Webber orðaður við sæti Massa hjá Ferrari Birgir Þór Harðarson skrifar 6. maí 2012 06:00 Það er erfitt að vera Mark Webber þegar liðsfélaginn er besti ökuþór í Formúlu 1. nordicphotos/afp Mark Webber, ökumaður Red Bull í Formúlu 1, er nú orðaður við keppnissæti hjá Ferrari fyrir næsta tímabil. Hann mundi þá aka við hlið Fernando Alonso hjá hinu goðsagnakennda ítalska liði. Jafnvel er talið að Ástralinn sé nú þegar búinn að skrifa undir samning við Ítalina. Liðsfélagi Alonso, Felipe Massa, hefur ekki staðið sig vel undanfarin ár hjá Ferrari og er talið að Ítalirnir vilji losa sig við hann þegar tímabilið 2012 er yfirstaðið. Margir ökuþórar hafa verið orðaðir við liðið og þá helst Sergio Perez hjá Sauber. "Það virðist vera árviss atburður að fullyrða að Mark sé að fara eitthvað," sagði Christian Horner, liðstjóri Ferrari liðsins við Autosport. "Ég held að það sé óhjákvæmilegt að allir ökuþórar í Formúlu 1 séu orðaðir við keppnissætið við hlið Alonso." Mark Webber hefur verið í skugganum af liðsfélaga sínum, heimsmeistaranum Sebastian Vettel, undanfarin ár og talinn vera orðinn þreyttur á allri athyglinni sem liðið veitir Vettel fram yfir hann sjálfan. Mark hefur þó ekið betur í ár en liðsfélagi sinn þó hann hafi ekki enn komist á verðlaunapall í ár. Hann hefur endað öll fyrstu mótin í fjórða sæti og sýnt mikla yfirvegun gagnvart vonbrigðunum sem fylgdu verra gengi en búist var við. "Mark hefur ekið vel í fyrstu mótum ársins," sagði Horner ennfremur. "Honum líður vel í bílnum, mætt með nýja nálgun á mótið í ár og það er augljóst að hann er í góðu formi. Fjórum sinnum í fjórðasæti… auðvitað viljum við að hann standi á verðlaunapalli en þetta eru mikilvæg stig sem hann hefur tekið." Samningur Webbers rennur út í lok þessa árs en Horner er viss um að honum líði vel hjá Red Bull. "Við munum setjast yfir þetta mál þegar það á við. Ég hef ekki orðið var við að hann hafi verið í neinum viðræðum." Formúla Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Mark Webber, ökumaður Red Bull í Formúlu 1, er nú orðaður við keppnissæti hjá Ferrari fyrir næsta tímabil. Hann mundi þá aka við hlið Fernando Alonso hjá hinu goðsagnakennda ítalska liði. Jafnvel er talið að Ástralinn sé nú þegar búinn að skrifa undir samning við Ítalina. Liðsfélagi Alonso, Felipe Massa, hefur ekki staðið sig vel undanfarin ár hjá Ferrari og er talið að Ítalirnir vilji losa sig við hann þegar tímabilið 2012 er yfirstaðið. Margir ökuþórar hafa verið orðaðir við liðið og þá helst Sergio Perez hjá Sauber. "Það virðist vera árviss atburður að fullyrða að Mark sé að fara eitthvað," sagði Christian Horner, liðstjóri Ferrari liðsins við Autosport. "Ég held að það sé óhjákvæmilegt að allir ökuþórar í Formúlu 1 séu orðaðir við keppnissætið við hlið Alonso." Mark Webber hefur verið í skugganum af liðsfélaga sínum, heimsmeistaranum Sebastian Vettel, undanfarin ár og talinn vera orðinn þreyttur á allri athyglinni sem liðið veitir Vettel fram yfir hann sjálfan. Mark hefur þó ekið betur í ár en liðsfélagi sinn þó hann hafi ekki enn komist á verðlaunapall í ár. Hann hefur endað öll fyrstu mótin í fjórða sæti og sýnt mikla yfirvegun gagnvart vonbrigðunum sem fylgdu verra gengi en búist var við. "Mark hefur ekið vel í fyrstu mótum ársins," sagði Horner ennfremur. "Honum líður vel í bílnum, mætt með nýja nálgun á mótið í ár og það er augljóst að hann er í góðu formi. Fjórum sinnum í fjórðasæti… auðvitað viljum við að hann standi á verðlaunapalli en þetta eru mikilvæg stig sem hann hefur tekið." Samningur Webbers rennur út í lok þessa árs en Horner er viss um að honum líði vel hjá Red Bull. "Við munum setjast yfir þetta mál þegar það á við. Ég hef ekki orðið var við að hann hafi verið í neinum viðræðum."
Formúla Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira