Frábær akstur hjá Rosberg en ólánið elti Schumacher Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2012 16:42 Rosberg ásamt Bastian Schweinsteiger en þýska knattspyrnulandsliðið fylgdist með í Mónakó. Nordic Photos / Getty Liðsfélagarnir og Þjóðverjarnir Nico Rosberg og Michael Schumacher hjá Mercedes áttu ólíku gengi að fagna í Mónakó-kappakstrinum í dag. Rosberg var annar á ráspól og keyrði því sem næst óaðfinnanlega. Rosberg andaði ofan í hálsmálið á forystusauðinum Mark Webber allt til loka en fann aldrei leiðina framhjá Ástralanum. „Það er frábær tilfinning að komast á verðlaunapall á heimavelli hér í Mónakó fyrir framan fjölskyldu mína og vini," sagði Rosberg sem hrósaði teymi Mercedes-liðsins. „Teymið stóð sig frábærlega að koma bílnum í frábært ástand fyrir keppnina. Við töldum alltaf að brautin myndi henta bifreiðinni vel en það gekk enn betur en við þorðum að vona," sagði Rosberg. Félagi Rosberg, Þjóðverjinn Michael Schumacher, þurfti að draga sig úr keppni þegar 13 hringjum var ólokið vegna bilunar. Schumacher, sem náði bestum tíma í tímatökunni í gær, hóf keppnina í 6. sæti sökum refsingar sem hann hlaut eftir árekstur í Spánarkappakstrinum. Schumacher tapaði mörgum sætum strax í ræsingunni þegar árekstur varð í brautinni. Honum tókst þó að vinna sig upp listann og stefndi í að hann myndi skila stigum í hús þegar bíllinn bilaði. „Ég hélt því fyrir mig en ég stefndi á að komast á verðlaunapall í dag," sagði Schumacher sem stefnir á góðan árangur í næstu keppni eftir tvæ vikur í Kanada. „Brautin ætti að henta okkur vel og ég vonast til þess að geta ekið eðlilega og án áfalla í þeirri keppni," sagði Schumacher. Formúla Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Liðsfélagarnir og Þjóðverjarnir Nico Rosberg og Michael Schumacher hjá Mercedes áttu ólíku gengi að fagna í Mónakó-kappakstrinum í dag. Rosberg var annar á ráspól og keyrði því sem næst óaðfinnanlega. Rosberg andaði ofan í hálsmálið á forystusauðinum Mark Webber allt til loka en fann aldrei leiðina framhjá Ástralanum. „Það er frábær tilfinning að komast á verðlaunapall á heimavelli hér í Mónakó fyrir framan fjölskyldu mína og vini," sagði Rosberg sem hrósaði teymi Mercedes-liðsins. „Teymið stóð sig frábærlega að koma bílnum í frábært ástand fyrir keppnina. Við töldum alltaf að brautin myndi henta bifreiðinni vel en það gekk enn betur en við þorðum að vona," sagði Rosberg. Félagi Rosberg, Þjóðverjinn Michael Schumacher, þurfti að draga sig úr keppni þegar 13 hringjum var ólokið vegna bilunar. Schumacher, sem náði bestum tíma í tímatökunni í gær, hóf keppnina í 6. sæti sökum refsingar sem hann hlaut eftir árekstur í Spánarkappakstrinum. Schumacher tapaði mörgum sætum strax í ræsingunni þegar árekstur varð í brautinni. Honum tókst þó að vinna sig upp listann og stefndi í að hann myndi skila stigum í hús þegar bíllinn bilaði. „Ég hélt því fyrir mig en ég stefndi á að komast á verðlaunapall í dag," sagði Schumacher sem stefnir á góðan árangur í næstu keppni eftir tvæ vikur í Kanada. „Brautin ætti að henta okkur vel og ég vonast til þess að geta ekið eðlilega og án áfalla í þeirri keppni," sagði Schumacher.
Formúla Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira