Vitnisburður Davíðs hafði grundvallarþýðingu Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. apríl 2012 19:00 Vitnisburður Davíðs Oddssonar, fyrrverandi seðlabankastjóra, hafði mikla þýðingu fyrir sakfellingu Geirs Haarde varðandi fjórða lið ákærunnar í Landsdómsmálinu. Í dómi meirihluta Landsdóms er vitnað til „fundarpunkta" frá fundi, sem bankastjórn Seðlabanka Íslands hélt ásamt Tryggva Pálssyni 12. janúar 2008. Þar er haft eftir Davíð Oddssyni: „Dagarnir líða og við höfum vaxandi áhyggjur. Aðrar aðstæður 2006. Nú er markaðurinn lokaður í heild nema á sjúklegu verði sem gæti dæmt bankana úr leik."Íslensku bankarnir í mikilli hættu Svo virðist sem fundur sem Geir, Ingibjörg Sólrún og Árni Mathiesen áttu með bankastjórn Seðlabankans og fleirum 7. febrúar 2008 hafi verið einhvers konar vendipunktur. Í niðurstöðu Landsdóms er vitnað til minnispunkta Tryggva Pálssonar af fundinum, en þar er haft eftir Davíð: „Íslensku bankarnir í mikilli hættu og íslenskt efnahagslíf í hættu. Markaðir lokaðir (í lengri tíma en áður haldið). CDS álög afar há og sýna að bankarnir geta ekki tekið lán og lánað þau út. Telja að íslenska ríkið hafi ekki bolmagn til að bjarga og skortselja þess vegna." Þá er í dómi Landsdóms vitnað sérstaklega til skýrslu Davíðs fyrir Landsdómi um að Davíð hafi óskað eftir fundinum til að geta komið á framfæri upplýsingum um þá hættu sem hann hafi talið vera í farvatninu. Orðrétt sagði Davíð fyrir Landsdómi 6. mars 2012: „Mitt meginmarkmið eftir þessa fundi (Í Lundúnum innsk.blm) var að láta forsætisráðherra fá upplýsingar um þá áhættu sem mér sýndist vera í farvatninu." Það vekur athygli að í dómi meirihluta Landsdóms er berum orðum tekið fram að varnarorð Davíðs hafi verið rétt, en þar segir: „Af framangreindu verður ekki annað ályktað en að það mat formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, sem kom fram á fundinum 7. febrúar 2008 um að íslensku bankarnir þrír væru í mikilli hættu og þar með íslenskt efnahagslíf, hafi verið rétt." (bls. 338). Síðan er í dóminum vitnað til þess að Geir hafi verið skylt að upplýsa Björgvin en þar segir: „(V)ar ákærða skylt að kynna viðskiptaráðherra þegar í stað upplýsingar, sem þar höfðu komið fram um hættuna, sem steðjaði að bönkunum og íslensku efnahagslífi. " (bls. 372). thorbjorn@stod2.is Landsdómur Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Vitnisburður Davíðs Oddssonar, fyrrverandi seðlabankastjóra, hafði mikla þýðingu fyrir sakfellingu Geirs Haarde varðandi fjórða lið ákærunnar í Landsdómsmálinu. Í dómi meirihluta Landsdóms er vitnað til „fundarpunkta" frá fundi, sem bankastjórn Seðlabanka Íslands hélt ásamt Tryggva Pálssyni 12. janúar 2008. Þar er haft eftir Davíð Oddssyni: „Dagarnir líða og við höfum vaxandi áhyggjur. Aðrar aðstæður 2006. Nú er markaðurinn lokaður í heild nema á sjúklegu verði sem gæti dæmt bankana úr leik."Íslensku bankarnir í mikilli hættu Svo virðist sem fundur sem Geir, Ingibjörg Sólrún og Árni Mathiesen áttu með bankastjórn Seðlabankans og fleirum 7. febrúar 2008 hafi verið einhvers konar vendipunktur. Í niðurstöðu Landsdóms er vitnað til minnispunkta Tryggva Pálssonar af fundinum, en þar er haft eftir Davíð: „Íslensku bankarnir í mikilli hættu og íslenskt efnahagslíf í hættu. Markaðir lokaðir (í lengri tíma en áður haldið). CDS álög afar há og sýna að bankarnir geta ekki tekið lán og lánað þau út. Telja að íslenska ríkið hafi ekki bolmagn til að bjarga og skortselja þess vegna." Þá er í dómi Landsdóms vitnað sérstaklega til skýrslu Davíðs fyrir Landsdómi um að Davíð hafi óskað eftir fundinum til að geta komið á framfæri upplýsingum um þá hættu sem hann hafi talið vera í farvatninu. Orðrétt sagði Davíð fyrir Landsdómi 6. mars 2012: „Mitt meginmarkmið eftir þessa fundi (Í Lundúnum innsk.blm) var að láta forsætisráðherra fá upplýsingar um þá áhættu sem mér sýndist vera í farvatninu." Það vekur athygli að í dómi meirihluta Landsdóms er berum orðum tekið fram að varnarorð Davíðs hafi verið rétt, en þar segir: „Af framangreindu verður ekki annað ályktað en að það mat formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, sem kom fram á fundinum 7. febrúar 2008 um að íslensku bankarnir þrír væru í mikilli hættu og þar með íslenskt efnahagslíf, hafi verið rétt." (bls. 338). Síðan er í dóminum vitnað til þess að Geir hafi verið skylt að upplýsa Björgvin en þar segir: „(V)ar ákærða skylt að kynna viðskiptaráðherra þegar í stað upplýsingar, sem þar höfðu komið fram um hættuna, sem steðjaði að bönkunum og íslensku efnahagslífi. " (bls. 372). thorbjorn@stod2.is
Landsdómur Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira