Dagur 2 í Ytri-Rangá: Alls 16 á land 27. júní 2012 02:02 Þetta lýsir stemningunni við Ytri-Rangá vel þessa fyrstu daga veiðitímans. Mynd/Lax-a.is Fjörið heldur áfram í Ytri-Rangá. Alls komu upp 16 fiskar annan daginn sem veitt er í ánni í sumar, 8 laxar og 8 sjóbirtingar, en stærsti laxinn var 11 pund. Veiðin er á næstum öllum svæðum en eina svæðið sem gaf ekki í gær var svæði 7 en 14 stangir eru við veiðar í ánni. Þó allt agn sé leyfilegt í Ytri Rangá til 10. júlí veiðist best á flugu þessa fyrstu tvo daga tímabilsins. Eins og Veiðivísir sagði frá komu 18 laxar á land opnunardaginn og meirihlutinn vænn tveggja ára lax, sá stærsti 89 sentímetrar. Allir laxarnir fengust á flugu nema einn sem fékkst á spún. Er þetta besti opnunardagur í Ytri Rangá sem menn muna eftir. Niðurstaðan eftir tvo daga er því 26 laxar og vænn sjóbirtingur kryddar veiðina. Lax-á á ennþá eitthvað af lausum stöngum fyrir næstu daga. Fyrir frekari upplýsingar um lausar stangir er hægt að leita á agn.is eða á skrifstofu Lax-ár í síma 531-6100. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Maðkurinn er kominn yfir 200 krónur stykkið Veiði Lifnar loksins yfir vötnum norðan heiða Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrsti dagur í maðkaholli í Ytri Rangá gaf 188 Langá Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Hliðarvatns dagurinn sunnudaginn 11.júní Veiði Veiðimenn að setja í flottar bleikjur í Úlfljótsvatni Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði
Fjörið heldur áfram í Ytri-Rangá. Alls komu upp 16 fiskar annan daginn sem veitt er í ánni í sumar, 8 laxar og 8 sjóbirtingar, en stærsti laxinn var 11 pund. Veiðin er á næstum öllum svæðum en eina svæðið sem gaf ekki í gær var svæði 7 en 14 stangir eru við veiðar í ánni. Þó allt agn sé leyfilegt í Ytri Rangá til 10. júlí veiðist best á flugu þessa fyrstu tvo daga tímabilsins. Eins og Veiðivísir sagði frá komu 18 laxar á land opnunardaginn og meirihlutinn vænn tveggja ára lax, sá stærsti 89 sentímetrar. Allir laxarnir fengust á flugu nema einn sem fékkst á spún. Er þetta besti opnunardagur í Ytri Rangá sem menn muna eftir. Niðurstaðan eftir tvo daga er því 26 laxar og vænn sjóbirtingur kryddar veiðina. Lax-á á ennþá eitthvað af lausum stöngum fyrir næstu daga. Fyrir frekari upplýsingar um lausar stangir er hægt að leita á agn.is eða á skrifstofu Lax-ár í síma 531-6100. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Maðkurinn er kominn yfir 200 krónur stykkið Veiði Lifnar loksins yfir vötnum norðan heiða Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrsti dagur í maðkaholli í Ytri Rangá gaf 188 Langá Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Hliðarvatns dagurinn sunnudaginn 11.júní Veiði Veiðimenn að setja í flottar bleikjur í Úlfljótsvatni Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði