Vettel sótti sigur í fyrsta sinn í ár Birgir Þór Harðarson skrifar 22. apríl 2012 15:14 Vettel var ánægður með að komast aftur á efsta þrep verðlaunapallsins. nordicphotos/afp Sebastian Vettel sótti fyrsta sigur sinn á árinu í kappakstrinum í Barein í dag. Finninn Kimi Raikkönen og liðsfélagi hans Roman Grosjean hjá Lotus urðu í öðru og þriðja sæti. Raikkönen átti tækifæri til að fara fram úr Vettel undir lok mótsins en nýtti það ekki. Hann sagði á blaðamannafundi eftir mótið hafa gert ein afdrifarík mistök í fyrsta hring þegar hann missti bíl fram úr sér. "Ég þurfti að taka fram úr honum og það tók tíma." Red Bull liðið sótti jafnfram fjórða sætið í mótinu því Mark Webber ók fjórða Renault-knúna bílnum í röð yfir endamarkið. Nico Rosberg varð fimmti eftir að hafa komist fram úr Paul di Resta þegar um það bil 10 hringir voru eftir. Di Resta lauk mótinu í sjötta sæti sem verður að teljast góður árangur eftir að Force India liðið sá sér ekki kleift að aka á seinni æfingu föstudagsins. Rosberg var mjög ákafur í mótinu og varði stöðu sína grimmilega í tvö skipti. Í fyrra skiptið þurfti Lewis Hamilton að fara út fyrir brautina til að taka fram úr honum og lenda ekki í árekstri. Í seinna skiptið reyndið Fernando Alonso sama bragð en mistókst. Keppnin var nokkuð spennandi og réðst á keppnisáætlun liðanna. Niðurstöður mótsins gætu hins vegar breyst því úrskurður dómara í málum Lewis Hamilton, Nico Rosberg og Fernando Alonso er enn beðið. Alonso lauk mótinu í sjöunda sæti á undan Lewis Hamilton og liðsfélaga sínum Felipe Massa. Michael Schumacher krækti í síðasta stigið í mótinu í tíunda sæti, eftir að hafa ræst í 22. sæti. Formúla Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Sebastian Vettel sótti fyrsta sigur sinn á árinu í kappakstrinum í Barein í dag. Finninn Kimi Raikkönen og liðsfélagi hans Roman Grosjean hjá Lotus urðu í öðru og þriðja sæti. Raikkönen átti tækifæri til að fara fram úr Vettel undir lok mótsins en nýtti það ekki. Hann sagði á blaðamannafundi eftir mótið hafa gert ein afdrifarík mistök í fyrsta hring þegar hann missti bíl fram úr sér. "Ég þurfti að taka fram úr honum og það tók tíma." Red Bull liðið sótti jafnfram fjórða sætið í mótinu því Mark Webber ók fjórða Renault-knúna bílnum í röð yfir endamarkið. Nico Rosberg varð fimmti eftir að hafa komist fram úr Paul di Resta þegar um það bil 10 hringir voru eftir. Di Resta lauk mótinu í sjötta sæti sem verður að teljast góður árangur eftir að Force India liðið sá sér ekki kleift að aka á seinni æfingu föstudagsins. Rosberg var mjög ákafur í mótinu og varði stöðu sína grimmilega í tvö skipti. Í fyrra skiptið þurfti Lewis Hamilton að fara út fyrir brautina til að taka fram úr honum og lenda ekki í árekstri. Í seinna skiptið reyndið Fernando Alonso sama bragð en mistókst. Keppnin var nokkuð spennandi og réðst á keppnisáætlun liðanna. Niðurstöður mótsins gætu hins vegar breyst því úrskurður dómara í málum Lewis Hamilton, Nico Rosberg og Fernando Alonso er enn beðið. Alonso lauk mótinu í sjöunda sæti á undan Lewis Hamilton og liðsfélaga sínum Felipe Massa. Michael Schumacher krækti í síðasta stigið í mótinu í tíunda sæti, eftir að hafa ræst í 22. sæti.
Formúla Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira