Geir H. Haarde: Dómurinn pólitísk málamiðlun 23. apríl 2012 19:42 „Dómararnir vildu ná pólitískri málamiðlun gagnvart fólkinu á Alþingi sem stóðu fyrir þessu gönuhlaupi," sagði Geir H. Haarde í viðtali við Þorbjörn Þórðarson í Íslandi í dag. Geir segir málið há-pólitískt, hann sé eldri en tvævetur í pólitík, „og ég finn lyktina af pólitík þar sem hana er að finna," sagði Geir. Geir er fyrsti fyrrverandi ráðherrann í heiminum sem hefur verið dreginn ábyrgðar vegna efnahagshrunsins. Hann var dæmdur brotlegur í Landsdómi í dag gegn stjórnarskránni en sýknaður af þremur öðrum ákæruliðum. Hann segist hafa verið undirbúinn fyrir báðar niðurstöður í dag, sjálfur hafi hann þó búist við að vera sýknaður af öllum ákæruliðunum. Hann spurði svo hvers vegna honum hafi ekki verið gerð nein refsing í málinu: „Ef um var að ræða svo mikið vanrækslubrot því var mér ekki gerð nein refsing?" Geir benti ennfremur á að tveir dómarar hafi komið inn um mið réttarhöldin og báðir hafi þeir komist að þeirri niðurstöðu að sakfella ætti Geir fyrir brot gegn stjórnarskránni. Geir segir þetta skipta máli. „Mér býður svo í grun að dómararnir hafi viljað kasta akkeri til þeirra sem stóðu að málinu, en samt gera það með þeim hætti að ég gæti vel við unað, líkt og að dæma mér hæstu málsvarnarlaun sem hafa verið dæmd hér á landi. En svo er ekki," sagði Geir. Hann sagði ennfremur að ef litið væri til efnisatriða dómsins, þá hafi hann unnið málið. „Það var lagt upp með að finna sökudólg fyrir hrunið. Þessi fundir höfðu ekkert með hrunið að gera, menn ræddu auðvitað margt innan og utan funda, en það hafði ekkert með þetta að gera." Hann segir svo þá sem stóðu að málatilbúnaðinum, bera ábyrgð í málinu. „Þetta eru hluti Samfylkingarinnar, Vinstri grænir og ofstækisfólkið innan Hreyfingarinnar. Og Steingrímur J. Sigfússon ber mesta ábyrgð og hans lautinant," sagði Geir sem var, líkt og á blaðamannafundinum í dag, heitt í hamsi í viðtalinu. „Þetta er sneypuför og ætla þessir menn að sitja áfram?" spyr Geir og bætir við: „Þeir eru búnir að fá löðrung frá Landsdómi. Ætla þessir fínu menn, Steingrímur og fleiri, bara að sitja þarna áfram?" Hann segir ennfremur að hann líti svo á að hans persónulegi heiður standi óhaggaður miðað við niðurstöðuna. „Mannorði mínu hefur ekki verið rænt af mér," segir hann. „Ef einhver hefur haldið að þarna væri verið að hægt kýla mig kaldan eða koma mér í þunglyndi með þessu máli, þá er það fjarri lagi," sagði Geir vígreifur. Landsdómur Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Dómararnir vildu ná pólitískri málamiðlun gagnvart fólkinu á Alþingi sem stóðu fyrir þessu gönuhlaupi," sagði Geir H. Haarde í viðtali við Þorbjörn Þórðarson í Íslandi í dag. Geir segir málið há-pólitískt, hann sé eldri en tvævetur í pólitík, „og ég finn lyktina af pólitík þar sem hana er að finna," sagði Geir. Geir er fyrsti fyrrverandi ráðherrann í heiminum sem hefur verið dreginn ábyrgðar vegna efnahagshrunsins. Hann var dæmdur brotlegur í Landsdómi í dag gegn stjórnarskránni en sýknaður af þremur öðrum ákæruliðum. Hann segist hafa verið undirbúinn fyrir báðar niðurstöður í dag, sjálfur hafi hann þó búist við að vera sýknaður af öllum ákæruliðunum. Hann spurði svo hvers vegna honum hafi ekki verið gerð nein refsing í málinu: „Ef um var að ræða svo mikið vanrækslubrot því var mér ekki gerð nein refsing?" Geir benti ennfremur á að tveir dómarar hafi komið inn um mið réttarhöldin og báðir hafi þeir komist að þeirri niðurstöðu að sakfella ætti Geir fyrir brot gegn stjórnarskránni. Geir segir þetta skipta máli. „Mér býður svo í grun að dómararnir hafi viljað kasta akkeri til þeirra sem stóðu að málinu, en samt gera það með þeim hætti að ég gæti vel við unað, líkt og að dæma mér hæstu málsvarnarlaun sem hafa verið dæmd hér á landi. En svo er ekki," sagði Geir. Hann sagði ennfremur að ef litið væri til efnisatriða dómsins, þá hafi hann unnið málið. „Það var lagt upp með að finna sökudólg fyrir hrunið. Þessi fundir höfðu ekkert með hrunið að gera, menn ræddu auðvitað margt innan og utan funda, en það hafði ekkert með þetta að gera." Hann segir svo þá sem stóðu að málatilbúnaðinum, bera ábyrgð í málinu. „Þetta eru hluti Samfylkingarinnar, Vinstri grænir og ofstækisfólkið innan Hreyfingarinnar. Og Steingrímur J. Sigfússon ber mesta ábyrgð og hans lautinant," sagði Geir sem var, líkt og á blaðamannafundinum í dag, heitt í hamsi í viðtalinu. „Þetta er sneypuför og ætla þessir menn að sitja áfram?" spyr Geir og bætir við: „Þeir eru búnir að fá löðrung frá Landsdómi. Ætla þessir fínu menn, Steingrímur og fleiri, bara að sitja þarna áfram?" Hann segir ennfremur að hann líti svo á að hans persónulegi heiður standi óhaggaður miðað við niðurstöðuna. „Mannorði mínu hefur ekki verið rænt af mér," segir hann. „Ef einhver hefur haldið að þarna væri verið að hægt kýla mig kaldan eða koma mér í þunglyndi með þessu máli, þá er það fjarri lagi," sagði Geir vígreifur.
Landsdómur Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira