Kobayashi mun hafa áhrif á toppbaráttuna Birgir Þór Harðarson skrifar 14. apríl 2012 23:00 Button segist eiga fína möguleika í kappakstrinum á morgun. Erfiðast verði þó að skáka Kamui Kobayashi á Sauber bíl. ap Jenson Button, ökuþór McLaren liðsins í Formúlu 1, segir að Kamui Kobayashi á Sauber muni hafa áhrif á framvindu kappakstursins í Kína á morgun. Kobayashi mun ræsa þriðji í kappakstrinum. Hraði Kobayashi á æfingum hefur valdið toppliðunum áhyggjum um að hann gæti orðið stór þáttur í toppbaráttunni í kappakstrinum á morgun. Hraði Kobayashi yfir langar vegalengdir er nægilega góður svo hann geti haldið stöðu sinni í brautinni og gott betur en það. Jenson Button ræsir fimmti þrátt fyrir að hafa náð aðeins sjötta besta tíma um brautina í Shanghai í morgun. Liðsfélagi hans hjá McLaren, Lewis Hamilton, fékk fimm sæta refsingu í vikunni vegna þess að liðið þurfti að skipta um gírkassa í bíl hans. Hamilton náði öðrum besta tíma í tímatökunum en ræsir sjöundi.Kobayashi mun verða efstu mönnum til vandræða rétt eins og liðsfélagi hans Sergio Perez var í Malasíu fyrir þremur vikum.ap"Það er ekki auðvelt að ræsa þaðan sem ég er," sagði Button í Kína í dag. "Við erum þó fljótari en allir þeir sem eru fyrir framan okkur. Kobayashi er samt sem áður undantekning. Sauber bíllinn er fljótur yfir langar vegalengdir og það verður flókið að skáka hann." Button gerir ráð fyrir að Mercedes bílarnir tveir muni fljótlega falla aftur í toppbaráttunni í keppninni á morgun. Mercedes bílar Rosberg og Schumacher ræsa fremstir en hafa farið illa með dekkin í fyrstu tveimur mótum ársins. Liðið hefur aðeins náð einu stigi í heimsmeistarakeppninni. "Þetta er algerlega breytt uppröðun á ráslínunni frá því sem við höfum séð hingað til í ár," sagði Button ennfremur. "Þetta verða því spennandi fyrstu hringir á morgun." Formúla Tengdar fréttir Rosberg langfljótastur í tímatökum fyrir kínverska kappaksturinn Þjóðverjinn Nico Rosberg á Mercedes bíl var hálfri sekúntu fljótari en Lewis Hamilton á McLaren í tímatökum fyrir kínverska kappaksturinn í morgun. Enginn átti séns í Rosberg. 14. apríl 2012 07:23 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Jenson Button, ökuþór McLaren liðsins í Formúlu 1, segir að Kamui Kobayashi á Sauber muni hafa áhrif á framvindu kappakstursins í Kína á morgun. Kobayashi mun ræsa þriðji í kappakstrinum. Hraði Kobayashi á æfingum hefur valdið toppliðunum áhyggjum um að hann gæti orðið stór þáttur í toppbaráttunni í kappakstrinum á morgun. Hraði Kobayashi yfir langar vegalengdir er nægilega góður svo hann geti haldið stöðu sinni í brautinni og gott betur en það. Jenson Button ræsir fimmti þrátt fyrir að hafa náð aðeins sjötta besta tíma um brautina í Shanghai í morgun. Liðsfélagi hans hjá McLaren, Lewis Hamilton, fékk fimm sæta refsingu í vikunni vegna þess að liðið þurfti að skipta um gírkassa í bíl hans. Hamilton náði öðrum besta tíma í tímatökunum en ræsir sjöundi.Kobayashi mun verða efstu mönnum til vandræða rétt eins og liðsfélagi hans Sergio Perez var í Malasíu fyrir þremur vikum.ap"Það er ekki auðvelt að ræsa þaðan sem ég er," sagði Button í Kína í dag. "Við erum þó fljótari en allir þeir sem eru fyrir framan okkur. Kobayashi er samt sem áður undantekning. Sauber bíllinn er fljótur yfir langar vegalengdir og það verður flókið að skáka hann." Button gerir ráð fyrir að Mercedes bílarnir tveir muni fljótlega falla aftur í toppbaráttunni í keppninni á morgun. Mercedes bílar Rosberg og Schumacher ræsa fremstir en hafa farið illa með dekkin í fyrstu tveimur mótum ársins. Liðið hefur aðeins náð einu stigi í heimsmeistarakeppninni. "Þetta er algerlega breytt uppröðun á ráslínunni frá því sem við höfum séð hingað til í ár," sagði Button ennfremur. "Þetta verða því spennandi fyrstu hringir á morgun."
Formúla Tengdar fréttir Rosberg langfljótastur í tímatökum fyrir kínverska kappaksturinn Þjóðverjinn Nico Rosberg á Mercedes bíl var hálfri sekúntu fljótari en Lewis Hamilton á McLaren í tímatökum fyrir kínverska kappaksturinn í morgun. Enginn átti séns í Rosberg. 14. apríl 2012 07:23 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Rosberg langfljótastur í tímatökum fyrir kínverska kappaksturinn Þjóðverjinn Nico Rosberg á Mercedes bíl var hálfri sekúntu fljótari en Lewis Hamilton á McLaren í tímatökum fyrir kínverska kappaksturinn í morgun. Enginn átti séns í Rosberg. 14. apríl 2012 07:23