Verður mótinu í Barein á endanum aflýst? Birgir Þór Harðarson skrifar 20. apríl 2012 15:20 "Manneskjur án mannréttinda" stóð á borðum sem mótmælendur báru sín á milli. nordicphotos/afp Formúlu 1 kappaksturinn í Barein fer fram samkvæmt áætlun á sunnudaginn, fullyrðir Salman bin Hamad bin Isa Al Khalifa krónprinsinn í konungsríkinu Barein. Miklar umræður um hvort kappaksturinn eigi yfir höfuð að fara fram í löndum á barmi borgarastríðs hefur staðið í nokkrar vikur. Formúla 1 keppir í Barein í fyrsta sinn síðan 2010 á sunnudaginn. Mótinu var aflýst í fyrra vegna gríðarlegara mótmæla og óeirða þar í landi gegn sitjandi valdhöfum. Umræðan undanfarnar vikur hefur snúist um það hvort hægt sé að fara til Barein í ár og fólk hefur myndað sér skoðun á því með því að reyna að meta ástandið þar í samanburði við það sem var í fyrra. Mótmæli hafa staðið yfir í landinu síðan í janúar 2011. Almennt er talið að mótmælin í Barein séu afsprengi arabíska vorsins, hrynu mótmæla í Mið-Austurlöndum í fyrra. Löndin við Persaflóa hafa komið betur undan arabíska vorinu heldur en nágrannaþjóðir þeirra við Miðjarðarhafið. Það er þó ekki til marks um viðleitni stjórnvalda til umbóta. Krónprinsinn lét hafa eftir sér í dag að ef hætt verður við mótið nú, með öryggissjónarmið ferðamanna og starfsmanna liðsins í huga, þá sigri stjórnarandstaðan og mótmælendurnir. Al Khalifa sagði einnig að kappaksturinn væri mikilvægur fyrir stjórnvöld. "Ég held að formúlan sé tól fyrir okkur því kappaksturinn kemur á samskiptum milli samfélaganna í landinu og fólk þarf að vinna saman." Víða umdeild niðurstaðaFormúla 1 hefur, með Bernie Ecclestone og FIA (alþjóða akstursíþróttasambandið) í fararbroddi, tekið afstöðu með stjórnvöldum í Barein í miðri byltingu. Ekki eru allir sáttir við það og segja að ákvörðunin hafi verið tekin með rekstrarleg sjónarmið formúlunnar í huga frekar en mannréttindi borgaranna í Barein. Ákvörðun yfirmanna kappakstursins um að keppa í Barein er nógu umdeild til að snerta utanríkisstefnu Breta. Þingmenn í Lundúnum, þar á meðal Ed Milliband leiðtogi Verkamannaflokksins og forystumaður stjórnarandstöðunnar, hafa lýst yfir að þeir vilji að mótið fari ekki fram. Enn fremur hefur Milliband biðlað til forsætisráherra landsins, David Cameron, um að blanda sér í málin. Fleiri þingmenn og embættismenn hafa meira að segja sagt að þeim finnist Bretar eigi ekki að vera í Barein á ófriðartímum þar. Breska ríkisstjórnin ætlar þó ekki að skipta sér af að svo stöddu. "Það er ekki undir okkur komið hvaða íþróttaviðburðir fara fram í öðrum löndum," sagði talskona forsætisráðuneytisins. Í stöðugri þróunForce India-liðið tók ekki þátt í seinni æfingum keppnisliðanna í Barein í dag. Sögðust yfirmenn liðsins hafa tekið þá ákvörðun vegna þess að sumum liðsmönnum þykir mjög óþægilegt að ferðast frá brautinni og upp á hótel eftir myrkur. Í gær sáu tveir liðsmenn sig knúna til að flýja landið eftir að hafa lent í umferðarteppu á leið upp á hótel eftir myrkur. Mótmælendur gerðu að þeim aðsúg og köstuðu eldsprengjum í bíl liðsins. Bernie Ecclestone segist ekki hafa neinar áhyggjur af öryggismálum í landinu fyrir kappaksturinn. "Ég get ekki hætt við þennan kappakstur," sagði hann. "Óeirðirnar hafa ekkert með okkur [Formúlu 1] að gera. Við erum hér til að keppa og virða okkar samning. Það eru heimamenn sem verða að taka ákvörðun um afdrif mótsins." Óeirðalögreglan í landinu beitir á meðan öllum ráðum til að halda mótmælum og óeirðum niðri í aðdraganda mótsins. Formúla Tengdar fréttir Kappakstur í skugga mótmæla og óeirða Barein kappaksturinn fer fram um helgina eftir að talsverð óvissa hefur ríkt um hvort mótið verði eða ekki. Tvö ár eru liðin síðan keppt var í Barein síðast því kappakstrinum var aflýst í fyrra vegna gríðarlegra mótmæla í þar í landi. 19. apríl 2012 06:00 Rosberg fljótastur og Force India dregur sig í hlé Nico Rosberg, á Mercedes-bíl, var fljótastur á seinni æfingu keppisliða í Formúlu 1 sem nú fer fram í Barein. Lewis Hamilton á McLaren-bíl var fljótastur á fyrri æfingunni. 20. apríl 2012 18:00 Gríðarlegir fjármunir í húfi verði mótinu í Barein aflýst Umræðan um hvort Formúla 1 eigi að fara til Barein og keppa þar 22. apríl hefur magnast í aðdraganda kínverska kappakstursins um næstu helgi. Gríðarlegir fjármunir eru fólgnir í kappakstrinum bæði fyrir hagkerfið í Barein og fyrir auglýsendur og keppnislið í Formúlunni. 12. apríl 2012 21:45 Ákvörðun FIA: Keppt í Barein þrátt fyrir mótmæli Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) ákvað í nótt að mótið í Barein skyldi fara fram, þrátt fyrir gríðarlega umræðu um öryggi starfsmanna keppnisliðanna og áhorfenda. 13. apríl 2012 11:30 Mótmælendur mættu Formúlu-liðum er þau mættu til Barein Þegar Formúlu 1-liðin lentu í Manama, höfuðborg Barein, í gærkvöldi mættu þeim hundruðir mótmælenda. Uppreisnarmenn eru mjög óánægðir með að Formúla 1 skuli halda mót í Barein í umboði stjórnvalda þar í landi. 18. apríl 2012 22:45 Óvissa magnast um mótið í Barein vegna pólitískrar ólgu Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, hefur sagt að hann og mótshaldarar geti ekki þvingað liðin til að mæta og keppa í Barein þann 22. apríl næstkomandi. 10. apríl 2012 21:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Formúlu 1 kappaksturinn í Barein fer fram samkvæmt áætlun á sunnudaginn, fullyrðir Salman bin Hamad bin Isa Al Khalifa krónprinsinn í konungsríkinu Barein. Miklar umræður um hvort kappaksturinn eigi yfir höfuð að fara fram í löndum á barmi borgarastríðs hefur staðið í nokkrar vikur. Formúla 1 keppir í Barein í fyrsta sinn síðan 2010 á sunnudaginn. Mótinu var aflýst í fyrra vegna gríðarlegara mótmæla og óeirða þar í landi gegn sitjandi valdhöfum. Umræðan undanfarnar vikur hefur snúist um það hvort hægt sé að fara til Barein í ár og fólk hefur myndað sér skoðun á því með því að reyna að meta ástandið þar í samanburði við það sem var í fyrra. Mótmæli hafa staðið yfir í landinu síðan í janúar 2011. Almennt er talið að mótmælin í Barein séu afsprengi arabíska vorsins, hrynu mótmæla í Mið-Austurlöndum í fyrra. Löndin við Persaflóa hafa komið betur undan arabíska vorinu heldur en nágrannaþjóðir þeirra við Miðjarðarhafið. Það er þó ekki til marks um viðleitni stjórnvalda til umbóta. Krónprinsinn lét hafa eftir sér í dag að ef hætt verður við mótið nú, með öryggissjónarmið ferðamanna og starfsmanna liðsins í huga, þá sigri stjórnarandstaðan og mótmælendurnir. Al Khalifa sagði einnig að kappaksturinn væri mikilvægur fyrir stjórnvöld. "Ég held að formúlan sé tól fyrir okkur því kappaksturinn kemur á samskiptum milli samfélaganna í landinu og fólk þarf að vinna saman." Víða umdeild niðurstaðaFormúla 1 hefur, með Bernie Ecclestone og FIA (alþjóða akstursíþróttasambandið) í fararbroddi, tekið afstöðu með stjórnvöldum í Barein í miðri byltingu. Ekki eru allir sáttir við það og segja að ákvörðunin hafi verið tekin með rekstrarleg sjónarmið formúlunnar í huga frekar en mannréttindi borgaranna í Barein. Ákvörðun yfirmanna kappakstursins um að keppa í Barein er nógu umdeild til að snerta utanríkisstefnu Breta. Þingmenn í Lundúnum, þar á meðal Ed Milliband leiðtogi Verkamannaflokksins og forystumaður stjórnarandstöðunnar, hafa lýst yfir að þeir vilji að mótið fari ekki fram. Enn fremur hefur Milliband biðlað til forsætisráherra landsins, David Cameron, um að blanda sér í málin. Fleiri þingmenn og embættismenn hafa meira að segja sagt að þeim finnist Bretar eigi ekki að vera í Barein á ófriðartímum þar. Breska ríkisstjórnin ætlar þó ekki að skipta sér af að svo stöddu. "Það er ekki undir okkur komið hvaða íþróttaviðburðir fara fram í öðrum löndum," sagði talskona forsætisráðuneytisins. Í stöðugri þróunForce India-liðið tók ekki þátt í seinni æfingum keppnisliðanna í Barein í dag. Sögðust yfirmenn liðsins hafa tekið þá ákvörðun vegna þess að sumum liðsmönnum þykir mjög óþægilegt að ferðast frá brautinni og upp á hótel eftir myrkur. Í gær sáu tveir liðsmenn sig knúna til að flýja landið eftir að hafa lent í umferðarteppu á leið upp á hótel eftir myrkur. Mótmælendur gerðu að þeim aðsúg og köstuðu eldsprengjum í bíl liðsins. Bernie Ecclestone segist ekki hafa neinar áhyggjur af öryggismálum í landinu fyrir kappaksturinn. "Ég get ekki hætt við þennan kappakstur," sagði hann. "Óeirðirnar hafa ekkert með okkur [Formúlu 1] að gera. Við erum hér til að keppa og virða okkar samning. Það eru heimamenn sem verða að taka ákvörðun um afdrif mótsins." Óeirðalögreglan í landinu beitir á meðan öllum ráðum til að halda mótmælum og óeirðum niðri í aðdraganda mótsins.
Formúla Tengdar fréttir Kappakstur í skugga mótmæla og óeirða Barein kappaksturinn fer fram um helgina eftir að talsverð óvissa hefur ríkt um hvort mótið verði eða ekki. Tvö ár eru liðin síðan keppt var í Barein síðast því kappakstrinum var aflýst í fyrra vegna gríðarlegra mótmæla í þar í landi. 19. apríl 2012 06:00 Rosberg fljótastur og Force India dregur sig í hlé Nico Rosberg, á Mercedes-bíl, var fljótastur á seinni æfingu keppisliða í Formúlu 1 sem nú fer fram í Barein. Lewis Hamilton á McLaren-bíl var fljótastur á fyrri æfingunni. 20. apríl 2012 18:00 Gríðarlegir fjármunir í húfi verði mótinu í Barein aflýst Umræðan um hvort Formúla 1 eigi að fara til Barein og keppa þar 22. apríl hefur magnast í aðdraganda kínverska kappakstursins um næstu helgi. Gríðarlegir fjármunir eru fólgnir í kappakstrinum bæði fyrir hagkerfið í Barein og fyrir auglýsendur og keppnislið í Formúlunni. 12. apríl 2012 21:45 Ákvörðun FIA: Keppt í Barein þrátt fyrir mótmæli Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) ákvað í nótt að mótið í Barein skyldi fara fram, þrátt fyrir gríðarlega umræðu um öryggi starfsmanna keppnisliðanna og áhorfenda. 13. apríl 2012 11:30 Mótmælendur mættu Formúlu-liðum er þau mættu til Barein Þegar Formúlu 1-liðin lentu í Manama, höfuðborg Barein, í gærkvöldi mættu þeim hundruðir mótmælenda. Uppreisnarmenn eru mjög óánægðir með að Formúla 1 skuli halda mót í Barein í umboði stjórnvalda þar í landi. 18. apríl 2012 22:45 Óvissa magnast um mótið í Barein vegna pólitískrar ólgu Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, hefur sagt að hann og mótshaldarar geti ekki þvingað liðin til að mæta og keppa í Barein þann 22. apríl næstkomandi. 10. apríl 2012 21:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Kappakstur í skugga mótmæla og óeirða Barein kappaksturinn fer fram um helgina eftir að talsverð óvissa hefur ríkt um hvort mótið verði eða ekki. Tvö ár eru liðin síðan keppt var í Barein síðast því kappakstrinum var aflýst í fyrra vegna gríðarlegra mótmæla í þar í landi. 19. apríl 2012 06:00
Rosberg fljótastur og Force India dregur sig í hlé Nico Rosberg, á Mercedes-bíl, var fljótastur á seinni æfingu keppisliða í Formúlu 1 sem nú fer fram í Barein. Lewis Hamilton á McLaren-bíl var fljótastur á fyrri æfingunni. 20. apríl 2012 18:00
Gríðarlegir fjármunir í húfi verði mótinu í Barein aflýst Umræðan um hvort Formúla 1 eigi að fara til Barein og keppa þar 22. apríl hefur magnast í aðdraganda kínverska kappakstursins um næstu helgi. Gríðarlegir fjármunir eru fólgnir í kappakstrinum bæði fyrir hagkerfið í Barein og fyrir auglýsendur og keppnislið í Formúlunni. 12. apríl 2012 21:45
Ákvörðun FIA: Keppt í Barein þrátt fyrir mótmæli Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) ákvað í nótt að mótið í Barein skyldi fara fram, þrátt fyrir gríðarlega umræðu um öryggi starfsmanna keppnisliðanna og áhorfenda. 13. apríl 2012 11:30
Mótmælendur mættu Formúlu-liðum er þau mættu til Barein Þegar Formúlu 1-liðin lentu í Manama, höfuðborg Barein, í gærkvöldi mættu þeim hundruðir mótmælenda. Uppreisnarmenn eru mjög óánægðir með að Formúla 1 skuli halda mót í Barein í umboði stjórnvalda þar í landi. 18. apríl 2012 22:45
Óvissa magnast um mótið í Barein vegna pólitískrar ólgu Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, hefur sagt að hann og mótshaldarar geti ekki þvingað liðin til að mæta og keppa í Barein þann 22. apríl næstkomandi. 10. apríl 2012 21:15