Möguleiki á rigningu og óvæntum úrslitum í Kína Birgir Þór Harðarson skrifar 11. apríl 2012 23:30 Um helgina fer kínverski kappaksturinn fram í Shanghai. Brautin var, eins og sú sem keppt var á síðast í Malasíu, hönnuð af brautahönnuðinum Herman Tilke. Hér var fyrst keppt árið 2004. Þá ók Rubens Barrichello Ferrar bíl sínum fyrstur yfir endalínuna. Lewis Hamilton er sá eini sem hefur unnið kappaksturinn oftar en einu sinni. Hann vann í annað sinn í fyrra. Þar til hafði brautin alltaf framkallað nýja sigurvegara. Í réttri röð hafa Barrichello, Fernando Alonso, Michael Schumacher, Kimi Raikkönen, Lewis Hamilton, Sebastian Vettel og Jenson Button unnið í Kína. Rigning gæti sett svip sinn á mótið í Kína í ár. Það ringdi gríðarlega í upphafi malasíska kappakstursins fyrir þremur vikum. Það ruglaði röðinni í heimsmeistaramótinu mikið og nú er Alonso á lélegum Ferrari bíl fremstur. Þá mun hitastigið vera lágt sem mun hafa mikil áhrif á dekkin alla mótshelgina. Brautin er mjög hröð og flæðandi. Margir gagnrýna hana þó og segja að hún sé of einhæf og bjóði ekki upp á mikinn framúrakstur. David Coulthard, ökumaðurinn sem Íslendingar muna eftir sem liðsfélaga Mika Hakkinen hjá McLaren, er til dæmis ekki ánægður með fyrstu fjórar beygjurnar og segir þær lýsa brautinni best: Hraður kafli sem þrengist og hægir á bílunum þar til þeir nánast stöðva og enginn kemst framúr. Það eru tvö sérstaklega mikilvæg svæði. Mikilvægt er að ná beygjum 3 og 4 rétt og vel því hraðinn að beygju sex skiptir miklu máli fyrir restina af hringnum. Beygja þrjú er raunar bara endirinn á beygju 1 því saman mynda beygjurnar mjög flókið svæði fyrir ökumennina. Þá eru beygjur 11 og 12 mjög mikilvægar því á eftir þeim fer lengsti beini kaflinn á tímabilinu í Formúlu 1 í ár.DRS svæði: Á beina langa beina kaflanum fyrir beygju 14.Dekkjagerðir í boði: Meðal (prime) og mjúk (option)Efstu þrír í fyrra: 1. Lewis Hamilton - McLaren 2. Sebastian Vettel - Red Bull 3. Mark Webber - Red Bull Allt mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Föstudagur: 02:00 Æfing 1 06:00 Æfing 2Laugardagur: 02:55 Æfing 3 05:50 Tímataka 13:30 Tímataka (endursýnt)Sunnudagur: 06:40 Kínverski kappaksturinn 11:50 Kappaksturinn (endursýnt) Staðan í titilbaráttunni eftir tvær umferðir Ökumenn 1. Fernando Alonso - 35 stig 2. Lewis Hamilton - 30 3. Jenson Button - 25 4. Mark Webber - 24 5. Sergio Perez - 22 6. Sebastian Vettel - 18 7. Kimi Raikkönen - 16 8. Bruno Senna - 8 9. Kamui Kobayashi - 8 10. Paul di Resta - 7Bílasmiðir 1. McLaren - 55 stig 2. Red Bull - 42 3. Ferrari - 35 4. Sauber - 30 5. Lotus - 16 Formúla Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Um helgina fer kínverski kappaksturinn fram í Shanghai. Brautin var, eins og sú sem keppt var á síðast í Malasíu, hönnuð af brautahönnuðinum Herman Tilke. Hér var fyrst keppt árið 2004. Þá ók Rubens Barrichello Ferrar bíl sínum fyrstur yfir endalínuna. Lewis Hamilton er sá eini sem hefur unnið kappaksturinn oftar en einu sinni. Hann vann í annað sinn í fyrra. Þar til hafði brautin alltaf framkallað nýja sigurvegara. Í réttri röð hafa Barrichello, Fernando Alonso, Michael Schumacher, Kimi Raikkönen, Lewis Hamilton, Sebastian Vettel og Jenson Button unnið í Kína. Rigning gæti sett svip sinn á mótið í Kína í ár. Það ringdi gríðarlega í upphafi malasíska kappakstursins fyrir þremur vikum. Það ruglaði röðinni í heimsmeistaramótinu mikið og nú er Alonso á lélegum Ferrari bíl fremstur. Þá mun hitastigið vera lágt sem mun hafa mikil áhrif á dekkin alla mótshelgina. Brautin er mjög hröð og flæðandi. Margir gagnrýna hana þó og segja að hún sé of einhæf og bjóði ekki upp á mikinn framúrakstur. David Coulthard, ökumaðurinn sem Íslendingar muna eftir sem liðsfélaga Mika Hakkinen hjá McLaren, er til dæmis ekki ánægður með fyrstu fjórar beygjurnar og segir þær lýsa brautinni best: Hraður kafli sem þrengist og hægir á bílunum þar til þeir nánast stöðva og enginn kemst framúr. Það eru tvö sérstaklega mikilvæg svæði. Mikilvægt er að ná beygjum 3 og 4 rétt og vel því hraðinn að beygju sex skiptir miklu máli fyrir restina af hringnum. Beygja þrjú er raunar bara endirinn á beygju 1 því saman mynda beygjurnar mjög flókið svæði fyrir ökumennina. Þá eru beygjur 11 og 12 mjög mikilvægar því á eftir þeim fer lengsti beini kaflinn á tímabilinu í Formúlu 1 í ár.DRS svæði: Á beina langa beina kaflanum fyrir beygju 14.Dekkjagerðir í boði: Meðal (prime) og mjúk (option)Efstu þrír í fyrra: 1. Lewis Hamilton - McLaren 2. Sebastian Vettel - Red Bull 3. Mark Webber - Red Bull Allt mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Föstudagur: 02:00 Æfing 1 06:00 Æfing 2Laugardagur: 02:55 Æfing 3 05:50 Tímataka 13:30 Tímataka (endursýnt)Sunnudagur: 06:40 Kínverski kappaksturinn 11:50 Kappaksturinn (endursýnt) Staðan í titilbaráttunni eftir tvær umferðir Ökumenn 1. Fernando Alonso - 35 stig 2. Lewis Hamilton - 30 3. Jenson Button - 25 4. Mark Webber - 24 5. Sergio Perez - 22 6. Sebastian Vettel - 18 7. Kimi Raikkönen - 16 8. Bruno Senna - 8 9. Kamui Kobayashi - 8 10. Paul di Resta - 7Bílasmiðir 1. McLaren - 55 stig 2. Red Bull - 42 3. Ferrari - 35 4. Sauber - 30 5. Lotus - 16
Formúla Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira