Lífið

Auðvitað ætlum við að rúlla næstu dögum upp

Þau Pétur Örn Guðundsson, Guðrún Árný Karlsdóttir Alma Rut Kristjánsdóttir og Gísli Magna syngja bakraddirnar.
Þau Pétur Örn Guðundsson, Guðrún Árný Karlsdóttir Alma Rut Kristjánsdóttir og Gísli Magna syngja bakraddirnar.
Íslenski hópurinn stígur á svið í Kristalshöllinni í Bakú í kvöld og flytur lagið Never Forget í undankeppni fyrir aðalkeppnina næsta laugardag. Lífið heyrði í Ölmu Rut bakraddarsöngkonu sem er bjartsýn á framhaldið.

„Við bakraddirnar höfum það rosa gott. Dagarnir fara aðallega í æfingar, hlátur og skoðunarferðir. Við fórum til dæmis í skoðunarferð aðeins út fyrir borgina sem var merkileg og skemmtileg. Dómnefndirnar gilda 50% þannig að kvöldið í gærkvöldi var jafn mikilvægt og semi-finalinn sem er í kvöld."

„Við fjögur í röddunum höldum svolítið hópinn, förum saman í göngutúra, fáum okkur að borða saman og hlæjum mikið. Okkur líður vel og auðvitað ætlum við að rúlla næstu dögum upp. Jæja, nú verð ég að fara að hoppa út í rútu," segir Alma Rut áður en hún kveður og rýkur af stað.

Meðfylgjandi má sjá myndir sem teknar voru í Bakú undanfarna daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.