Veðrið lék við rúmlega 7000 gesti Landsmótsins í Víðidalnum í gær þegar hátíðleg setningarathöfn fór fram.
Hópreiðin var mögnuð þar sem fjöldi knapa á öllum aldri reið um svæðið á eftirminnilegan hátt á meðan gestir nutu sjónarspilsins í brekkunni við ljúfa tóna karlakórs Kjalnesinga og Gustskórsins.
Dorrit Moussaieff forsetafrú var stórglæsileg á baki eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni. Þá var Dagur B. Eggertson, forseti borgarstjórnar, alls ekki síðri.
Æðisleg stemning á Landsmóti
