Vettel fljótastur í Valencia Birgir Þór Harðarson skrifar 22. júní 2012 18:31 Vettel hefur unnið kappaksturinn í Valencia 2010 og 2011. Hann er því á góðri leið með að sækja sinn þriðja sigur í röð í höfninni í Valencia. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var fljótastur á seinni æfingum dagsins fyrir kappaksturinn í Valencia á Spáni á sunnudag. Red Bull-liðið notaðist við uppfærðan afturenda bílsins. Eins og svo oft áður í sumar skilur sekúnta efstu fimmtán að. Það er því mjög erfitt að segja til um það hver muni hrifsa ráspól í tímatökunum á morgun. Pastor Maldonado var fljótastur á Williams-bíl sínum á fyrri æfingum dagins. Hann náði þó ekki að halda því og endaði þrettándi. Vettel varð annar í þeirri æfingu og aðeins 0,08 sekúntum á eftir Maldonado. Red Bull-bílarnir líta út fyrir að vera fyrna sterkir í Valencia því Mark Webber, liðsfélagi Vettels, var aldrei langt undan. Á seinni æfingunni varð Nico Hulkenberg á Force India annar og Kamui Kobayashi þriðji. Þá kom Michael Schumacher og Bruno Senna. McLaren-menn virðast vera í einhverskonar vandræðum í Valencia því þeir komust ekki á topp 10 í seinni æfingunni og voru aðeins í fjórða og áttunda sæti á þeirri fyrri. Á sama hátt virðist Felipe Massa ekki ná að fylgja eftir markmiðum sínum um að skáka liðsfélaga sínum Fernando Alonso. Massa var aðeins fjórtándi í fyrri æfingunni og fimmtándi í þeirri seinni. Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var fljótastur á seinni æfingum dagsins fyrir kappaksturinn í Valencia á Spáni á sunnudag. Red Bull-liðið notaðist við uppfærðan afturenda bílsins. Eins og svo oft áður í sumar skilur sekúnta efstu fimmtán að. Það er því mjög erfitt að segja til um það hver muni hrifsa ráspól í tímatökunum á morgun. Pastor Maldonado var fljótastur á Williams-bíl sínum á fyrri æfingum dagins. Hann náði þó ekki að halda því og endaði þrettándi. Vettel varð annar í þeirri æfingu og aðeins 0,08 sekúntum á eftir Maldonado. Red Bull-bílarnir líta út fyrir að vera fyrna sterkir í Valencia því Mark Webber, liðsfélagi Vettels, var aldrei langt undan. Á seinni æfingunni varð Nico Hulkenberg á Force India annar og Kamui Kobayashi þriðji. Þá kom Michael Schumacher og Bruno Senna. McLaren-menn virðast vera í einhverskonar vandræðum í Valencia því þeir komust ekki á topp 10 í seinni æfingunni og voru aðeins í fjórða og áttunda sæti á þeirri fyrri. Á sama hátt virðist Felipe Massa ekki ná að fylgja eftir markmiðum sínum um að skáka liðsfélaga sínum Fernando Alonso. Massa var aðeins fjórtándi í fyrri æfingunni og fimmtándi í þeirri seinni.
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira