Íslandsglímunni
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn



Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn



